Ekkert voðalega bjart yfir þessu

Fátt gleður landann meir en að sjá falleg fley við …
Fátt gleður landann meir en að sjá falleg fley við bryggju nema ef vera skyldi að sjá þau mokfiska, en það síðarnefnda er ekki raunin í Grímsey. mbl.is/Golli

„Það er voðalega dauft yfir öllu. Tregt fiskirí og leiðindaveður að hrjá okkur. Við höfum ekki kynnst svona vetri áður,“ segir Sigurður Ingi Bjarnason, vélsmiður í Grímsey. Íbúum hefur fækkað stöðugt í Grímsey enda hefur kvótinn sem sjómennirnir hafa úr að spila minnkað mikið, síðast í haust með sölu útgerðar með 1.100 þorskígilda kvóta til Fjallabyggðar.

„Það er ekkert voðalega bjart yfir þessu og ég veit ekki af hverju það ætti að vera það. Þetta byggist á fiskiríi. Ekki er bjart yfir því eins og er, leiðindaveður, lélegt verð og sá fiskur sem fæst er lélegur.“

Heldur er að fjölga á strandveiðum því tveir ungir menn úr Grímsey hafa keypt sér báta og ætla að vera á strandveiðum í sumar. Venjulega færist meira líf í strandveiðarnar í júní þegar aðkomubátar bætast í hópinn.

Áfram á byggðakvóta

Stór hluti kvótans hefur verið seldur úr Grímsey á síðustu árum. Þó eru eftir tvær útgerðir. Sigurður segir að þeir sem seldu kvótann fái byggðakvóta og geti haldið áfram, í breyttri mynd þó.

Sigurður rekur vélsmiðju og segist ekki finna svo mikið fyrir samdrættinum. „Ég er duglegur að sækja mér verkefni og svo er ég að vasast í mörgu. Þetta er verst fyrir sjómennina sem stunda veiðarnar.“

Um 60 íbúar voru skráðir í Grímsey síðast þegar Hagstofan gaf út tölur um íbúafjölda. Mun færri eru þar þó að vetrinum. Þannig voru aðeins 6-7 í eynni þegar verstu veðrin gengu yfir í desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »