Sjávarafurðir 43% vöruútflutnings

Fluttar voru út sjávarafurðir fyrir 127 milljarða króna á fyrstu …
Fluttar voru út sjávarafurðir fyrir 127 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Um 1% samdráttur varð milli ára í krónum talið en 8% í erlendri mynt. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fluttar voru út sjávarafurðir fyrir 22 milljarða króna í júní sem er 42% meira en í sama mánuði í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Þar segir að aukningin sé 32% sé útflutningurinn mældur í erlendri mynt. „Þessa myndarlegu aukningu má fyrst og fremst rekja til grunnáhrifa, en útflutningsverðmæti sjávarafurða í júní í fyrra voru óvenju lítil, hvort sem talið er í krónum eða erlendri mynt.“ Þá voru útflutningsverðmæti sjávarafurða meiri bæði í júní 2017 og 2018.

127 milljarðar

Vöruútflutningur á fyrsta árshelmingi nam 296 milljarða króna en var 307 milljarðar á sama tímabili í fyrra og hefur því dregist saman um 3,6%.

Af þeim 296 milljörðum sem aflað var við vöruútflutning má rekja 127 milljarða króna, eða 43%, til sjávarafurða. Í fyrra stóðu sjávarafurðir fyrir 128 milljörðum eða 41,6% af vöruútflutningi á fyrstu sex mánuðum ársins. Samdráttur í útflutningsverðmætum sjávarafurða er því rétt um 1% milli ára, en rúm 8% ef mælt er í erlendri mynt

Bent er á að hlutdeild sjávarafurða í útflutningi hefur ekki verið meiri frá árinu 2016.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.8.20 378,85 kr/kg
Þorskur, slægður 7.8.20 345,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.8.20 380,47 kr/kg
Ýsa, slægð 7.8.20 253,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.8.20 100,29 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.20 124,21 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 7.8.20 348,34 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Kristján HF-100 Lína
Keila 471 kg
Hlýri 231 kg
Karfi / Gullkarfi 102 kg
Þorskur 66 kg
Steinbítur 52 kg
Samtals 922 kg
7.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 2.663 kg
Þorskur 1.998 kg
Steinbítur 325 kg
Langa 150 kg
Skarkoli 72 kg
Hlýri 45 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Keila 12 kg
Ufsi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 6 kg
Samtals 5.298 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.8.20 378,85 kr/kg
Þorskur, slægður 7.8.20 345,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.8.20 380,47 kr/kg
Ýsa, slægð 7.8.20 253,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.8.20 100,29 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.20 124,21 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 7.8.20 348,34 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Kristján HF-100 Lína
Keila 471 kg
Hlýri 231 kg
Karfi / Gullkarfi 102 kg
Þorskur 66 kg
Steinbítur 52 kg
Samtals 922 kg
7.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 2.663 kg
Þorskur 1.998 kg
Steinbítur 325 kg
Langa 150 kg
Skarkoli 72 kg
Hlýri 45 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Keila 12 kg
Ufsi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 6 kg
Samtals 5.298 kg

Skoða allar landanir »