Leikjafræði og algrím ræður vinnslunni

Jón Birgir Gunnarsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Völku, segir samstarfið …
Jón Birgir Gunnarsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Völku, segir samstarfið við FISK Seafood og Samherja mjög mikilvægt upp á þróunarstarfið.

Þótt hátæknifyrirtækið Valka sé fyrst og fremst þekkt fyrir vatnsskurðarvélar sem sjávarútvegur um allan heim hefur tekið í sína þjónustu er vörulína þess mun breiðari. Jón Birgir Gunnarsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs fyrirtækisins, segir fyrirtækið bjóða upp á heildarvinnslukerfi sem það hafi framleitt fyrir fyrirtæki hér á landi, í Noregi og Rússlandi á síðustu árum og gefist vel.

„Það gera sér ekki allir grein fyrir því hversu fjölbreyttar lausnir við bjóðum en þessi tæki fyrir lausfrystar afurðir sem við erum nú að kynna til sögunnar undirstrika það,“ segir Jón Birgir.

„Mjúkhentur“ búnaður

Í apríl síðastliðnum var greint frá því að Valka og FISK Seafood á Sauðárkróki hefðu samið um sölu og uppsetningu á nýju tæki sem tryggði sjálfvirka pökkun og samval á léttsöltuðum fyrstum flökum. Segir Jón Birgir að þessi búnaður muni koma til með að pakka flökum með mun meiri nákvæmni en þekkst hefur og koma í veg fyrir yfirvigt sem leiði til sóunar fyrir fyrirtækið.

„Þetta tæki virkar þannig að við vigtum og tökum mynd af hverju og einu stykki sem fer í gegnum tækið. Svo veljum við saman hvaða stykki henti best saman í kassa til þess að tryggja rétta pakkaþyngd.“

Þessi tækni byggist á flóknum stærðfræðilegum útreikningum sem mannshöndin gæti illa eða alls ekki leyst úr.

Nýi búnaðurinn tryggir „mildari“ meðhöndlun hráefnis en í mörgum tækjum …
Nýi búnaðurinn tryggir „mildari“ meðhöndlun hráefnis en í mörgum tækjum af svipuðum toga.

„Þetta byggist á algrími sem notast við svokallaða leikjafræði til þess að finna út hvaða stykki henta best saman. Ef manneskja ætlaði að reikna út þessa samsetningu tæki það alla vega einn vinnudag eða meira að pakka í einn kassa. Tækið hjá okkur getur afkastað þessu á millisekúndum,“segir Jón Birgir. Hjá Völku starfa um 30 verkfræðingar sem m.a. koma að þróun þessa hugbúnaðar.

„Þróunarstarfið er geysilega öflugt hjá okkur og þessi hópur er að skrifa mismunandi gerð af hugbúnaði. Hluti hans vinnur að þessum algrímum. Tækninni hefur verið beitt í meðhöndlun ferskra matvæla en ekki frystra eins og við gerum nú.“

Hann segir að með tækninni gefist ekki aðeins tækifæri til að draga úr yfirvigt heldur bæti búnaðurinn einnig meðhöndlun afurðanna með afgerandi hætti.

„Frystar afurðir, hvort sem það eru flök eða bitar, eru með svokallaðri íshúð sem er mjög viðkvæm fyrst eftir að henni hefur verið komið á. Þá þarf ekki mikið hnjask til þess að brjóta húðina og auka hættuna á frostþurrkun sem við viljum ekki sjá. Þess vegna þarf að fara mjög varlega með vöruna.“

Öflugur samvalsbúnaður

Segir Jón Birgir að búnaðurinn sé svokölluð karúsella eða hringekja sem stykkin eru lögð inn á. Svo taki róbótaarmar til við að skafa stykkin út af henni og koma þeim á réttan stað í rétta pakkningu.

„Eftir að bitarnir eru settir inn á karúselluna les tækið stærð þeirra og lögun. Tækið veit sömuleiðis hvaða bitar eru nú þegar komnir í hvern kassa. Þá er leikjafræðinni beitt til að sjá hvaða bitar henta best næst ofan í hvern kassa og þannig gengur þetta fyrir sig þar til kassarnir fyllast af réttu magni hver á fætur öðrum.“ Spurður út í afköstin í þessum búnaði segir Jón Birgir að hann sé afar misjafn.

„Það eru margar breytur sem hafa þar áhrif, m.a. stærð afurðanna sem verið er að vinna með á hverjum tíma en þau eru mikil og ættu ekki að verða flöskuháls í framleiðslunni.“ Um nokkurra ára bil hefur Samherji á Dalvík unnið að því að koma upp einni tæknivæddustu landvinnslu í heimi. Meðal búnaðar sem þar verður notaður eru flokkarar fyrir lausfrystar afurðir sem koma úr smiðju Völku.

„Þetta er búnaður sem ætlaður er til að flokka bita eftir þyngd, stærð og lögun. Til er margs konar búnaður sem gerir þetta þótt oftast sé aðaláherslan á þyngd vörunnar. Okkur hefur hins vegar tekist með þessum nýja búnaði að minnka til muna það gólfpláss sem fer undir búnaðinn og munar þar um helmingi.“

Ekki bara plássið

Jón Birgir segir að það sé þó ekki aðeins sparnaðurinn í plássi sem geri búnaðinn frá Völku sérstakan.

