„Skiptir miklu máli að sjómenn treysta fatnaðinum“

„Við viljum reyna að gera klassíska gallann enn betri með …
„Við viljum reyna að gera klassíska gallann enn betri með efni sem er vatnsþétt en gefur betur eftir og auðveldar fólki hreyfingu við störf sín,“ segir Elín Tinna Logadóttir sölustjóri fyrirtækjasviðs 66°Norður.

Árangur 66°Norður er lýsandi dæmi um hvenig íslenskur sjávarútvegur hefur stutt við uppbyggingu í öðrum greinum. Fyrirtækið var stofnað árið 1926 með áherslu á framleiðslu vandaðra sjóklæða en er í dag orðið að alþjóðlegu merki á útivistarvörumarkaði og um allan heim klæðast kröfuharðir neytendur skjólgóðum flíkum skreyttum með sama merki og eru á vinnufatnaði íslenskra sjómanna.

Elín Tinna Logadóttir er sölustjóri fyrirtækjasviðs 66°Norður og þekkir sögu félagsins vel. „Hans Kristjánsson frá Suðureyri stofnaði fyrirtækið á sínum tíma, eftir að hafa farið til Noregs á styrk frá Fiskifélagi Íslands til að læra sjóklæðagerð. Á þessum tíma var íslenskur sjávarútvegur að taka miklum breytingum og vélbátavæðingin að hefjast; árabátar og þilskip að víkja fyrir vélbátum og togurum. Hans sá tækifæri þar og vildi tryggja að íslenskir sjómenn væru ekki upp á erlenda framleiðendur komnir við kaup á góðum vinnufatnaði og stofnaði því Sjóklæðagerðina. Hans sótti sjóinn á uppvaxtarárum sínum, rétt eins og aðrir ungir menn á svæðinu. Hann þekkti vel hve hættulegt starf sjómennskan gat verið og vildi leggja sitt af mörkum til að vernda sjómenn við vinnu sína,“ útskýrir Elín en sagan segir að Hans hafi verið skírður í höfuðið á norskum skipstjóra sem fórst í Súgandafirði. Skipstjórinn birtist móður hans í draumi meðan hún var ólétt og vitjaði nafns.

Olíuborinn strigi var áður notaður til að verja sjómenn gegn …
Olíuborinn strigi var áður notaður til að verja sjómenn gegn veðri og vindum.

Saga 66°Norður endurspeglar á margan hátt þróun íslensks samfélags og sést það m.a. á því að Hans flutti starfsemina fljótlega frá Vestfjörðum til Reykjavíkur sem þá var tekin að vaxa mjög hratt. Vöruframboð Sjóklæðagerðarinnar breikkaði í takt við þarfir nútímalegra atvinnulífs og árið 1933 framleiddi fyrirtækið bæði sjófatnað, frakka, kápur, úlpur og vinnufatnað í samstarfi við Vinnufatagerð Íslands.

Samverkandi þættir

Smám saman bötnuðu lífskjör landsmanna, lífsstíll Íslendinga breyttist og hjá mörgum lét útivistarbakterían á sér kræla. Vegna veðurfarsins á Íslandi lá beinast við hjá mörgum að klæðast skjólgóðum fatnaði frá 66°Norður í útilegum og fjallgöngum. „Fyrirtækið mætti þessari eftirspurn með þróun á vönduðum útivistarfötum sem ávallt hafa verið framleidd með sjálfbærni að leiðarljósi. Útivistarfatnaður hefur vegið þyngra í starfsemi fyrirtækisins síðustu áratugi og með fjölgun ferðamanna á Íslandi hefur hróður vörumerkisins farið víðar,“ segir Elín. „Vinsældir landsins og skírskotun vörumerkisins til þess hefur haft jákvæð áhrif á uppbyggingu vörumerksins 66°Norður víðs vegar um heiminn.“

Elín segir að nú, eins og áður, séu þarfir sjómanna hafðar að leiðarljósi í framleiðslu skjólfatnaðar hjá 66°Norður. Fyrirtækið ýmist framleiðir eða flytur inn nánast allt það sem fiskvinnslufólk og sjómenn þurfa við vinnu sína, frá skóm og sokkum til húfna og hanska og allt þar á milli. „Við höfum lagt áherslu á að framleiða vel hannaðan vinnufatnað sem endist lengi, þjónar hlutverki sínu vel og er þægilegur. Flíkur eins og Þór-sjóbuxurnar, sem áður hétu Herkúles, eru gott dæmi um þessa klassísku hönnun enda sjómannafatnaður sem allir þekkja og góð reynsla er af,“ segir hún. „Það skiptir okkur miklu máli að sjómenn treysta fatnaðinum frá okkur. Ég tel að það hafi átt vissan þátt í árangri fyrirtækisins að íslenskir sjómenn hafa ávallt gert miklar kröfur um gæði og notagildi fatnaðarins. Það er aðdáunarvert hvað íslenskir sjómenn hafa haldið mikilli tryggð við merkið í tæpa öld og við hjá 66°Norður erum ákaflega stolt af því.“

Þurftu að fara aftur að teikniborðinu

Tryggð sjómanna við vörur 66°Norður kemur ekki af sjálfu sér og segir Elín að hönnuðir fyrirtækisins leiti í sífellu leiða til að koma enn betur til móts við þarfir stéttarinnar. Gott dæmi um þessa vöruþróun eru nýir sjógallar gerðir úr þægilegra efni. „Við viljum reyna að gera klassíska gallann enn betri með efni sem er vatnsþétt en gefur betur eftir og auðveldar fólki hreyfingu við störf sín. Þróun þessarar nýju línu sýnir hversu miklu máli það skiptir að við getum starfað náið með sjómönnum. Fyrstu sjóbuxurnar sem komu á markað virkuðu ekki nógu vel og fórum við því aftur að teikniborðinu til að betrumbæta hönnunina. Fatnaðurinn er hannaður hér á Íslandi og framleiddur í okkar eigin verksmiðjum í Evrópu sem gerir vöruþróun auðvelda.“

Sjóbuxurnar eru nú meðal þekktustu vara fyrirtækisins í hugum margra …
Sjóbuxurnar eru nú meðal þekktustu vara fyrirtækisins í hugum margra Íslendinga.

Þá þarf hönnunin líka að taka tillit til breyttra tíma um borð í skipunum og segir Elín að sjófatnaður 66°Norður sé til í öllum stærðum frá XS upp í 4XL sem endurspeglar m.a. að æ algengara er að finna megi konur í áhöfnum skipa. „Fatnaðurinn þarf líka að halda í við nýjustu tækni og bættum við t.d. á sínum tíma nýjum vasa við sjóbuxurnar svo að fólk hefði góðan stað til að geyma snjalltækin sín,“ segir hún. „Síðast en ekki síst þarf vinnufatnaður fólks, bæði á sjó og landi, að vera klæðilegur. Þar er framúrskarandi hönnunarteymi okkar svo sannarlega með puttann á púlsinum. Eitt er að fólk geti sinnt vinnu sinni í fatnaði sem heldur líkamanum þurrum og hlýjum, en það er enn betra ef fatnaðurinn klæðir fólk líka vel.“

Íslenskir sjómenn hafa klæðst fötum frá fyrirtækinu í áraraðir. Í …
Íslenskir sjómenn hafa klæðst fötum frá fyrirtækinu í áraraðir. Í dag gera sjómenn víða um heim það sama.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 397,56 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 393,93 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 124,88 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 587,37 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.7.21 Gísli ÍS-022 Handfæri
Þorskur 837 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 886 kg
29.7.21 Sædís ÍS-067 Handfæri
Gullkarfi 20 kg
Ufsi 17 kg
Samtals 37 kg
29.7.21 Sörli ST-067 Handfæri
Ufsi 34 kg
Gullkarfi 16 kg
Samtals 50 kg
29.7.21 Marta ST-071 Handfæri
Þorskur 780 kg
Samtals 780 kg
29.7.21 Gunnar Níelsson EA-555 Handfæri
Þorskur 783 kg
Samtals 783 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 397,56 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 393,93 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 124,88 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 587,37 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.7.21 Gísli ÍS-022 Handfæri
Þorskur 837 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 886 kg
29.7.21 Sædís ÍS-067 Handfæri
Gullkarfi 20 kg
Ufsi 17 kg
Samtals 37 kg
29.7.21 Sörli ST-067 Handfæri
Ufsi 34 kg
Gullkarfi 16 kg
Samtals 50 kg
29.7.21 Marta ST-071 Handfæri
Þorskur 780 kg
Samtals 780 kg
29.7.21 Gunnar Níelsson EA-555 Handfæri
Þorskur 783 kg
Samtals 783 kg

Skoða allar landanir »