Á annað hundrað störfum fórnað með banni

Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akvafuture, kveðst ekki skilja hvers vegna Akureyringar …
Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akvafuture, kveðst ekki skilja hvers vegna Akureyringar séu að hafna atvinnuuppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu.

Farið hefur of geyst í þeim tilgangi að vernda umhverfið með þeim afleiðingum að verið sé að útiloka umhverfisvænt laxeldi í Eyjafirði, segir Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akvafuture, í samtali við 200 mílur.

Fyrirtækið hefur haft áform um 20 þúsund tonna laxeldi í lokuðum sjókvíum í Eyjafirði sem myndi útiloka laxalúsasýkingar, dæla öllum úrgangi á land og hafa tvöfalda vörn gegn slysasleppingum. Eldið myndi skapa á annað hundrað störf á svæðinu og er meðalverð á eldislaxi á mörkuðum nú 68,96 norskar krónu á kíló sem þýðir að verðmætin í sjó væru um 1,38 milljarðar norskra króna, jafnvirði 18,5 milljarða íslenskra króna.

Inntur álits á tilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins í dag um að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi óskað eftir umsögnum þriggja stofnanna og viðeigandi sveitarfélaga um mögulega friðlýsingu svæðisins, segir Rögnvaldur: „Fyrst þetta sé komið út í þetta að hann er að biðja um umsagnir um að friða Eyjafjörð, þá er hann kominn vel á veg. Allavega virðist hann vera jákvæður fyrir því.“

Tekist hefur verið á um hvort eigi að friðlýsa Eyjafjörð með tilliti til fiskeldi í firðinum og hefur meirihluti bæjarfulltrúa Akureyrar lýst því yfir að þeir vilji bann við eldi, á meðan bæjarráð Fjallabyggðar hefur sagst leggjast alfarið gegn hugmyndum um bann.

Merkilegt að lokað sé á atvinnuuppbyggingu

„Mér finnst mjög merkilegt að Akureyringar, sem alltaf eru að tala um að þeir vilji fá frekari atvinnuuppbyggingu og fjölbreyttari atvinnuuppbyggingu, að þeir loki algjörlega á laxeldi. Það myndi skapa um á annað hundrað bein störf og svo eru afleidd störf í þjónustuiðnaði og öðru slíku sem myndi koma. Þannig að við erum að tala um töluverða atvinnuuppbyggingu á svæðinu,“ segir Rögnvaldur.

„Ég er búinn að vera varkár að segja hluti, því ég hef verið að vonast til þess að það myndi hjálpa mér. En ég bara segi það alveg eins og er, ég skil ekki af hverju menn horfa ekki frekar í þessa átt sem við höfum verið að reyna að fara. Það er öllum dyrum lokað á það sem við höfum verið að reyna. Umhverfisvænt fiskeldi sem kemur algjörlega í veg fyrir hættu á lúsasmiti, er með tvöfalda vörn gegn slysasleppingum og tekur upp skítinn,“ útskýrir hann.

AkvaFuture rekur lokaðar sjókvíar í Nordlandfylki.
AkvaFuture rekur lokaðar sjókvíar í Nordlandfylki.

Hann kveðst skilja þau sjónarmið sem lögð eru til grunns friðunar enda hafi hann sjálfur ávallt verið af þeirri skoðun að náttúran eigi að njóta vafans. Hins vegar sé staðreyndin sú að þegar náttúruverndarsjónarmiðum er lýst „sérstaklega með tilliti til bleikjunnar og hættu á að hún verði laxalús að bráð, þá er það ekki tilfellið í okkar módeli. Það er ekki laxalús í okkar módeli.“

Mikil vonbrigði

„Það eru mér mikil vonbrigði að þegar lögin voru sett í fyrra var ekki horft meira til umhverfisvænna aðferða og hvatt til nýsköpunar í fiskeldi en var gert. Ég er vonsvikinn yfir því að þeir skuli fara í algjöra friðun. Ég hefði vilja sjá að þeir styddu við umhverfisvæna uppbyggingu á svæðinu,“ segir Rögnvaldur.

Spurður hvort það sé algjörlega útilokað að verði af áformum um eldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, segir hann málið margþætt. „Við höfum ekki getað gert neitt síðan Alþingi setti lög í fyrra og það hefur stoppað öll okkar áform. Vegna þess að nú á að bjóða út öll svæði þar sem ekki var búið að skila inn tillögu að frummatsskýrslu og við gátum það ekki þar sem búið er að draga lappirnar með að birta burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð.“

Fram kom í upphaflegri útgáfu fréttarinnar að ráðherra hefði ekki gefið út reglugerð um hvernig útboði rekstrarleyfa skyldi háttað og kvaðst Rögnvaldur ekki geta tjáð sig endanlega um framhald fiskeldisáformin fyrr en reglugerðin lægi fyrir. 200 mílum hefur verið bent á af atvinnuvegaráðuneytinu að reglugerðin hefur verið gefin út og hefur fréttin verið leiðrétt með tilliti til þessa.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.7.20 314,40 kr/kg
Þorskur, slægður 6.7.20 410,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.7.20 472,50 kr/kg
Ýsa, slægð 6.7.20 271,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.7.20 88,84 kr/kg
Ufsi, slægður 6.7.20 122,41 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 6.7.20 149,82 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.7.20 295,59 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.7.20 Anna EA-121 Handfæri
Þorskur 763 kg
Samtals 763 kg
6.7.20 Gísli EA-221 Handfæri
Þorskur 592 kg
Samtals 592 kg
6.7.20 Jón Magg ÓF-047 Handfæri
Þorskur 509 kg
Samtals 509 kg
6.7.20 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 1.584 kg
Samtals 1.584 kg
6.7.20 Fannar EA-029 Handfæri
Þorskur 488 kg
Karfi / Gullkarfi 92 kg
Ufsi 69 kg
Samtals 649 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.7.20 314,40 kr/kg
Þorskur, slægður 6.7.20 410,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.7.20 472,50 kr/kg
Ýsa, slægð 6.7.20 271,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.7.20 88,84 kr/kg
Ufsi, slægður 6.7.20 122,41 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 6.7.20 149,82 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.7.20 295,59 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.7.20 Anna EA-121 Handfæri
Þorskur 763 kg
Samtals 763 kg
6.7.20 Gísli EA-221 Handfæri
Þorskur 592 kg
Samtals 592 kg
6.7.20 Jón Magg ÓF-047 Handfæri
Þorskur 509 kg
Samtals 509 kg
6.7.20 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 1.584 kg
Samtals 1.584 kg
6.7.20 Fannar EA-029 Handfæri
Þorskur 488 kg
Karfi / Gullkarfi 92 kg
Ufsi 69 kg
Samtals 649 kg

Skoða allar landanir »