Starfsmannaveislu frestað vegna gruns um smit

Grunur um að starfsmaður frystihússins á Seyðisfirði væri smitaður af …
Grunur um að starfsmaður frystihússins á Seyðisfirði væri smitaður af kórónuveirunni leiddi til þess að starfsmannaveislu sem átti að fara fram á laugardag var frestað. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ekkert varð úr lokahátíð fyrir starfsmenn í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði á laugardag eins og venja er, vegna gruns um að starfsmaður hafði smitast af kórónuveirunni, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins.

Þar segir að grunur hafi vaknað á föstudag um að starfsmaður sem hafði glímt við veikindi væri smitaður og var viðkomandi sendur í sýnatöku. Óvissa var um hver niðurstaða sýnatökunnar yrði og því ákveðið að fresta gleðskap starfsmanna, en stefnt er á að láta á það reyna að halda hátíðina frekar í haust ef aðstæður leyfa.

„Við ákváðum tafarlaust að það eina ábyrga í stöðunni var að fresta starfsmannaslúttinu fyrst ekki lá fyrir niðurstaða úr sýninu. Það var mikil eftirvænting og spenna fyrir slúttinu meðal starfsmanna og vonumst við til að geta boðið þeim upp á starfsmannaskemmtun í haust,“ er haft eftir Róberti Inga Tómassyni framleiðslustjóra.

Bent er á að „umræddur starfsmaður er búinn að fá niðurstöðu úr sýninu og reyndist það blessunarlega neikvætt“.

Ágæt framleiðsla

Hefð er fyrir því að haldin sé eins konar lokahátíð starfsmanna vegna sumarstoppa, en frá og með morgundeginum stöðvast starfsemi frystihússins og hefst ekki að nýju fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Fram kemur að klárað hafi verið að vinna afla úr Gullveri í gær og er verið að þrífa í dag. Einhverjir starfsmenn munu sinna viðhaldsverkefnum í sumar.

Þá segir að framleiðslan hafi gengið ágætlega það sem af er ári. „Framleiðslan hefur verið lituð af kórónuveirunni og höfum við þurft að laga framleiðslu afurða að breyttri eftirspurn á mörkuðum. En sóttvarnir hafa gengið vel hjá okkur, við lokuðum á allar utanaðkomandi heimsóknir og breyttum verkferlum með það í huga að draga úr hættu á smiti. Framleiðsla afurða hefur gengið ágætlega hjá okkur mest er framleitt af þorski, ýsu og ufsa,“ segir Róbert Ingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.6.21 299,76 kr/kg
Þorskur, slægður 11.6.21 357,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.6.21 451,49 kr/kg
Ýsa, slægð 11.6.21 381,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.6.21 103,54 kr/kg
Ufsi, slægður 11.6.21 119,94 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 11.6.21 217,29 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 11.6.21 91,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 7.685 kg
Ufsi 1.117 kg
Skarkoli 121 kg
Steinbítur 46 kg
Samtals 8.969 kg
13.6.21 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 2.982 kg
Langa 250 kg
Þorskur 87 kg
Skarkoli 56 kg
Ufsi 27 kg
Hlýri 19 kg
Keila 11 kg
Gullkarfi 9 kg
Samtals 3.441 kg
12.6.21 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 462 kg
Grálúða 378 kg
Hlýri 327 kg
Þorskur 202 kg
Gullkarfi 81 kg
Samtals 1.450 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.6.21 299,76 kr/kg
Þorskur, slægður 11.6.21 357,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.6.21 451,49 kr/kg
Ýsa, slægð 11.6.21 381,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.6.21 103,54 kr/kg
Ufsi, slægður 11.6.21 119,94 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 11.6.21 217,29 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 11.6.21 91,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 7.685 kg
Ufsi 1.117 kg
Skarkoli 121 kg
Steinbítur 46 kg
Samtals 8.969 kg
13.6.21 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 2.982 kg
Langa 250 kg
Þorskur 87 kg
Skarkoli 56 kg
Ufsi 27 kg
Hlýri 19 kg
Keila 11 kg
Gullkarfi 9 kg
Samtals 3.441 kg
12.6.21 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 462 kg
Grálúða 378 kg
Hlýri 327 kg
Þorskur 202 kg
Gullkarfi 81 kg
Samtals 1.450 kg

Skoða allar landanir »