„Þægilegt fyrir útgerðina að eiga stéttarfélag“

Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Hari

Félagsmenn Sjómannafélags Íslands sem starfa hjá Herjólfi vinna þrjár helgar af fjórum mánaðarlega, að sögn Jónasar Garðarssonar, formanns samninganefndar Sjómannafélags Íslands. Ekki var kosið um kjarasamning sem Sjómannafélagið Jötunn gerði við Herjólf og forsvarsmenn Herjólfs telja að gildi fyrir félagsmenn Sjómannafélags Íslands, að sögn Jónasar sem segir að Herjólfur hafi ekki svarað spurningum um það sem bornar voru upp af félagsdómi. 

Höfuðkrafa Sjómannafélags Íslands er sú að vinnuframlag verði minnkað um 25% en eins og staðan er í dag vinna undirmenn á Herjólfi 190 klukkustunda vinnumánuð. 

„Þetta er of mikið vinnuálag, auk þess að þernurnar eru allt of fáar í þjónustunni. Það var ljóst að áhöfnin sætti sig ekki við þetta frá byrjun, bæði Guðbjarti [framkvæmdastjóra Herjólfs] og bæjarstjóranum er það fullljóst en þessi krafa var skýr áður en bærinn tók við rekstri skipsins [árið 2018],“ segir Jónas.

Ráðningasamningurinn „take it or leave it“

Starfsmennirnir skrifuðu þó undir ráðningarsamning sem felur áðurnefnda vinnuskyldu í sér. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, hefur áður sagt að starfsfólki hafi alltaf staðið til boða að vera í lægra starfshlutfalli, sem leiðir þá af sér lægri laun. 

„Þessi ráðningarsamningur var bara „take it or leave it“ plagg, mjög gerræðislegt,“ segir Jónas. 

Herjólfur hafði ekki viljað ganga til kjaraviðræðna við Sjómannafélag Íslands fyrr en eftir verkfall sem fór fram í gær. Fundur stendur nú yfir á milli deiluaðila og segir Jónas að það verði að fá að koma í ljós hvort ánægjulegt sé að Herjólfur sé loks tilbúinn í viðræður. 

Eins og áður segir samdi Herjólfur við Sjómannafélagið Jötunn sem hefur aðsetur í Vestmannaeyjum og telur Herjólfur að með því hafi verið samið við alla undirmenn. Þrátt fyrir það er meirihluti undirmanna ekki í Jötni heldur Sjómannafélagi Íslands. 

„Það er mjög þægilegt fyrir útgerðina að eiga stéttarfélag,“ segir Jónas sem telur að Herjólfur stjórni stéttarfélaginu algjörlega. 

„Samningurinn ber það með sér. Enda er mjög sérkennilegt að velja sér það að semja við einhverja sem hafa ekkert vægi um borð og eiga í raun enga félagsmenn.“

Segir að starfsfólk hafi ekki fengið að sjá samninginn

Jónas telur eðlilegast að Sjómannafélag Íslands fari með samningsumboð í kjaraviðræðum þar sem meirihluti undirmanna sé í félaginu. Í lok síðasta árs kallaði Sjómannafélag Íslands eftir kjaraviðræðum og gerði Jötunn það á sama tíma, að því er fram kom í viðtali við Guðbjart sem birtist í gær. Herjólfur ákvað að semja frekar við Jötunn og var for­gangs­rétt­ar­á­kvæði Jöt­uns um samn­ings­um­boð fest í samninginn. Guðbjartur telur að það gildi enn, samkvæmt dómi félagsdóms sem kynntur var á mánudag. 

„Við vissum ekkert af því [að Herjólfur hefði samið við Jötunn]. Við höfðum heyrt af því en fengum það ekki staðfest fyrr en í félagsdómi nú í vikunni. Samningurinn hefur ekki legið fyrir neins staðar. Plaggið var bara í felum einhvers staðar ofan í skúffu, ekki einu sinni þeir sem voru að vinna eftir því höfðu séð það,“ segir Jónas og bætir því við að það sé af og frá að félagsdómur hafi staðfest forgangsréttarákvæði Jötuns. 

„Vegna þess að þeir fóru í félagsdóm til þess að hnekkja verkfallinu. Félagsdómur er ekki að fjalla um neitt annað þannig að það er rangt að ætla að túlka þetta svona.“

Jónas segir „á mjög gráu svæði“ að Jötunn hafi samið fyrir hönd félagsmanna Sjómannafélags Íslands, enda hafi samningurinn ekki verið borinn undir neinn. Því telur Sjómannafélag Íslands að þeirra félagsmenn í Herjólfi séu samningslausir og segir Jónas að það „komi ekki til greina“ að semja með Jötni.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.5.21 230,76 kr/kg
Þorskur, slægður 14.5.21 274,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.5.21 286,62 kr/kg
Ýsa, slægð 14.5.21 250,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.5.21 65,31 kr/kg
Ufsi, slægður 14.5.21 94,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.21 136,00 kr/kg
Gullkarfi 14.5.21 107,30 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.5.21 255,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.5.21 Gullfari HF-290 Grásleppunet
Grásleppa 1.600 kg
Þorskur 29 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 1.645 kg
15.5.21 Ragnar Alfreðs GK-183 Grásleppunet
Grásleppa 1.200 kg
Samtals 1.200 kg
15.5.21 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 4.597 kg
Ýsa 890 kg
Langa 852 kg
Samtals 6.339 kg
15.5.21 Hópsnes GK-077 Landbeitt lína
Langa 43 kg
Keila 10 kg
Gullkarfi 5 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 63 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.5.21 230,76 kr/kg
Þorskur, slægður 14.5.21 274,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.5.21 286,62 kr/kg
Ýsa, slægð 14.5.21 250,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.5.21 65,31 kr/kg
Ufsi, slægður 14.5.21 94,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.21 136,00 kr/kg
Gullkarfi 14.5.21 107,30 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.5.21 255,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.5.21 Gullfari HF-290 Grásleppunet
Grásleppa 1.600 kg
Þorskur 29 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 1.645 kg
15.5.21 Ragnar Alfreðs GK-183 Grásleppunet
Grásleppa 1.200 kg
Samtals 1.200 kg
15.5.21 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 4.597 kg
Ýsa 890 kg
Langa 852 kg
Samtals 6.339 kg
15.5.21 Hópsnes GK-077 Landbeitt lína
Langa 43 kg
Keila 10 kg
Gullkarfi 5 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 63 kg

Skoða allar landanir »