Útkall vegna vélarvana línubáts

Þyrla danska flughersins var kölluð út í dag vegna vélarvana …
Þyrla danska flughersins var kölluð út í dag vegna vélarvana línubáts. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Leitar og björgunarþyrla danska flughersins var kölluð út auk björgunarskipsins Gunnbjargar frá Raufarhöfn vegna 18 tonna línubáts sem varð vélarvana 3,5 sjómílur norður af Langanesi í dag, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk boð um vanda bátsins laust eftir klukkan eitt. Fimm voru um borð í línubátnum og var rek bátsins rúm sjómíla á klukkustund í átt að landi.

Var að koma til lendingar

Þyrla danska flughersins kom til landsins í vikunni ásamt 13 manna starfsliði til að tryggja björgunargetu á meðan hluti áhafna Landhelgisgæslunnar sækir þjálfun í flughermi í Frakklandi. Danska þyrlan var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli þegar hún var kölluð út og hélt hún fyrst til Akureyrar og tók þar eldsneyti. Að því loknu var stefnt í átt að Langanesi.

Björgunarskipið Gunnbjörg og þyrlan voru komin að bátnum um klukkan þrjú síðdegis. Gunnbjörg var komin með línubátinn í tog fimm mínútum síðar og dregur björgunarskipið línubátinn til Raufarhafnar.

Björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn.
Björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fimm vélarvana bátar það sem af er degi

Fram kemur í tilkynningu gæslunnar að þetta sé í annað sinn sem stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði út þyrlu vegna báts í vanda í dag. Fyrr í dag var óskað eftir aðstoð björgunarsveitar og áhafnarinnar á TF-EIR vegna vélarvana báts við Ólafsfjarðarmúla. Alls hefur verið tilkynnt um fimm vélarvana báta til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar það sem af er degi.

Bent er á að mikil sjósókn hefur verið umhverfis Ísland í dag og voru 750 til 800 bátar á miðunum þegar mest var.

Úr dönsku leitar og björgunarþyrlunni í dag.
Úr dönsku leitar og björgunarþyrlunni í dag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.8.20 378,85 kr/kg
Þorskur, slægður 7.8.20 345,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.8.20 380,47 kr/kg
Ýsa, slægð 7.8.20 253,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.8.20 100,29 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.20 124,21 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 7.8.20 348,34 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Kristján HF-100 Lína
Keila 471 kg
Hlýri 231 kg
Karfi / Gullkarfi 102 kg
Þorskur 66 kg
Steinbítur 52 kg
Samtals 922 kg
7.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 2.663 kg
Þorskur 1.998 kg
Steinbítur 325 kg
Langa 150 kg
Skarkoli 72 kg
Hlýri 45 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Keila 12 kg
Ufsi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 6 kg
Samtals 5.298 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.8.20 378,85 kr/kg
Þorskur, slægður 7.8.20 345,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.8.20 380,47 kr/kg
Ýsa, slægð 7.8.20 253,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.8.20 100,29 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.20 124,21 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 7.8.20 348,34 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Kristján HF-100 Lína
Keila 471 kg
Hlýri 231 kg
Karfi / Gullkarfi 102 kg
Þorskur 66 kg
Steinbítur 52 kg
Samtals 922 kg
7.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 2.663 kg
Þorskur 1.998 kg
Steinbítur 325 kg
Langa 150 kg
Skarkoli 72 kg
Hlýri 45 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Keila 12 kg
Ufsi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 6 kg
Samtals 5.298 kg

Skoða allar landanir »