Kerin verða snjallari, umhverfisvænni og öruggari

Daði Valdimarsson, framkvæmdastjóri Sæplasts, segir aðeins tímaspursmál hvenær fyrirtækið mun …
Daði Valdimarsson, framkvæmdastjóri Sæplasts, segir aðeins tímaspursmál hvenær fyrirtækið mun geta boðið upp á fullkomin snjallker sem geta verið í stöðugu sambandi við gagnagrunn og veitt upplýsingar um meðal annars staðsetningu og hitastig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það markaði mikilvæg tímamót í íslenskum sjávarútvegi þegar plastkerin ruddu sér til rúms. Kerin breyttu vinnubrögðum um borð í skipum, einfölduðu flutninga á fiski og léku stórt hlutverk í að stórauka gæði íslenskra sjávarafurða með bættri meðhöndlun og betri kælingu aflans.

Hjá Sæplasti hefur rík áhersla verið lögð á vöruþróun og fyrirtækið unnið náið með greininni að því að hanna og framleiða enn betri plastker. Augljósasta breytingin sem orðið hefur frá því að fyrstu kerin komu á markað er að í dag notar greinin mun grynnri ker svo að minni þyngd hvílir á þeim fiski sem liggur neðst í hverju keri.

Sæplast er í útrás, með verksmiðjur á Dalvík, í Kanada og á Spáni og meirihlutaeigandi í félagi sem leigir plastker á Íslandi, í Noregi, Danmörku, Bretlandi, Frakklandi og víðar, en finna má umboðsmenn og dreifiaðila Sæplasts um allan heim og viðskiptavinirnir bæði fyrirtæki í sjávarútvegi sem og kjötframleiðendur. Til viðbótar við kerin framleiðir Sæplast einnig rotþrær, tanka, brunna og þess háttar byggingarvöru en þær vörur selur fyrirtækið einvörðungu á heimamarkaði, í öllum helstu byggingarvöruverslunum landsins.

Þola 20 tonn

Daði Valdimarsson, framkvæmdastjóri Sæplasts, segir vöruþróun undanfarinna ára einkum hafa miðað að því að gera kerin sterkbyggðari og öruggari en á sama tíma umhverfisvænni og auðveldari í flutningum. „Þegar kerum hefur verið staflað í þrjár eða fjórar hæðir er mikið álag komið á neðsta kerið og höfum við unnið að því að breyta hönnuninni þannig að stöflunarflöturinn sé sem breiðastur og þyngdardreifingin sem jöfnust. Nýlega eignuðumst við okkar eigin tæki til að gera álagsprófanir á kerum og hafa tilraunir leitt í ljós að kerin okkar þola nú allt að 20 tonna stöflunarálag í skamman tíma.“

Tvíburakerin hafa gefið góða raun og mun taka mun minna …
Tvíburakerin hafa gefið góða raun og mun taka mun minna pláss í flutningum.

Til að auðvelda flutninga og hjálpa sjávarútvegsfyrirtækjum að minnka kolefnisfótspor sitt hefur Sæplast einnig þróað sk. tvíburaker sem félagið er með einkaleyfi á. Þegar þessi ker eru tóm má stafla þeim hverju ofan í annað og þannig rúma 50-60% fleiri ker í hverjum flutningabíl. Tvíburakerin hafa líka þann kost að þegar þau eru full af afla og staflað upp er snertiflöturinn á milli kera stærri en á hefðbundnum kerum og þyngdardreifingin betri fyrir vikið.

Daði segir að þótt tvíburaker hafi ótvíræða kosti sýni reynslan að það taki nýjar plastkeralausnir um það bil tíu ár að ná almennri útbreiðslu í sjávarútveginum. „Við gætum ekki ákveðið það einhliða að bjóða eingöngu upp á tvíburaker því víða myndi það kalla á breytingar, s.s. í lestum skipa og í þvottakerfum, að skipta alfarið yfir í tvíburaker. Ekki er um miklar breytingar að ræða, en breytingar engu að síður, og skemmst að minnast þess að það tók t.d. um áratug fyrir sjávarútveginn að fara úr því að geyma fisk í kössum yfir í að nota ker.“

