Setja 14 skilyrði við 4.000 tonna laxeldi í Arnarfirði

4.000 tonna laxeldi er fyrirhugað í Arnarfirði.
4.000 tonna laxeldi er fyrirhugað í Arnarfirði. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Neikvæð áhrif aukinna umsvifa laxeldis í Arnarfirði felast helst í auknum áhrifum á botndýralíf, mögulegum áhrifum á villta laxa vegna aukins álags af völdum laxalúsar og mögulegum áhrifum á villta laxastofna vegna erfðablöndunar. Þetta kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum á 4.000 tonna laxeldi í Arnarfirði, sem fyrirtækið Arctic Sea hefur í huga að reisa.

Skilyrðin sem Skipulagsstofnun vill að sett verði eru:

 1. Skilyrði um vöktun á súrefnisstyrk við botn og styrk næringarefna í sjó og að tilhögun og nákvæmni þeirrar vöktunar sé í samræmi við það sem Hafrannsóknastofnun telur fullnægjandi til að byggja á við endurskoðun burðarþolsmats.

 2.  Skilyrði um að vöktun á næringarefnum fari fram þegar styrkur þeirra er hvað mestur.

 3. Skilyrði um að vöktunaráætlun liggi fyrir áður en leyfi verði veitt.

 4. Skýr viðmið um ástand botndýralífs og að tilgreindar verði mótvægisaðgerðir reynist ástand ekki ásættanlegt.

 5. Að ekki sé hægt að hefja eldi á ný fyrr en hafsbotn á svæðinu hefur náð ásættanlegu ástandi samkvæmt settum viðmiðum Umhverfisstofnunar, sbr. tölulið 3 hér á undan.

 6. Kveða þarf á um nákvæmni mælinga í starfsleyfi.

 7. Skilyrði um að rannsókn á botndýralífi á eldissvæðum liggi fyrir við útgáfu starfsleyfis.

 8. Skilyrði um að ekki verði sett útseiði undir 120 g að þyngd og að stærð netmöskva verði aðlagað að stærð seiðanna svo ekki sé möguleiki á að þau sleppi.

 9. Skilyrði um notkun ljósastýringar.

 10. Skilyrði um fyrirkomulag vöktunar vegna laxalúsar verði í samræmi við drög að leiðbeiningum um lúsatalningu frá Matvælastofnun.

 11. Tilgreind verði viðbragðsáætlun og mótvægisaðgerðir í samræmi við niðurstöður um smitálag frá eldisfiski hverju sinni og áhættu fyrir villta fiskistofna, s.s. notkun hlífðardúks, sérstaks fóðurs og neyðarslátrun ef ekki tekst að halda lúsasmiti undir viðmiðunarmörkum.

 12. Skylt verði að samræma útsetningu seiða, slátrun og hvíld svæða fyrirtækja í Arnarfirði og innfjörðum hans.

 13. Niðurstöður vöktunar verði opinberar.

 14. Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt að í starfsleyfi verði sett skilyrði um vöktun á fuglalífi í nágrenni við eldissvæði.
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.8.20 378,85 kr/kg
Þorskur, slægður 7.8.20 345,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.8.20 380,47 kr/kg
Ýsa, slægð 7.8.20 253,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.8.20 100,29 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.20 124,21 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 7.8.20 348,34 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Kristján HF-100 Lína
Keila 471 kg
Hlýri 231 kg
Karfi / Gullkarfi 102 kg
Þorskur 66 kg
Steinbítur 52 kg
Samtals 922 kg
7.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 2.663 kg
Þorskur 1.998 kg
Steinbítur 325 kg
Langa 150 kg
Skarkoli 72 kg
Hlýri 45 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Keila 12 kg
Ufsi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 6 kg
Samtals 5.298 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.8.20 378,85 kr/kg
Þorskur, slægður 7.8.20 345,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.8.20 380,47 kr/kg
Ýsa, slægð 7.8.20 253,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.8.20 100,29 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.20 124,21 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 7.8.20 348,34 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Kristján HF-100 Lína
Keila 471 kg
Hlýri 231 kg
Karfi / Gullkarfi 102 kg
Þorskur 66 kg
Steinbítur 52 kg
Samtals 922 kg
7.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 2.663 kg
Þorskur 1.998 kg
Steinbítur 325 kg
Langa 150 kg
Skarkoli 72 kg
Hlýri 45 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Keila 12 kg
Ufsi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 6 kg
Samtals 5.298 kg

Skoða allar landanir »