„Flestir flokkarar vinna á töluverðum hraða og skjóta afurðunum hratt í gegnum sig. Það veldur því að afurðirnar lemjast gjarnan til og það minnkar gæðin á þeim. Það á ekki síst við um sporða og þunnildi en einnig aðrar afurðir sem búið er að íshúða. Búnaðurinn frá okkur fer varlegar með vöruna án þess að það komi niður á afköstunum.“

Aðspurður segir hann einnig að búnaðurinn dragi mjög úr aðkomu mannshandarinnar frá því sem verið hefur.

Með nýju tækninni sparast gríðarlega mikið og dýrt vinnupláss á …
Með nýju tækninni sparast gríðarlega mikið og dýrt vinnupláss á gólfi. Ekki þarf að hafa eins langt bil milli bita og dregur það úr þörf á að skjóta afurðinni hratt eftir vinnslulínunni.

„Við stefnum að því að það muni mun færri starfsmenn koma að framleiðslunni þegar búnaðurinn er kominn í gagnið. Tækni sem er að mestu leyti sjálfvirk mun raða fiskbitunum inn á lausfrystinn og þaðan án aðkomu starfsfólks inn á flokkarann frá okkur.“

Valka framleiðir ekki frystibúnaðinn en kemur í raun að honum úr báðum áttum, bæði þar sem afurðirnar skila sér inn í hann og tekur svo við honum þegar frystingu er lokið.

„Það skiptir höfuðmáli að halda stjórn á bitunum í gegnum allt ferlið í stað þess sem víðast þekkist að fólk þurfi sífellt að endurraða afurðum í á næstu vél. Við stefnum að því að þessi aðferð spari verulegan mannafla, t.d. í þessum lausnum okkar við flokkun og skömmtun lausfrystra afurða.“

Vippur gera gæfumuninn

Þegar bitarnir koma út úr lausfrystinum tekur búnaður Völku við, mælir þá alla og vigtar svo hægt sé að ráðstafa þeim á réttan stað í hentugar umbúðir.

„Í tilfelli Samherja er annaðhvort verið að flokka í tröllakassa eða kör. Þótt afköstin hjá okkur séu mikil ferðast bitarnir ekki á eins miklum hraða og í hefðbundnum búnaði. Það er einfaldlega ekki þörf fyrir það. Við notum svokallaðar vippur til þess að koma bitunum af færibandinu. Með þessu getum við haft styttra bil á milli bita sem eykur afköstin og gerir okkur kleift að minnka umfang búnaðarins og spara gólfpláss.“

Að sögn Jóns Birgis getur búnaðurinn haldið uppi miklum afköstum, allt frá 800 og upp í 2000 kg á klukkustund.

„Tæknin hjá okkur ræður vel við það og svo fer það eftir framleiðslumagninu hversu margar brautir við setjum upp.“

Erfitt reynist að fá Jón Birgi til að gefa upp nákvæmar tölur þegar spurt er út í kostnaðinn við smíði búnaðar af þessu tagi.

„Það er nánast eins og að spyrja jafn almennrar spurningar og þeirrar hvað einbýlishús kosti. Þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Viðskiptavinirnir eru með mismunandi þarfir eins og gefur að skilja. Það hefur mikil áhrif á verðið. Hins vegar hefur verið gefið upp að samningurinn við FISK Seafood hljóði upp á um 100 milljónir og það gefur kannski einhverja mynd af þessu.“

Hann ítrekar einnig að samstarfið við Samherja á Dalvík og FISK Seafood sé mjög dýrmætt fyrir Völku.

„Við getum ráðist í þessa þróun vegna þess að þessi fyrirtæki trúa á það sem við erum að gera. Án þeirra gætum við það tæpast. Þetta samstarf er því afar dýrmætt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.21 279,43 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.21 266,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.21 471,97 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.21 312,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.21 83,34 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.21 133,50 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 18.6.21 177,66 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.6.21 Njörður BA-114 Handfæri
Þorskur 526 kg
Gullkarfi 34 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 571 kg
20.6.21 Ísey EA-040 Dragnót
Ufsi 254 kg
Samtals 254 kg
20.6.21 Herdís SH-173 Handfæri
Þorskur 727 kg
Ufsi 452 kg
Langa 32 kg
Gullkarfi 22 kg
Samtals 1.233 kg
20.6.21 Bobby 22 ÍS-382 Sjóstöng
Þorskur 198 kg
Ýsa 31 kg
Ufsi 16 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 248 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.21 279,43 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.21 266,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.21 471,97 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.21 312,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.21 83,34 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.21 133,50 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 18.6.21 177,66 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.6.21 Njörður BA-114 Handfæri
Þorskur 526 kg
Gullkarfi 34 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 571 kg
20.6.21 Ísey EA-040 Dragnót
Ufsi 254 kg
Samtals 254 kg
20.6.21 Herdís SH-173 Handfæri
Þorskur 727 kg
Ufsi 452 kg
Langa 32 kg
Gullkarfi 22 kg
Samtals 1.233 kg
20.6.21 Bobby 22 ÍS-382 Sjóstöng
Þorskur 198 kg
Ýsa 31 kg
Ufsi 16 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 248 kg

Skoða allar landanir »