„Það er bara helvíti gaman“

Haukur Halldórsson ásamt syni sínum Kristjáni Má Haukssyni, sem er …
Haukur Halldórsson ásamt syni sínum Kristjáni Má Haukssyni, sem er einn þeirra sem standa að útgáfu Útvegsspilsins á ný. Ljósmynd/Spilaborg

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá áhugamönnum um borðspil að til stendur að gefa Útvegsspilið sígilda út á nýjan leik. Spilið kom fyrst út árið 1977 og stóðu þeir Haukur Halldórsson, Tómas Tómasson og Jón Jónsson að útgáfunni.

Haukur, sem er myndlistarmaður og teiknari, er höfundur að útliti spilsins. Hann ræddi við blaðamann um útgáfu upprunalega spilsins og væntanlega endurútgáfu.

„Það er bara helvíti gaman,“ svarar Haukur og hlær er blaðamaður spyr hvernig það sé að upplifa að spilið verði gefið út á ný. „Hönnunin á þessu spili byrjaði í þorskastríðinu. Ég og vinur minn Tómas Tómasson, sonur Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar, vorum saman á teiknistofu og það var þá sem Tommi fékk þá hugmynd að búa til eitthvað sem við gætum grætt peninga á, nánar tiltekið borðspil sem snerist um landhelgi Íslands. Þegar ég spurði hann út á hvað spilið ætti að ganga svaraði hann því til að við ættum að veiða bresku togarana og helst sökkva breskum herskipum. Ég sagði Tomma að það gengi nú ekki upp en að við skyldum í staðinn búa til fiskveiðispil, það gengi upp. Þannig varð hugmyndin til,“ útskýrir hann.

Útvegssðilið kom út fyrst 1977 og vakti talsverða athygli.
Útvegssðilið kom út fyrst 1977 og vakti talsverða athygli.

Haukur segir mikið fjör og gaman hafa verið í kringum gerð spilsins á sínum tíma, en það var einnig mikil erfiðisvinna. Sem betur fer kom til góðs samstarf við Kassagerðina við útgáfuna, en þar var Haukur með teiknistofu. „Ég teiknaði mikið af þessum umbúðum þeirra. Mest var þetta fiskur, alltaf fiskur. Öll útgerðin á Íslandi þurfti síldarkassa, þorskkassa, lifrarkassa og Guð veit hvað. Þannig að ég gerði samning við Kassagerðina, var með vinnustofu þar inni og náði góðu samkomulagi við Agnar Kristjánsson, forstjóra Kassagerðarinnar. Það er eftir á að hyggja fáránlegt hvað við vorum að leggja út í með þetta blessaða spil. Það hefði aldrei orðið til ef Kassagerðin hefði ekki samþykkt að prenta þetta. Eiginlega upp á von og óvon hvort þeir fengju þetta nokkurn tímann greitt. En það gekk upp, heldur betur,“ segir hann og hlær.

Upphaf kvótakerfisins?

Haukur kvaðst sannfærður um að rekja megi uppruna kvótakerfisins til Útvegsspilsins. „Á sínum tíma, má eiginlega segja að við höfum í þessu Útvegsspilsævintýri í Spilaborg fundið upp kvótakerfið. Það er af því að í spilinu gekk ekki upp gegndarlaus veiði,“ útskýrir hann og skellir upp úr. „Þannig að við urðum að takmarka getuna svolítið, en ekki um of. Einhver þurfti að vinna þetta í lokin og það gerðist, sem er fínt því þá gekk spilið upp. En við vildum hafa einhverja stjórn á því hve miklu var ausið upp af fiski.“

Útvegsspilið geymir góðar minningar í hugum margra.
Útvegsspilið geymir góðar minningar í hugum margra. Ljósmynd/Spilaborg

