16% samdráttur í útflutningi sjávarfangs í maí

Verulega hefur dregið úr útflutningi sjávarafurða í maí.
Verulega hefur dregið úr útflutningi sjávarafurða í maí. AFP

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 23,7 milljörðum króna í maí og var því 16% minna en í sama mánuði í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands, að því er fram kemur á Radarnum, mælaborði sjávarútvegsins. Þar segir að samdrátturinn sé mun meiri í erlendri mynt, eða um 26%. En gengi krónunnar um 12% veikara í maí en í sama mánuði í fyrra.

„Þó ber að hafa í huga að í maí í fyrra var útflutningur á uppsjávarafurðum óvenjumikill miðað við árstíma, aðallega á makríl. Makríll er að mestu veiddur síðla sumars og fram á haust og kann því að vera að töf hafi verið á afhendingu á gögnum og hann færður til bókar með útflutningi í maí. Því gæti samdráttur í útflutningi í maí á milli ára verið minni fyrir vikið, þó er erfitt að staðfesta slíkt.“

Átta milljarða samdráttur

Fram kemur að útflutningsverðmæti sjávarafurða á fyrstu fimm mánuðum ársins nam 104,7 milljörðum króna, en var 112,5 milljarðar á sama tímabili 2019. „Það er um 7% samdráttur í krónum talið en um 14% í erlendri mynt. Þetta rímar ágætlega við vikulegu tölurnar sem Hagstofan hefur birt um vöruskipti að undanförnu.“

Er talið að framtak Hagstofunnar að birta tölur vikulega hafi reynst „afar gagnlegt, sér í lagi á þessum óvissutímum sem nú eru uppi.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.8.20 378,62 kr/kg
Þorskur, slægður 7.8.20 345,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.8.20 383,76 kr/kg
Ýsa, slægð 7.8.20 252,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.8.20 90,92 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.20 105,00 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 6.8.20 381,31 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.7.20 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Litli Tindur SU-508 Þorskfisknet
Skarkoli 133 kg
Samtals 133 kg
7.8.20 Máney SU-014 Handfæri
Þorskur 493 kg
Ufsi 104 kg
Samtals 597 kg
7.8.20 Brimill SU-010 Handfæri
Þorskur 78 kg
Samtals 78 kg
7.8.20 Áki Í Brekku SU-760 Línutrekt
Ýsa 1.854 kg
Þorskur 851 kg
Steinbítur 264 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 2.985 kg
7.8.20 Ísöld BA-888 Grásleppunet
Grásleppa 940 kg
Samtals 940 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.8.20 378,62 kr/kg
Þorskur, slægður 7.8.20 345,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.8.20 383,76 kr/kg
Ýsa, slægð 7.8.20 252,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.8.20 90,92 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.20 105,00 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 6.8.20 381,31 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.7.20 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Litli Tindur SU-508 Þorskfisknet
Skarkoli 133 kg
Samtals 133 kg
7.8.20 Máney SU-014 Handfæri
Þorskur 493 kg
Ufsi 104 kg
Samtals 597 kg
7.8.20 Brimill SU-010 Handfæri
Þorskur 78 kg
Samtals 78 kg
7.8.20 Áki Í Brekku SU-760 Línutrekt
Ýsa 1.854 kg
Þorskur 851 kg
Steinbítur 264 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 2.985 kg
7.8.20 Ísöld BA-888 Grásleppunet
Grásleppa 940 kg
Samtals 940 kg

Skoða allar landanir »