„Mér sýnist þetta lofa góðu“

Makrílvertíðin er hafin en í fyrra hófst hún ekki fyrr …
Makrílvertíðin er hafin en í fyrra hófst hún ekki fyrr en í júlí. Veiðin hjá Skinney-Þinganes hefur byrjað vel. mbl.is/Árni Sæberg

Makrílvertíð er að hefjast hjá uppsjávarskipunum um þessar mundir en þau hafa allflest verið á kolmunnaveiðum undanfarna mánuði og var Margrét EA líklega síðasta skipið sem landaði kolmunna á landinu þegar það kom til hafnar í Neskaupstað með 1.500 tonn á mánudag.

„Þetta er svo sem rétt að byrja. Við erum búin að landa makríl tvisvar og Víkingur er að koma aftur til Vopnafjarðarfjarðar í kvöld (gærkvöldi),“ segir Ingimundur Ingimundarson, útgerðarstjóri uppsjávarskipa hjá Brimi. En áður en Víkingur kom til hafnar í gærkvöldi voru togararnir Víkingur og Venus búnir að landa einu sinni hvor.

Ingimundur Ingimundarson.
Ingimundur Ingimundarson. Eggert Jóhannesson

„Þetta byrjar bara mjög svipað og í fyrra, en þetta er töluvert fyrr. Þá lönduðum við ekki úr fyrsta túr fyrr en 11. júlí,“ segir Ingimundur. Hann útskýrir að í fyrra hafi verið byrjað hægar og svo hafi þurft að hafa hraðar hendur þegar leið á vertíðina. „Í september vorum við að sækja þetta út í Smugu og svo var það allt í einu búið seinna í mánuðinum. Við vildum byrja tímanlega og taka þann tíma sem við þyrftum. Það er betra að geta hægt á sér í restina frekar en hitt.“

Svipuð staða og í fyrra

Spurður um gang veiðanna nú segir hann þær fara hægt af stað. „Þeir hitta á eitt og eitt hol sem gefur ágætlega, kannski eitt yfir miðjan daginn. Svo breytist þetta allt, það sem maður segir í dag verður tóm vitleysa á morgun,“ útskýrir Ingimundur og hlær.

Á vertíðinni í fyrra var aðeins um helmingur heildarafla makríls sem veiddist af íslenskum skipum úr íslenskri lögsögu. Er Ingimundur er inntur álits á því hvort staðan á miðunum nú gefi einhverjar vísbendingar um að makríllinn fari minnkandi í lögsögunni segir hann stöðuna svipaða og í fyrra. „Ég hef ekki heyrt menn segja að það sé minna eða meira. Þetta er mjög svipað og verið hefur. Hann er ekki mikið að sjást í sjálfu sér, en það er makríll.“

Ingimundur segir alltaf ákveðna óvissu um markaðina en að staðreyndin sé sú að makríllinn fari ekki að seljast almennilega fyrr en í ágúst. „Það sem veiðist núna fyrst er selt, makríllinn er yfirleitt heldur horaður á þessum árstíma en það hefur fengist þokkalegt verð fyrir hann. Svo mettast markaðurinn fljótt og þá fer þetta ekki aftur af stað fyrr en í ágúst. Þá er oft vont að vera með mikið af þessum makríl sem er snemma á ferðinni.“

Lofar góðu

Ásgeir Gunnarsson.
Ásgeir Gunnarsson.

Nóta- og togveiðiskip Skinneyjar-Þinganess, Jóna Eðvalds, er nú á fyrsta makríltúr sínum á vertíð ársins. „Við erum bara rétt að byrja,“ segir Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi. „Hún var komin með einhver 360 tonn í fjórum holum. Svo var Ásgrímur að fara af stað í (gær)morgun.“

Ásgeir segir veiðarnar vera að byrja mun fyrr en undanfarin ár. „Við höfum verið að byrja fyrstu vikuna í júlí hingað til.“ Þá sé staðan góð á miðunum. „Þetta er hreinn makríll eins og við erum að lesa þetta. Þetta er engin kraftaveiði en við erum að byrja fyrr en áður og mér sýnist þetta lofa góðu.“

Þá verður nóg um að vera hjá fyrirtækinu þegar vertíðin kemst á fullt og mun hún standa í fjóra til fimm mánuði að sögn Ásgeirs, sem telur heimamenn ekki kvarta yfir því. „Við lítum bara björtum augum á þessa vertíð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.20 303,38 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.20 215,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.20 393,26 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.20 315,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.20 72,38 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.20 99,14 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.20 134,23 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.6.20 79,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.20 Bliki ÍS-414 Handfæri
Þorskur 267 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 295 kg
2.7.20 Tóti NS-036 Handfæri
Þorskur 817 kg
Samtals 817 kg
2.7.20 Von ÍS-192 Handfæri
Þorskur 482 kg
Samtals 482 kg
2.7.20 Halldór NS-302 Lína
Hlýri 220 kg
Steinbítur 90 kg
Karfi / Gullkarfi 80 kg
Keila 43 kg
Þorskur 42 kg
Ýsa 15 kg
Samtals 490 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.20 303,38 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.20 215,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.20 393,26 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.20 315,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.20 72,38 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.20 99,14 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.20 134,23 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.6.20 79,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.20 Bliki ÍS-414 Handfæri
Þorskur 267 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 295 kg
2.7.20 Tóti NS-036 Handfæri
Þorskur 817 kg
Samtals 817 kg
2.7.20 Von ÍS-192 Handfæri
Þorskur 482 kg
Samtals 482 kg
2.7.20 Halldór NS-302 Lína
Hlýri 220 kg
Steinbítur 90 kg
Karfi / Gullkarfi 80 kg
Keila 43 kg
Þorskur 42 kg
Ýsa 15 kg
Samtals 490 kg

Skoða allar landanir »