Spurður hvort þetta hafi lagt línurnar fyrir þá sjávarútvegsráðherra sem sátu í ráðherrastól í kjölfar útgáfunnar 1977, segir hann svo vera. „Það er nefnilega það sem mig grunar allavega. Þetta var svo sjálfsagt í spilinu, að það hlaut að vera sjálfsagt í lífinu. Þú tæmir ekki sjóinn af fiski eins og villidýr. Þú verður að hafa smá stjórn á þessu. Er það ekki komið núna eða hvað? Ef svo er, þá erum við sæmilega rólegir, ef það eru ekki alltof margir sjóræningjar.“

Þá rifjar Haukur upp að við útgáfu spilsins hafi verið spilað við Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra 1974 til 1978. „Við spiluðum við Matthías og honum fannst þetta voða gaman. Við spiluðum einnig við forstjóra Landhelgisgæslunnar um borð í varðskipi.“

Hann segir meira þurfa til að vinna Útvegsspilið en að vera bara heppinn með teningana. „Yfirleitt í þeim spilum sem ég hef verið að hanna þá nota ég þessa aðferð, að gefa mönnum tækifæri til þess að vafra svolítið milli reita. Það hleypir svolítilli spennu í þetta og þá verður þetta gaman.“

Í þjóðarsálinni

Haukur kveðst gáttaður á því hversu mikla athygli endurútgáfa spilsins fær. „Ég vissi að það var áhugi fyrir þessu, það var búið að tala við mig svona af og til hvort ég ætlaði ekki að ráðast í þetta. Ég treysti mér bara ekki til þess því þetta er heljarinnar vinna. Þú getur rétt ímyndað þér vinnuna sem fer í að hanna svona bölvað rugl,“ segir hann og kímir við. „Það er meiriháttar djobb að teikna þetta upp og hugsa hvernig eigi að gera þetta og hanna reglur. Það tók fleiri mánuði bara að teikna þetta.“ Hann viðurkennir þó að vinnan hafi verið skemmtileg enda hafi hann áhuga á gerð spila. „Já, það var helvíti gaman. Það er skemmtilegt að eiga við spil.“

Ljósmynd/Spilaborg

Spurður hvort hann telji spilið falla í kramið hjá spilurum í dag, segist Haukur telja að svo sé. „Mér heyrist það á strákunum, sem eru núna aftur í þessu, að viðbrögðin séu hreint út sagt ótrúleg. Það er svo mikill áhugi fyrir þessu blessaða spili. Þetta er eitthvað í þjóðarsálinni, held ég,“ bætir Haukur við. Ef marka má eftirspurnina eftir Útvegsspilinu sem hefur verið viðvarandi undanfarin ár og það verð sem fengist hefur fyrir heillegt eintak af spilinu þá sjaldan það ratar í Kolaportið, þá á hann kollgátuna. Eftirvæntingin sem ríkir fyrir endurútgáfunni er sömuleiðis til marks um að Útvegsspilið á stað í hjarta þjóðarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.20 270,82 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.20 294,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.20 461,81 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.20 272,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.20 57,58 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.20 91,37 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 3.7.20 152,41 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.7.20 49,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.20 Hanna SH-028 Grásleppunet
Grásleppa 1.484 kg
Samtals 1.484 kg
3.7.20 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Keila 175 kg
Karfi / Gullkarfi 125 kg
Hlýri 67 kg
Samtals 367 kg
3.7.20 Magga SU-026 Handfæri
Þorskur 1.067 kg
Ufsi 66 kg
Samtals 1.133 kg
3.7.20 Öðlingur SU-191 Handfæri
Þorskur 809 kg
Ufsi 73 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 887 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.20 270,82 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.20 294,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.20 461,81 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.20 272,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.20 57,58 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.20 91,37 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 3.7.20 152,41 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.7.20 49,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.20 Hanna SH-028 Grásleppunet
Grásleppa 1.484 kg
Samtals 1.484 kg
3.7.20 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Keila 175 kg
Karfi / Gullkarfi 125 kg
Hlýri 67 kg
Samtals 367 kg
3.7.20 Magga SU-026 Handfæri
Þorskur 1.067 kg
Ufsi 66 kg
Samtals 1.133 kg
3.7.20 Öðlingur SU-191 Handfæri
Þorskur 809 kg
Ufsi 73 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 887 kg

Skoða allar landanir »