Svo ný kynslóð komi auga á möguleikana

Þór Sigfússon segir mikilvægt að ungt fólk kynnist sjávarútveginum betur …
Þór Sigfússon segir mikilvægt að ungt fólk kynnist sjávarútveginum betur og þeim tækifærum sem þar eru að finna. Eggert Jóhannesson

Sjávarakademía Sjávarklasans er nýtt og metnaðarfullt verkefni, unnið í nánu samstarfi við Fisktækniskóla Íslands, með það að markmiði að fræða ungt fólk um bláa hagkerfið og þau fjölbreyttu tækifæri sem þar eru í boði. Mun Sjávarakademían byrja á að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir fólk á framhalds- og háskólaaldri en í vetur bætist við námskeið á framhaldsskólastigi sem spannar heila önn og fæst metið til 30 eininga.

Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, segir að því miður megi enn finna ýmsar vísbendingar um að íslensk ungmenni hafi takmarkaðan áhuga á að starfa í sjávarútvegi eða tengdum greinum, ellegar mennta sig í sjávarútvegstengdum fögum. Skýrist þetta að hluta til af því að unga fólkið þekki ekki nógu vel til greinarinnar og viti ekki hversu fjölbreytt og spennandi starfsemi fer fram innan bláa hagkerfisins.

„Í huga þeirra er það að vinna í sjávarútvegi það sama og að fara á sjó eða vinna í fiskvinnslu, og lítil vitneskja um allt hitt sem á sér stað innan greinarinnar. Við þurfum að breikka sýn nýrra kynslóða á þetta svið og efla vitneskju um alla þá nýsköpun sem á sér stað innan bláa hagkerfisinshjá fyrirtækjum sem eiga jafnvel ekkert skylt við sjávarútveg þótt þau séu tengd greininni með einum eða öðrum hætti.“

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vígði verkefnið við formlega athöfn í síðustu …
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vígði verkefnið við formlega athöfn í síðustu viku, en sjávarakademían er studd af ráðuneyti hennar og af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Eggert Jóhannesson

Þurfum frumkvöðla og ný fyrirtæki

Þór segir að það þurfi að opna augu ungra Íslendinga fyrir því hvaða möguleikar bíða þeirra í bláa hagkerfinu, því þannig eignumst við nýja frumkvöðla og ný fyrirtæki. „Auðlindir hafsins eru svo fjölbreytilegar og geta leitt fyrirtæki í ýmsar áttir. Nú þegar eigum við sjávarútvegstengd fyrirtæki sem framleiða lyf og heilsuefni, önnur sem þróa rafknúin skip, og enn önnur sem þróa lausnir til að rekja framleiðslu og dreifingu matvæla frá upphafi til enda. Vissulega eru þessi fyrirtæki tengd hefðbundnum sjávarútvegi en eiga sáralítið skylt við hann.“

Bendir Þór líka á hve mikilvægt það er fyrir hagkerfi og atvinnulíf að nýsköpunarmöguleikar í bláa hagkerfinu séu nýttir eins vel og kostur er. „Ef við skoðum tíu verðmætustu fyrirtækin í íslenskum sjávarútvegi í dag samanstendur hópurinn einkum af útgerðarfélögum í hefðbundnum rekstri. Mig grunar að eftir tíu ár, eða þar um bil, verði samsetning þessa hóps gjörbreytt og í stað útgerða komin nýsköpunarfyrirtæki á borð við Marel, Kerecis og Zymetech – fyrirtæki sem spruttu upp úr sjávarútvegi en eiga í dag mjög fátt sameiginlegt með fyrirtækjum sem stunda veiðar og vinnslu, nema kannski söguna og menninguna.“

Nýtt námsumhverfi

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Sjávarklasans, www.sjavarklasinn.is, en þar geta áhugasamir jafnframt skráð sig á sumarnámskeið Sjávarakademíunnar. Menntamálaráðuneytið styður sumarstarfið en námið í vetur er styrkt af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kostar 3.000 kr. að taka þátt í sumarnámskeiðinu en gjaldskrá fyrir vetrarnámið er sú sama og annað nám á framhaldsskólastigi. „Námið fer fram í húsi Sjávarklasans auk þess sem nemendur heimsækja fjölda fyrirtækja. Fjöldi öflugra gestakennara og fyrirlesara tekur þátt og fær nemendahópurinn að kynnast alls konar sjónarmiðum um nýsköpun og stofnun fyritækja, allt annars konar námsumhverfi en þau eiga að venjast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.7.20 314,40 kr/kg
Þorskur, slægður 6.7.20 410,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.7.20 472,50 kr/kg
Ýsa, slægð 6.7.20 271,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.7.20 88,84 kr/kg
Ufsi, slægður 6.7.20 122,41 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 6.7.20 149,82 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.7.20 295,59 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.7.20 Anna EA-121 Handfæri
Þorskur 763 kg
Samtals 763 kg
6.7.20 Gísli EA-221 Handfæri
Þorskur 592 kg
Samtals 592 kg
6.7.20 Jón Magg ÓF-047 Handfæri
Þorskur 509 kg
Samtals 509 kg
6.7.20 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 1.584 kg
Samtals 1.584 kg
6.7.20 Fannar EA-029 Handfæri
Þorskur 488 kg
Karfi / Gullkarfi 92 kg
Ufsi 69 kg
Samtals 649 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.7.20 314,40 kr/kg
Þorskur, slægður 6.7.20 410,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.7.20 472,50 kr/kg
Ýsa, slægð 6.7.20 271,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.7.20 88,84 kr/kg
Ufsi, slægður 6.7.20 122,41 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 6.7.20 149,82 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.7.20 295,59 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.7.20 Anna EA-121 Handfæri
Þorskur 763 kg
Samtals 763 kg
6.7.20 Gísli EA-221 Handfæri
Þorskur 592 kg
Samtals 592 kg
6.7.20 Jón Magg ÓF-047 Handfæri
Þorskur 509 kg
Samtals 509 kg
6.7.20 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 1.584 kg
Samtals 1.584 kg
6.7.20 Fannar EA-029 Handfæri
Þorskur 488 kg
Karfi / Gullkarfi 92 kg
Ufsi 69 kg
Samtals 649 kg

Skoða allar landanir »