Stefnt að sjö þúsund tonna eldi í Stöðvarfirði

Sjókvíar Fiskeldi Austfjarða í Fáksrúðsfirði. Fyrirtækið undirbýr nú einnig 7 …
Sjókvíar Fiskeldi Austfjarða í Fáksrúðsfirði. Fyrirtækið undirbýr nú einnig 7 þúsund tonna eldi í stöðvarfirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Frummatsskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum af fyrirhuguðu 7.000 tonna laxeldi í Stöðvarfirði hefur verrið birt á vef Skipulagsstofnunar. Það er Fiskeldi Austfjarða ehf., einnig þekkt sem Ice Fish Farm, sem stendur að fyrirhuguðu eldi. Fram kemur í frummatsskýrslunni að heilt yfir verði áhrifin óveruleg og að flest neikvæð áhrif á nærumhverfi sjókvíanna séu að mestu eða öllu leyti afturkræf.

Fyrirtækið er þegar með rekstrarleyfi fyrir 20,8 þúsund tonna eldi á Austfjörðum, þar af 9.800 tonnum í Berufirði og 11.000 tonnum í Fáskrúðsfirði.

„Áhrifin á botndýralíf undir kvíunum og næst þeim (áhrifasvæði) verða tímabundið talsvert neikvæð meðan á rekstri stendur en eru afturkræf. Áhrifin í og við næsta nágrenni kvíanna (strandsvæði) munu verða óveruleg meðan á rekstri stendur en eru afturkræf. Sé litið til áhrifa í Stöðvarfirði í heild þá eru áhrif á botndýralíf talin verða óveruleg.“

Lítil hætta á sjúkdómum

Ekki er talin mikil hætta á að sjúkdómar berist í villta stofna frá eldisstöðinni þar sem búsvæði villtra laxa eru fjarri fyrirhugaðri eldisstöð. Þá er einnig bent á góða sjúkdómastöðu hér á landi auk bólusetningar eldisseiða. Ekki er talin hætta á að smit berist í kræklingaeldi Stöðvardals, þar sem um óskyldar tegundir er að ræða og eldissvæðið er staðsett sunnanmegin í firðinum undan straumstefnu.

„Laxalús sem á uppruna sinn í eldislaxi getur haft bein en afturkræf áhrif á villta laxfiska. Að teknu tilliti til almennra umhverfisskilyrða, skipulags eldis, lágrar smittíðni á villtum stofnum, stærðar villtra laxfiskastofna og mótvægisaðgerða má búast við að áhrifin verði óveruleg. Það er því talin lítil hætta á að villtir laxfiskar skaðist af laxalús vegna framkvæmdarinnar,“ segir í skýrslunni.

Gott fyrir atvinnulífið

Að mati skýrsluhöfunda munu áhrif á samfélag á framkvæmdartímanum vegna flutnings eldisbúnaðar og útsetningar eldiskvía vera talsvert jákvæð á íbúaþróun, atvinnulíf, nálæg sveitarfélög og opinbera þjónustu.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.11.20 456,19 kr/kg
Þorskur, slægður 30.11.20 368,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.11.20 330,56 kr/kg
Ýsa, slægð 30.11.20 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.11.20 154,61 kr/kg
Ufsi, slægður 30.11.20 179,91 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 30.11.20 250,37 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.12.20 Arney HU-203 Lína
Þorskur 7.004 kg
Ýsa 2.331 kg
Ufsi 367 kg
Karfi / Gullkarfi 65 kg
Langa 57 kg
Keila 57 kg
Steinbítur 28 kg
Hlýri 18 kg
Samtals 9.927 kg
30.11.20 Von ÍS-213 Lína
Þorskur 7.425 kg
Ýsa 4.894 kg
Langa 444 kg
Keila 239 kg
Karfi / Gullkarfi 46 kg
Ufsi 42 kg
Hlýri 34 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 13.134 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.11.20 456,19 kr/kg
Þorskur, slægður 30.11.20 368,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.11.20 330,56 kr/kg
Ýsa, slægð 30.11.20 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.11.20 154,61 kr/kg
Ufsi, slægður 30.11.20 179,91 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 30.11.20 250,37 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.12.20 Arney HU-203 Lína
Þorskur 7.004 kg
Ýsa 2.331 kg
Ufsi 367 kg
Karfi / Gullkarfi 65 kg
Langa 57 kg
Keila 57 kg
Steinbítur 28 kg
Hlýri 18 kg
Samtals 9.927 kg
30.11.20 Von ÍS-213 Lína
Þorskur 7.425 kg
Ýsa 4.894 kg
Langa 444 kg
Keila 239 kg
Karfi / Gullkarfi 46 kg
Ufsi 42 kg
Hlýri 34 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 13.134 kg

Skoða allar landanir »