Geta lengt líftíma laxafurða um sjö daga

Ragnar A. Guðmundsson, sölustjóri Skagans 3X fyrir Evrópu og Skandinavíu, …
Ragnar A. Guðmundsson, sölustjóri Skagans 3X fyrir Evrópu og Skandinavíu, segir ofurkælingu minnka flutningskostnað og vera umhverfisvænni. Ljósmynd/skaginn 3X

Uppgangur Skagans 3X undanfarin ár ætti ekki að hafa farið framhjá lesendum. Fyrirtækið byggir á traustum grunni og er með sterkar rætur sem liggja til Akraness og Ísafjarðar en með hugviti og eljusemi hefur fyrirtækið náð að skipa sér, á skömmum tíma, í fremstu röð í lausnum tengdum matvælaframleiðslu.

Ragnar A. Guðmundsson er sölustjóri Skagans 3X fyrir Evrópu og Skandinavíu. Hann er stoltur af því hve víða lausnir fyrirtækisins eru í notkun: „Við höfum afhent lausnir til fyrirtækja í öllum heimsálfum, að undanskildu Suðurskautslandinu. Leiða má líkur að því að á hverri stundu sé vél frá okkur að vinna matvæli, einhvers staðar í heiminum!“

Einn af lykilmörkuðum Skagans 3X er í Noregi, en þar var stofnað dótturfélag árið 2017 og segir Ragnar að síðan hafi verið þar stöðugur vöxtur í sölu. Mestur hefur vöxturinn verið í búnaði tengdum laxa-, uppsjávar- og hvítfiskvinnslu.

„Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hve vel hefur gengið á þessum markaði og hversu opnir Norðmenn hafa verið fyrir nýrri tækni fyrir laxaiðnaðinn. Ávinningurinn blasir enda við og getum við með því að ofurkæla laxinn lengt líftíma vörunnar um allt að sjö daga og erum á sama tíma að beita aðferðum sem gera holdið á laxinum sterkara. Síðast en ekki síst þýðir ofurkælingin að sleppa má öllum ís í flutningum á milli landa og heimsálfa, sem gerir flutningana hagkvæmari og umfram allt umhverfisvænni.“

Ekkert óviðkomandi

Það kemur hugsanlega einhverjum á óvart hve fjölbreytt vörulína Skagans 3X er en fyrirtækið smíðar RoteX flæði-, kæli- og uppþíðingarkerfi, sjálfvirka plötufrysta, lausfrysta, sjálfvirk brettakerfi, þvottavélar fyrir kör og sjálfvirka kerja-róbota fyrir skipslestir, auk fjölmargra smærri lausna af ýmsu tag. Á meðan fyrirtæki erlendis eru yfirleitt með mun takmarkaðra og sérhæfðara vöruframboð er Skaganum 3X fátt óviðkomandi þegar kemur að þörfum sjávarútvegsins. Ragnar segir þetta til komið þar sem starfsmenn Skagans 3X hafi það fyrir reglu að vinna með viðskiptavinum að því að greina þarfir þeirra og leita sameiginlegra lausna.

Tölvuteikning af RoteX-ofurkælingarvél. Ofurkæling hefur opnað á nýja möguleika.
Tölvuteikning af RoteX-ofurkælingarvél. Ofurkæling hefur opnað á nýja möguleika. Mynd/Skaginn 3X

Gott dæmi um það er nýhönnuð spíraldæla fyrir afurðir sem fengið hefur nafnið ValuePump. „Um er að ræða svokallaða Arkímedesardælu sem flytur afurð ákveðna vegalengd og lyftir allt að 10 metra hátt upp án þess að pressa of mikið á hráefnið. Kerfið má líka nota til að dæla afla inn í vinnslu og fer dælan mun betur með hráefnið og dregur úr líkum á því að innyfli fisksins springi og smitist út í fiskholdið. Þá notar ValuePump um það bil einn sjötta af þeirri orku sem hefðbundnar dælur þurfa en afköstin eru engu að síður mikil. Sem dæmi þá höfum við smíðað ValuePump-dælu fyrir fiskvinnslu í Peterhead í Skotlandi sem getur á hverri klukkustund dælt um 60 til 70 tonnum af uppsjávarafla upp úr skipi og inn í verksmiðju. Áætlað var að hefja uppsetningu á þessum búnaði í júlí en það hefur því miður tafist fram á haustið vegna kórónuveirufaraldursins.“

Það ætti ekki að koma á óvart að kórónuveirufaraldurinn hefur valdið nokkurri truflun á starfsemi Skagans 3X. Ekki hefur verið hægt að senda teymi starfsmanna til viðskiptavina til uppsetningar á nýjum vélum og tækjum. Ragnar segir að þó ekki hafi verið hægt að hitta viðskiptavini augliti til auglitis þá hafi söluteymið leyst málin með fjarfundarbúnaði. „Starf okkar á sölusviðinu gengur ekki síst út á það að sýna væntanlegum viðskiptavinum fram á þann ávinning sem þeir geta vænst með okkar kerfum. Oft eru samningarnir stórir, margt sem þarf að huga að, og því getur ferlið stundum tekið langan tíma“, segir Ragnar.

