Síldarstofninn 620 þúsund tonnum minni

Árni Friðriksson við bryggju í Hafnarfirði, en Hafrannsóknastofnun er í …
Árni Friðriksson við bryggju í Hafnarfirði, en Hafrannsóknastofnun er í næsta húsi. Skipið tók þátt í alþjóðlegum leiðangri og benda niðurstöður til samdráttar í síldarstofninum. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Norsk-íslenski síldarstofninn virðist minnka mikið milli ára og sýna bráðabirgðaniðurstöður alþjóðlegs leiðangurs sem fór fram í maí í Noregshafi að hann hafi skroppið saman um 13% og sé nú 620 þúsund tonnum minni en á síðasta ári, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar.

Þar segir að mesti þéttleiki norsk-íslenskrar síldar hafi verið í suðvestanverðu hafinu þar sem 2013 árgangurinn var allsráðandi og á austursvæðinu þar sem 2016 árgangurinn var yfirgnæfandi. „Heildarbergmálsvísitala síldar var 4,25 milljón tonn í samanburði við 4,9 milljón tonn árið 2019 sem er lækkun um 0,62 milljón tonn (13%).“

Bent er á að stofnstærð hafi verið nokkuð stöðug undanfarin ár. „Árgangurinn frá 2016 var í mestum fjölda (57%) og lífmassa (41%). Vísitala hans nú við fjögurra ára aldur er hærri en stóra árgangsins frá 2004, sem setur stærð 2016 árgangsins í samhengi. Á komandi árum má því búast við að 2016 árgangurinn verði enn meira áberandi í lífmassa stofnsins. Miðað við þessa síldardreifingu má ætla að eldri hlutinn muni halda sig austur og norður af Íslandi í sumar líkt og undanfarin ár.“

Útbreiðsla og þéttleiki norsk-íslenskrar síldar í maí 2020. Leiðarlínur eru …
Útbreiðsla og þéttleiki norsk-íslenskrar síldar í maí 2020. Leiðarlínur eru sýndar í bakgrunni. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Niðurstöður síldarmælinganna verða meðal annars notaðar á fundi ICES í lok ágúst þar sem vinna við stofnstærðarmat og ráðgjöf þessara uppsjávarfiskistofna fer fram. Þátttakendur í leiðangrinum auk rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, voru rannsóknaskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi.

Vísitala kolmunna minnkar

Fram kemur að kolmunna var að finna utan landgrunns á mestöllu athugunarsvæðinu ef undan er skilið austur af Íslandi.

„Mesti þéttleikinn var á suðurhluta athugunarsvæðisins svo og með landgrunnsbrún Noregs. Þessi leiðangur nær ekki yfir allan kolmunnastofninn, og þá síst fullorðna veiðistofninn. Niðurstöðurnar gefa þó vísbendingar um stærð nýrra árganga. Heildarbergmálsvísitalan fyrir kolmunna var metinn 390 þúsund tonn og lækkaði um 26% frá því í fyrra. Mest mældist af 2019 árganginum (32,5%) og er vísitala hans af sömu stærðagráðu og vísitölur árganganna frá 2013-2015 og 2019 á sama aldri, en þeir hafa reynst vera stórir.“

Svipað hitastig

Magn átu minnkaði lítillega á öllu rannsóknarsvæðinu að undanskyldu svæðinu austur af Íslandi þar sem var lítils háttar hækkun. Þá var vísitala á miðju svæðinu og í austurhluta þess undir meðaltali áranna 1995-2019. „Á norðurhluta svæðisins, þar sem jafnan voru hæstu gildin, eru vísitölurnar hins vegar nálægt sögulegu meðaltali.“

Einnig var mælt hitastig sjávar og var það svipað eða rétt yfir meðaltali síðustu 25 ára á núll til 200 metra dýpi í vesturhluta rannsóknasvæðisins. Hins vegar var hitastigið undir meðaltali í þeim hluta þar sem sjórinn er almennt hlýrri, austar og sunnar. Þá segir að hitastig á 200 til 500 metra dýpi var „ýmist undir og yfir meðaltali“.

Hitastig sjávar (til vinstri) og frávik í hitastigi frá meðaltali …
Hitastig sjávar (til vinstri) og frávik í hitastigi frá meðaltali áranna 1995-2019 (til hægri) á 50-200 m dýpi í maí 2020. Mynd/Hafrannsóknastofnun
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.20 303,38 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.20 215,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.20 393,26 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.20 315,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.20 72,38 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.20 99,14 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.20 134,23 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.6.20 79,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.20 Bliki ÍS-414 Handfæri
Þorskur 267 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 295 kg
2.7.20 Tóti NS-036 Handfæri
Þorskur 817 kg
Samtals 817 kg
2.7.20 Von ÍS-192 Handfæri
Þorskur 482 kg
Samtals 482 kg
2.7.20 Halldór NS-302 Lína
Hlýri 220 kg
Steinbítur 90 kg
Karfi / Gullkarfi 80 kg
Keila 43 kg
Þorskur 42 kg
Ýsa 15 kg
Samtals 490 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.20 303,38 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.20 215,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.20 393,26 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.20 315,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.20 72,38 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.20 99,14 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.20 134,23 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.6.20 79,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.20 Bliki ÍS-414 Handfæri
Þorskur 267 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 295 kg
2.7.20 Tóti NS-036 Handfæri
Þorskur 817 kg
Samtals 817 kg
2.7.20 Von ÍS-192 Handfæri
Þorskur 482 kg
Samtals 482 kg
2.7.20 Halldór NS-302 Lína
Hlýri 220 kg
Steinbítur 90 kg
Karfi / Gullkarfi 80 kg
Keila 43 kg
Þorskur 42 kg
Ýsa 15 kg
Samtals 490 kg

Skoða allar landanir »