Áskorun í umhverfismálum

Síðast en ekki síst hefur Sæplast lagt áherslu á að þróa ker sem auðveldara er að endurvinna. Að gera umhverfisvænni ker er hægara sagt en gert og þarf að finna rétta jafnvægið á milli þess annars vegar að kerin þjóni hlutverki sínu vel, séu sterkbyggð og hafi góða hitaeinangrun, og hins vegar að þau séu gerð úr efnum sem ekki er erfitt að endurvinna: „Við bjóðum upp á tvenns konar gerðir af kerum. Eldri gerðin er gerð úr pólýetýlenskel með pólýúretanfyllingu en vandinn er sá að með því að nota tvö ólík efni verður endurvinnsla flóknari og að auki ekki hægt að endurvinna pólýúretan svo að ýmist þarf að urða efnið eða brenna. Rétt fyrir aldamótin settum við síðan á markað ker sem nota eingöngu pólýetýlen bæði í skel og fyllingu. Við búum til nk. pólýetýlenfroðu sem veitir ágæta einangrun, og þar sem aðeins er notað eitt efni í allt kerið hentar það vel til endurvinnslu en hefur á móti ögn minni hitaeinangrunargetu. Pólýetýlenkerin eru líka þyngri, en á móti kemur að þau eru alla jafna sterkari og endingarbetri.“

Næsta áskorun er fólgin í því að nota endurunnið plast í kerin sjálf en þær reglur gilda um umbúðir matvæla að endurunnið efni má ekki komast í snertingu við matvælin. Gæti endurunnið pólýetýlen þá verið notað í froðuna í hverju keri en nýtt pólýetilín í skelina sem fer þar utan um.

Snjallker bæta rekjanleika

Í framtíðinni má svo reikna með að plastker muni leika enn stærra hlutverk í tæknivæðingu sjávarútvegsins og þeirri miklu áherslu sem lögð er á rekjanleika sjávarafurða. Daði upplýsir að þróun nk. snjallkerja hafi verið í gangi um nokkurt skeið. „Við getum nú þegar boðið upp á ker með strikamerki og örmerki á einum og sama miðanum sem steyptur er inn í kerið,“ segir Daði en skynjarar um borð í skipum, fiskvinnslum og á mörkuðum geta greint örmerkin þráðlaust og þannig rakið ferðalag fisksins í hverju kari. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær kerin okkar geta verið í beinu og stöðugu sambandi við gagnagrunn sem heldur utan um þætti á borð við staðsetningu kersins, hitastig og annað slíkt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 25.9.20 440,94 kr/kg
Þorskur, slægður 25.9.20 408,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.9.20 271,28 kr/kg
Ýsa, slægð 25.9.20 307,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.9.20 120,71 kr/kg
Ufsi, slægður 25.9.20 177,68 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 25.9.20 245,31 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 607 kg
Þorskur 75 kg
Karfi / Gullkarfi 52 kg
Keila 46 kg
Ufsi 40 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 833 kg
26.9.20 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 2.081 kg
Langa 772 kg
Keila 637 kg
Ýsa 293 kg
Stóra brosma 133 kg
Ufsi 102 kg
Steinbítur 25 kg
Blálanga 22 kg
Skötuselur 17 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Lýsa 5 kg
Skata 4 kg
Samtals 4.098 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 25.9.20 440,94 kr/kg
Þorskur, slægður 25.9.20 408,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.9.20 271,28 kr/kg
Ýsa, slægð 25.9.20 307,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.9.20 120,71 kr/kg
Ufsi, slægður 25.9.20 177,68 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 25.9.20 245,31 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 607 kg
Þorskur 75 kg
Karfi / Gullkarfi 52 kg
Keila 46 kg
Ufsi 40 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 833 kg
26.9.20 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 2.081 kg
Langa 772 kg
Keila 637 kg
Ýsa 293 kg
Stóra brosma 133 kg
Ufsi 102 kg
Steinbítur 25 kg
Blálanga 22 kg
Skötuselur 17 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Lýsa 5 kg
Skata 4 kg
Samtals 4.098 kg

Skoða allar landanir »