Segir lífskjarasamninginn slitinn úr samhengi

Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Hari

Í tilboði Herjólfs til Sjómannafélags Íslands var ekki að finna „allan pakka“ lífskjarasamningsins, að sögn Jónasar Garðarssonar, formanns samninganefndar Sjómannafélags Íslands, heldur einungis launahækkun í takt við lífskjarasamninginn. 

„Vinnutímastyttinguna vantaði alveg en hún er eiginlega höfuðmálið í lífskjarasamningnum. Það verður að taka allan pakkann ef það á að ræða hann ekki slíta þetta allt úr samhengi,“ segir Jónas. 

Vinnu­mánuður starfs­manna Herjólfs hljóðar upp á tutt­ugu 9,5 klukku­stunda vakt­ir eða 190 klukku­stund­ir mánaðarlega. Sjómannafélag Íslands hefur óskað þess að vinnumánuður þeirra félagsmanna verði styttur um 25% sem gerir það að verkum að Herjólfur þarf að fjölga áhöfnum sínum úr þremur í fjórar. Það segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs að sé óraunhæft og muni kosta Herjólf 200 milljónir aukalega á hverju ári. 

„Samkvæmt okkar sviðsmyndum gætum við verið að tapa 300-500 milljónum á árinu og það segir sig alveg sjálft að ekkert félag í ferðaþjónustu eða farþegaflutningi er að fara að ráða við þessar kröfur,“ sagði Guðbjartur í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðrikss

Gagntilboð vanti

Jónas segir aðspurður að það væri eðlilegt að starfsmannakostnaður Herjólfs væri hærri þó hann sé ekki viss um að hann yrði 200 milljónum hærri. Sjómannafélagið sé tilbúið í að koma til móts við Herjólf en þá þurfi líka einhverjar viðræður að eiga sér stað. 

Útgerð Herjólfs hefur ekki fengist til að ræða við okkur. Það er allt í lagi að segja að kröfur séu háar eða óaðgengilegar, en þeir þurfa þá að koma með eitthvað annað. Þetta eru áherslur fólksins, svona vill fólkið hafa þetta. Ef þeir hafa einhverja aðra sýn á það heldur en vinnuumhverfið eins og það er þá verða þeir að koma með tillögur um það,“ segir Jónas. 

Í gær og í fyrradag lögðu félagsmenn Sjómanafélags Íslands niður störf en í stað þess að stöðva siglingar sigldi gamli Herjólfur í stað þess nýja. Það telur Jónas að hafi verið verkfallsbrot en segir að ákvörðun hafi enn ekki verið tekin um það hvort hið meinta brot verði kært til félagsdóms. Næsta verkfall, sem standa á í þrjá sólarhringa, er fyrirhugað eftir fimm daga. Spurður hvort ekki væri vænlegt fyrir félagið að fá úr því skorið hvort gamli Herjólfur megi sigla í verkfalli segir Jónas: 

„Þó við færum í dóm fengjum við enga niðurstöðu fyrir þann tíma.“

Hnúturinn herðist

Hann samsinnir því þó að verkfallið sé þýðingarminna ef Herjólfur sigli á meðan því stendur:

„Ef það er hægt að sigla með verkfallsbrjótum þá hefur það minni þýðingu.“

Hvernig er hljóðið í ykkar félagsmönnum sem starfa á Herjólfi eftir gærdaginn? 

„Svona framkoma, ég tala nú ekki um hjá opinberu félagi sem brýtur á rétti launafólks, verður náttúrulega bara til þess að herða hnútinn,“ segir Jónas.

Deilan er á borði ríkissáttasemjara en engir fundir eru fyrirhugaðir.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 24.9.20 483,20 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.20 397,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.20 309,84 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.20 270,29 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.20 153,44 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.20 176,21 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.20 292,59 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.9.20 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 61.501 kg
Karfi / Gullkarfi 4.454 kg
Ýsa 2.570 kg
Ufsi 1.841 kg
Hlýri 496 kg
Skarkoli 101 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 80 kg
Steinbítur 66 kg
Grálúða / Svarta spraka 18 kg
Lúða 14 kg
Samtals 71.141 kg
24.9.20 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 1.471 kg
Ýsa 1.433 kg
Hlýri 16 kg
Samtals 2.920 kg
24.9.20 Áki Í Brekku SU-760 Línutrekt
Þorskur 3.342 kg
Langa 520 kg
Ufsi 405 kg
Ýsa 188 kg
Keila 184 kg
Skata 64 kg
Steinbítur 10 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 4.716 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 24.9.20 483,20 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.20 397,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.20 309,84 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.20 270,29 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.20 153,44 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.20 176,21 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.20 292,59 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.9.20 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 61.501 kg
Karfi / Gullkarfi 4.454 kg
Ýsa 2.570 kg
Ufsi 1.841 kg
Hlýri 496 kg
Skarkoli 101 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 80 kg
Steinbítur 66 kg
Grálúða / Svarta spraka 18 kg
Lúða 14 kg
Samtals 71.141 kg
24.9.20 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 1.471 kg
Ýsa 1.433 kg
Hlýri 16 kg
Samtals 2.920 kg
24.9.20 Áki Í Brekku SU-760 Línutrekt
Þorskur 3.342 kg
Langa 520 kg
Ufsi 405 kg
Ýsa 188 kg
Keila 184 kg
Skata 64 kg
Steinbítur 10 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 4.716 kg

Skoða allar landanir »