ValuePump-dælan fer vel með fiskinn og hjálpar framleiðendum að gera …
ValuePump-dælan fer vel með fiskinn og hjálpar framleiðendum að gera verðmætari vöru. Mynd/Skaginn 3X

Stórir samningar í Bretlandi og Noregi

Af nýlegum stórum verkefnum má nefna heildarlausn sem Skaginn 3X er með í smíðum fyrir bresku matvöruverslunarkeðjuna Morrisons. „Ólíkt öðrum matvöruverslunum þar í landi starfrækir Morrisons sínar eigin fiskvinnslur og kaupir mestmegnis frosið hráefni, en þar komum við sterkt inn. Við smíðuðum handa þeim heildarkerfi sem þíðir upp frosið hráefni og skilar því ofurkældu í neytendaumbúðir, auk lausnar sem vinnur hliðarafurðir. Áhugaverðast er að við höldum utan um hráefnið í öllum þrepum þannig að við náum að hámarka gæðin og geymsluþolið með okkar lausn. Þetta verður líka spennandi þar sem Morrisons verður fyrsta fyrirtækið til að innleiða ofurkælingu á Bretlandseyjum,“ segir Ragnar.

„Þá hafa samningar tekist við norska laxeldisfyrirtækið Mowi sem er það stærsta í heiminum í þeim geira. Til að gera sér grein fyrir stærð kerfisins þá mun það auka geymsluþol og minnka ís í flutningi á tæpum 70 þúsund tonnum af laxi árlega.“

Blessunarlega hafa kaupendur sýnt áhrifum kórónuveirufaraldursins mikinn skilning og segir Ragnar að starfsmenn Skagans 3X séu í viðbragðsstöðu að tengja og gangsetja nýjan búnað um leið og aftur verður hægt að ferðast á milli landa með eðlilegum hætti. „Við tökum reglulega stöðufundi með viðskiptavinum okkar og leysum úr vandanum í góðri samvinnu.“

Sjómennskan hjálpar honum við sölustörfin

Ragnar bendir á að þótt mörg störf innan hátæknifyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi, eins og hjá Skaganum 3X, kalli á verulega sérhæfingu og sterkan bakgrunn ýmist á sviði tæknigreina eða iðngreina, þá bíði þar líka margvísleg spennandi störf fyrir fólk með annan bakgrunn.

Ljósmynd/Skaginn 3X

Starfsferill Ragnars sjálfs sýnir vel hvert leiðin getur legið innan sjávarútvegsins og tengdra greina. Ragnar byrjaði snemma að sækja sjóinn, lauk stúdentsprófi á Ísafirði, stundaði síðan nám við Vélskólann þar vestra, fór þá í tæknifræðinám við HR, lauk fiskeldisgráðu frá Háskólanum á Hólum og vinnur nú lokaverkefni í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. „Öll mín fjölskylda hefur sterk tengsl við sjómennskuna. Ég fór fyrst á sjóinn átta ára gamall og keypti minn fyrsta bát 25 ára,“ segir Ragnar en hann gekk til liðs við Skagann 3X fyrir rösklega sjö árum. „Það varð strax ljóst hvað það var mikill kostur fyrir mann í söluhlutverki að hafa verið lengi til sjós og stundað nám í greinum tengdum sjávarútvegi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.20 270,39 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.20 294,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.20 460,81 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.20 272,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.20 57,58 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.20 91,37 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 3.7.20 152,23 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.7.20 49,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.20 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 140 kg
Hlýri 103 kg
Karfi / Gullkarfi 81 kg
Steinbítur 41 kg
Ýsa 34 kg
Ufsi 34 kg
Samtals 433 kg
3.7.20 Margrét GK-033 Lína
Keila 68 kg
Karfi / Gullkarfi 41 kg
Þorskur 32 kg
Samtals 141 kg
3.7.20 Glær KÓ-009 Handfæri
Þorskur 738 kg
Samtals 738 kg
3.7.20 Dóri GK-042 Lína
Karfi / Gullkarfi 106 kg
Keila 84 kg
Þorskur 44 kg
Samtals 234 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.20 270,39 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.20 294,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.20 460,81 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.20 272,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.20 57,58 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.20 91,37 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 3.7.20 152,23 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.7.20 49,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.20 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 140 kg
Hlýri 103 kg
Karfi / Gullkarfi 81 kg
Steinbítur 41 kg
Ýsa 34 kg
Ufsi 34 kg
Samtals 433 kg
3.7.20 Margrét GK-033 Lína
Keila 68 kg
Karfi / Gullkarfi 41 kg
Þorskur 32 kg
Samtals 141 kg
3.7.20 Glær KÓ-009 Handfæri
Þorskur 738 kg
Samtals 738 kg
3.7.20 Dóri GK-042 Lína
Karfi / Gullkarfi 106 kg
Keila 84 kg
Þorskur 44 kg
Samtals 234 kg

Skoða allar landanir »