Fjárfestahópur kaupir Norðanfisk af Brimi

Það var hátt á hjalla eftir að kaupsamningurinn var undirritaður.
Það var hátt á hjalla eftir að kaupsamningurinn var undirritaður. Ljósmynd/Aðsend

Hópur fjárfesta á Akranesi hefur undirritað kaupsamning við Brim hf. um kaup á öllu hlutafé Norðanfisks ehf. Norðanfiskur sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa á innanlandsmarkaði ásamt sölu neytendapakkningum um allt land.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðanfiski en þar kemur einnig fram að fyrirtækið hafi það að leiðarljósi að þjónusta íslenskan veitinga- og smásölumarkað með gæða- og hollustuvörum úr sjávarfangi ásamt því að vera áreiðanlegur og leiðandi birgi fyrir sína viðskiptavini með úrvals þjónustu í að verða 20 ár. 

Kaupin sýni styrk fjárfestahópsins

„Það er öflugur hópur, sem kaupir félagið, sem er að veðja á framtíðarsýn og forystu Sigurjóns Gísla Jónssonar framkvæmdastjóra sem er meðal hluthafa. Norðanfiskur er traust og gott félag sem þjónustar stóreldhús, verslanir og veitingastaði. Það er mikilvægt að Norðanfiskur verði áfram á Akranesi og við sjáum mikil tækifæri til sóknar,“ segir Inga Ósk Jónsdóttir fyrir hönd fjárfestahópsins í tilkynningu.

Þakkar hún stjórnendum og starfsfólki Brims fyrir faglega vinnu í söluferlinu og bætir því við að það sýni styrk fjárfestahópsins að hann sé í sókn á þessum óvissutímum í íslensku efnahagslífi.

Brim óskar nýjum eigendum velfarnaðar

„Rekstur Norðanfisks á sér langa og farsæla sögu á Akranesi og Brim fagnar því að kaupendur séu öflugur hópur heimamanna og óskar félagið þeim velfarnaðar í framtíðarþróun félagsins.“ segir Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims, í tilkynningunni.

Ráðgjafar kaupenda í ferlinu voru Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, KPMG og Lex. Íslensk Verðbréf var ráðgjafi og stýrði söluferlinu fyrir hönd Brims.

Kaupsamningurinn er undirritaður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Gangi þeir fyrirvarar eftir má gera ráð fyrir að gengið verði frá viðskiptunum á næstu vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »