Ráðherra opnaði Sjávarakademíuna

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fjallaði um mikilvægi menntunar á …
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fjallaði um mikilvægi menntunar á Grandagarði í morgun. mbl.is/Eggert

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði formlega Sjávarakademíu Sjávarklasans í Húsi sjávarklasans við Grandagarð í Reykjavík í morgun. 

Ráðherra sagði við það tilefni að menntun skipti ávallt gríðarlega miklu máli en markmið Sjávarakademíunnar er að efla þekkingu og áhuga á stofnun fyrirtækja og nýsköpun sem tengist bláa hagkerfinu.

Fisktækniskólinn og Hús Sjávarklasans hafa unnið að gerð námsframboðs á framhaldsskólastigi á sviði haftengdrar nýsköpunar undir nafni „Sjávarakademían“. Brautin samsvarar alls einni önn (30 einingum) og getur verið metin til eininga og sem hluti af námsbraut í fisktækni. 

Brautin er skipulögð sem hagnýtt nám fyrir þá sem vilja kynna sér rekstur og stofna fyrirtæki á hinum ýmsu sviðum bláa hagkerfisins. Markhópur námsins er ungt fólk 18-25+ og með einhvern grunn, úr framhalds- eða háskóla, auk fólks sem vill breyta um starfsvettvang og kynna sér möguleika hinna ýmsu afurða hafsins og tengdrar þjónustu.   

Boðið verður upp á þrjá áfanga í sumar en þeir mynda eins konar inngang og kynningu á nýsköpun innan bláu auðlindarinnar. Áhersla er á kynningu á hinum ýmsu tegundum hráefnis og þjónustu, vöruþróun, gæðastöðlum og nýjum vinnslumöguleikum. Þá verður einnig lögð áhersla á sjálfbærni og kynningu á starfsemi nýsköpunarfyrirtækja, sem hafa haslað sér völl síðustu árin — og mörg hver eru staðsett í Húsi sjávarklasans á Grandagarði. 

Sumarnámið er stutt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og námskeiðsgjaldið er kr. 3.000. 

Að stofnun Sjávarakademíunnar standa Íslenski sjávarklasinn og Fisktækniskóli Íslands.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.7.20 302,07 kr/kg
Þorskur, slægður 10.7.20 483,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.7.20 508,33 kr/kg
Ýsa, slægð 10.7.20 431,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.7.20 42,91 kr/kg
Ufsi, slægður 10.7.20 110,63 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 10.7.20 209,60 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.7.20 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 189 kg
Hlýri 61 kg
Karfi / Gullkarfi 45 kg
Ýsa 39 kg
Ufsi 27 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 376 kg
10.7.20 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Ýsa 83 kg
Keila 60 kg
Karfi / Gullkarfi 57 kg
Steinbítur 12 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 223 kg
10.7.20 Arney HU-203 Lína
Þorskur 3.485 kg
Ýsa 1.747 kg
Steinbítur 434 kg
Ufsi 104 kg
Langa 58 kg
Skarkoli 43 kg
Hlýri 23 kg
Karfi / Gullkarfi 15 kg
Keila 5 kg
Samtals 5.914 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.7.20 302,07 kr/kg
Þorskur, slægður 10.7.20 483,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.7.20 508,33 kr/kg
Ýsa, slægð 10.7.20 431,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.7.20 42,91 kr/kg
Ufsi, slægður 10.7.20 110,63 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 10.7.20 209,60 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.7.20 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 189 kg
Hlýri 61 kg
Karfi / Gullkarfi 45 kg
Ýsa 39 kg
Ufsi 27 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 376 kg
10.7.20 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Ýsa 83 kg
Keila 60 kg
Karfi / Gullkarfi 57 kg
Steinbítur 12 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 223 kg
10.7.20 Arney HU-203 Lína
Þorskur 3.485 kg
Ýsa 1.747 kg
Steinbítur 434 kg
Ufsi 104 kg
Langa 58 kg
Skarkoli 43 kg
Hlýri 23 kg
Karfi / Gullkarfi 15 kg
Keila 5 kg
Samtals 5.914 kg

Skoða allar landanir »