Áfall að stofninn sé ekki að vaxa

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það áfall að þorskstofninn …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það áfall að þorskstofninn sé ekki að stækka í ljósi þess að farið hafi verið eftir ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. Stofnunin leggur til 6% minna aflamark í þorski á komandi fiskveiðiári. mbl.is/Golli

„Þetta voru vonbrigði. Ég að vísu óttaðist það fyrir fundinn að það myndi verða eitthvert bakslag í þorskinum, en ég átti ekki von á því að það yrðu tæp 6%,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við 200 mílur, inntur álits á veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í morgun.

Fram kom í kynningu stofnunarinnar að það vanti stóra árganga í þorskinn og kveðst Örn hafa áhyggjur af stöðu þorskstofnsins. „Mér sýnist að veiðistofninn hafi gefið verulega eftir, þannig að við gætum búist við því að þetta sé fyrsta skrefið í að þetta fari áfram niður á við í þorskinum. Og hann er það sem skiptir mestu máli.

Það er áfall að við sjáum ekki stofninn í stöðugum vexti þegar búið er að veiða eftir þessari aflareglu og aflinn hefur alltaf verið undir leyfilegum heildarafla undanfarin ár. Þetta kallar væntanlega á frekari skoðanir, meðal annars að skoða rallið hvort það hafi verið eitthvað óvanalegt miðað við fyrri ár,“ bætir hann við.

Milljarðar í húfi

Verði farið að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verður gefið út aflamark fyrir næsta fiskveiðiár (2020/2021) sem nemur 256.593 tonnum af þorski og er það tæplega 16 þúsund tonnum minna en á yfirstandandi fiskveiðiári. Aflaverðmæti skerðingarinnar nemur um sex milljörðum króna miðað við meðalverð á innlendum fiskmörkuðum í gær og segir Örn að um sé að ræða mun stærri upphæð þegar litið er til útflutningsverðmæta. „Þetta er ekkert smá magn og getur verið um níu til tíu milljarðar í útflutningstekjum.“

Hann segir að á móti lækkuninni í þorski komi hækkun í ráðlögðu aflamarki í ýsu sem nemur 9% og steinbít sem nemur 5%. „En síðan er lækkun í flestum öðrum tegundum og það er áhyggjuefni.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.2.21 269,35 kr/kg
Þorskur, slægður 26.2.21 308,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.2.21 264,98 kr/kg
Ýsa, slægð 26.2.21 285,65 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.2.21 90,25 kr/kg
Ufsi, slægður 26.2.21 151,31 kr/kg
Djúpkarfi 16.2.21 189,00 kr/kg
Gullkarfi 26.2.21 197,83 kr/kg
Litli karfi 26.2.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.2.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 7.240 kg
Steinbítur 3.144 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.409 kg
27.2.21 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 94 kg
Þorskur 50 kg
Hlýri 6 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 151 kg
27.2.21 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 2.080 kg
Steinbítur 1.378 kg
Langa 114 kg
Ýsa 77 kg
Hlýri 11 kg
Skarkoli 8 kg
Keila 3 kg
Samtals 3.671 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.2.21 269,35 kr/kg
Þorskur, slægður 26.2.21 308,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.2.21 264,98 kr/kg
Ýsa, slægð 26.2.21 285,65 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.2.21 90,25 kr/kg
Ufsi, slægður 26.2.21 151,31 kr/kg
Djúpkarfi 16.2.21 189,00 kr/kg
Gullkarfi 26.2.21 197,83 kr/kg
Litli karfi 26.2.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.2.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 7.240 kg
Steinbítur 3.144 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.409 kg
27.2.21 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 94 kg
Þorskur 50 kg
Hlýri 6 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 151 kg
27.2.21 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 2.080 kg
Steinbítur 1.378 kg
Langa 114 kg
Ýsa 77 kg
Hlýri 11 kg
Skarkoli 8 kg
Keila 3 kg
Samtals 3.671 kg

Skoða allar landanir »