„Fylgjast þarf með hverju skrefi“

Sunneva Ósk telur það geti hjálpað við sölu sjávarafurða hve …
Sunneva Ósk telur það geti hjálpað við sölu sjávarafurða hve vel Íslendingum hefur tekist að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Ljósmynd/Margrét Þóra Þórsdóttir

Í nýju hátæknifrystihúsi Samherja á Dalvík safna tækin alls kyns gögnum jafnharðan og hægt að vakta gæðin í rauntíma.

Sunneva Ósk Guðmundsdóttir þarf að halda mörgum boltum á lofti í vinnunni. Hún er gæðastjóri landvinnslu hjá Samherja og ÚA og því fátt í daglegri starfsemi fyrirtækjanna sem er henni óviðkomandi. „Starfið snýst í grunninn um það að tryggja að þau matvæli sem við framleiðum uppfylli bæði kröfur viðskiptavina og fullnægi þeim stöðlum sem við vinnum eftir. Þetta gerum við m.a. með gæðaeftirliti inni í vinnslusal, með reglubundnum sýnatökum og prófunum, inntökueftirliti og gæðaskoðunum á afurðum á leið út úr húsi. Fylgjast þarf með hverju skrefi og bregðast strax við ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.“

Sunneva hefur starfað hjá Samherja og ÚA um nokkurt skeið og fengið gott tækifæri til að sanna sig. Hún útskrifaðist með gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2017 og var ráðin til starfa á öryggissviði en gekk síðan til liðs við gæðadeildina þar sem hún starfaði í hálft þriðja ár áður en staða gæðastjóra losnaði.

Vildi gera eitthvað öðruvísi

Sunneva fór áhugaverða leið á þennan stað í lífinu en hún bjó í Hafnarfirði til 12 ára aldurs þegar fjölskylda hennar flutti norður í land. „Pabbi minn var sjómaður þegar ég var yngri og við fluttum til Akureyrar þegar hann fór í nám við í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri,“ segir Sunneva og bætir við að með því hafi hún fengið ákveðna innsýn í sjávarútveginn.

„Ég hafði samt aldrei starfað í greininni þegar kom að því að velja háskólanám að loknum menntaskóla. Þegar styttist í stúdentinn vissi ég ekki alveg hvert ég vildi stefna og bókaði viðtal hjá námsráðgjafa sem benti mér á að nám í sjávarútvegsfræði opnaði margar dyr, en valið litaðist líka af því að ég hafði bitið það í mig að gera eitthvað öðruvísi en allir hinir.“

Tæki og tól gegna sífellt auknu hlutverki.
Tæki og tól gegna sífellt auknu hlutverki. Ljósmynd/Margrét Þóra Þórsdóttir

Sunneva telur að mörg ungmenni hafi mótað með sér ákveðnar hugmyndir um sjávarútveginn: „Ég hugsa að mörg þeirra telji að vinna í sjávarútvegi þýði það að vera í slori og vondri lykt alla daga, en greinin er full af alls konar áhugaverðum og eftirsóknarverðum störfum,“ segir Sunneva sem hefur lagt sig fram við að vekja athygli ungs fólks á tækifærunum sem bíða í sjávarútvegi.

„Undanfarin tvö ár hef ég og samstarfsfólk mitt verið með kynningar á starfamessu fyrir grunnskólanemendur þar sem við fáum að fræða ungmennin um þá möguleika sem standa þeim til boða, og eins hvað störfin í sjávarútvegi eru að breytast hratt. Tækniframfarirnar eru örar og æ stærri hluti þeirra starfa sem vinna þarf á sjó og landi er eftirlitsstörf sem ganga út á að tryggja að allur búnaður sé í lagi.“

Meðvituð um gildi hreinlætis

Eins og gefur að skilja var mikil áskorun að halda starfsemi fyrirtækisins gangandi í gegnum kórónuveirufaraldurinn og segir Sunneva að mikil samstaða hafi ríkt hjá starfsfólki Samherja og ÚA.

„Vitaskuld var lögð enn meiri áhersla á hreinlæti. Bæði á Akureyri og Dalvík var starfsmannahópnum skipt í tvennt og unnið á aðskildum vöktum með fjöldatakmörkunum,“ segir Sunneva og segir að sig gruni að faraldurinn og viðbrögðin við honum hafi vakið marga til vitundar um mikilvægi góðs hreinlætis. „Smám saman er dagleg starfsemi að komast aftur í eðlilegt horf, en áfram unnið eftir ströngum reglum og t.d. brýnt fyrir starfsfólki að virða tveggja metra regluna og sett upp skilrúm á þeim vinnusvæðum þar sem ekki er gerlegt að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum.“

Faraldurinn flækti störf Sunnevu líka að því leyti að áfram þurfti að halda góðu sambandi við erlenda viðskiptavini sem margir eiga í tíðum samskiptum við fiskvinnslurnar og heimsækja þær reglulega til að gera úttektir. „Margir okkar stærstu kaupendur eru með sínar eigin gæðakröfur og vakta framleiðsluna mjög vel. Í faraldrinum hafa þeir ekki getað heimsótt okkur og skoðað vinnsluna með eigin augum og var því gripið til þess ráðs að bæði senda reglubundin gögn og ljósmyndir eftir óskum hvers og eins.“

Gögnin leiða gæðin

Segir Sunneva að það kæmi ekki á óvart að þegar ástand heimsins kemst aftur í eðlilegt horf muni það geta hjálpað íslenskum sjávarafurðum hve vel Íslendingum tókst að hafa hemil á faraldrinum, og eins hve framarlega íslensk sjávarútvegsfyrirtæki standa í gæðamálum. „Allt gæti þetta stutt við markaðsímynd íslensks sjávarfangs til lengri tíma litið,“ segir hún og bætir við að tækniframfarir leiði þróunina og með æ fullkomnari fiskvinnslum sé hægt að tryggja enn meiri gæði og öryggi.

Nýtt frystihús Samherja á Dalvík er gott dæmi um þá þróun sem er fram undan en þegar frystihúsið verður opnað í ágúst verður það sennilega það fullkomnasta og sjálfvirknivæddasta í heimi. „Kosturinn við alla þessa tækni er ekki síst það mikla magn gagna sem við fáum frá öllum búnaði og getum nýtt til að rekja okkur hratt og vel að hvers kyns vandamálum sem kunna að rýra gæði vörunnar.“

Sunneva nefnir sem dæmi að flak sem ferðast eftir vinnslulínu nýja frystihússins er sneiðmyndað á nokkrum stöðum og gervigreind notuð til að finna galla í flakinu. „Starfsfólk á snyrtilínu mun hafa fyrir framan sig skjá sem sýnir á hitakorti hvar galla er að finna í þeim flökum sem starfsmaðurinn hefur sent frá sér og veitir kerfið þannig endurgjöf í rauntíma til að hjálpa starfsfólki að bæta frammistöðu sína.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »