Hvergi hætt þrátt fyrir basl

Rakel Jóhannsdóttir strandveiðikona gerir út Boggu ST frá Hólmavík segir …
Rakel Jóhannsdóttir strandveiðikona gerir út Boggu ST frá Hólmavík segir hreinsandi fyrir hugan að fara á sjó.

Margt getur strítt strandveiðisjómönnum um þessar mundir enda skiptir öllu að allt sé eins og á að vera hvað bát og áhöld varðar.

„Staðan er ágæt núna en miklar bilanir hafa verið í bátnum að undanförnu,“ segir Rakel Jóhannsdóttir, sem gerir út Boggu ST-055 frá Hólmavík. Hún kveðst stefna á að færa sig yfir á Norðurfjörð um miðjan júlí.

Rakel segir veiðarnar ekki hafa staðið undir kostnaði undanfarin þrjú ár. „Fyrst fór kælirinn og svo fór vélin. Þetta er búið að vera talsvert basl,“ útskýrir hún en kveðst hvergi hætt enda nýtur hún sjómennskunnar.

„Þetta er svo hreinsandi fyrir hugann að fara út á sjó og gott fyrir líkamann. Þetta er skemmtilegt, mér finnst það,“ svarar Rakel spurð hvað fái hana á strandveiðarnar. Hún kveðst stunda strandveiðar af áhugamennsku þar sem hún starfar alla jafna í bókhaldi. „Ég hef alist upp við sjóinn og mér hefur alltaf þótt þetta freistandi. Þetta er ekkert mál ef þú ert líkamlega hraustur.“

Fínt ef vélin heldur

Hún hvetur fleiri til þess að láta reyna á strandveiðar og segist ekki vita hvers vegna ekki séu fleiri konur meðal strandveiðimanna. „Ætli það sé ekki bara að þeim hafi ekki dottið þetta í hug, það er ekkert vesen á þessu þannig. Fólk er stundum hissa á því að maður sé í þessu og þegar maður kemur nýr tekur maður eftir því að það sé aðeins verið að fylgjast með manni. Og ég er kannski ekki alveg sú færasta að snúa bátnum á mjög litlum bletti eða þess háttar,“ segir hún og hlær. „Ég hef keyrt á bryggjuna og bakkað upp í kantinn og ýmislegt svoleiðis, en ég hafði þetta af.“

Rakel segir tvímælalaust gaman að taka sér eitthvað nýtt fyrir hendur og læra nýja hluti. Þá sé strandveiðikerfið tækifæri fyrir fólk að láta á sjósókn reyna og athuga hvort þetta sé eitthvað sem höfðar til þess. Þrátt fyrir almennt að vera ánægð með kerfið finnst henni takmarkanir á hvaða vikudögum megi veiða vera einkennilegar. „Það er heldur hallærislegt að það megi ekki fara út á sunnudegi ef viðrar betur á mánudegi eða þriðjudegi.“

Spurð hvort hún búist við góðu veðurfari í sumar, segir Rakel svo vera. „Þetta verður bara fínt ef vélin heldur,“ svarar hún og hlær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 1.663 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.720 kg
23.4.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 3.165 kg
Ýsa 1.316 kg
Steinbítur 180 kg
Karfi 29 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 4.693 kg
23.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.739 kg
Ýsa 40 kg
Karfi 37 kg
Samtals 1.816 kg
23.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 4.450 kg
Samtals 4.450 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 1.663 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.720 kg
23.4.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 3.165 kg
Ýsa 1.316 kg
Steinbítur 180 kg
Karfi 29 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 4.693 kg
23.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.739 kg
Ýsa 40 kg
Karfi 37 kg
Samtals 1.816 kg
23.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 4.450 kg
Samtals 4.450 kg

Skoða allar landanir »