Óþekktir auðmenn sigla við landið

Ragnar við bryggju á Akureyri í dag.
Ragnar við bryggju á Akureyri í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrir litlar 73 milljónir á viku er hægt að leigja lúxusskipið Ragnar, sem nú liggur við bryggju á Akureyri. Ekki er vitað hverjir dvelja um borð, en ljósmyndari mbl.is náði mynd af skipinu sem sést hefur til síðustu daga á ferð sinni um landið.

Skipið er auglýst á heimasíðu Burgessyachts og er hluti af glæsilegu safni lystisnekkja sem þar bjóðast. Það er er smíðað árið 2012 í Hollandi, sem skip ætlað til iðnaðarstarfsemi, en hefur nýlega verið breitt í lúxusskip sem þjónar djúpvasa viðskiptavinum sem vilja sigla um heimskautin í algeru næði.

Ragnar í Arnarfirði.
Ragnar í Arnarfirði. Ljósmynd/Eggert Elfar Jónsson

Auglýst pláss er fyrir 12 farþega í 9 káetum og aðbúnaður er eins og best verður á kosið. Ríkulegur búnaður er til afþreyinga á norðurslóðum s.s. léttabátur, sækettir og vélsleðar. Að auki má panta með skipinu Airbus EC145 þyrlu og þriggja manna kafbát af gerðinni U-boat Worx C-Explorer. Minna má það varla vera fyrir verðmiðann: 525.000 USD á viku. Hér að neðan má sjá myndband af endurgerð skipsins. Glöggur ferðalangur sá til skipsins þar sem það sigldi um Breiðafjörð á norðurleið og rakst síðar á það dólandi við botn Arnarfjarðar, skammt undan landi við Dynjanda. Skipið hefur nú viðdvöl á Akureyri. Í samtali við Pál Ólafsson, hafnarstjóra Hafnarsamlags norðurlands, segist hann ekki hafa upplýsingar um farþega skipsins. Hann útskýrir að í flestum tilvikum kjósi slíkir gestir næði og hafi sig lítt í frammi. Hann bætir við að þar á bæ hafi menn orðið varir við talsverða aukningu í fyrirspurnum og áhuga erlendis frá um viðkomu slíkra lúxusfleyta. 

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.8.20 427,33 kr/kg
Þorskur, slægður 6.8.20 411,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.8.20 359,55 kr/kg
Ýsa, slægð 6.8.20 327,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.8.20 92,30 kr/kg
Ufsi, slægður 6.8.20 108,77 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 6.8.20 384,32 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.7.20 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.8.20 Þórsnes SH-109 Grálúðunet
Grálúða / Svarta spraka 150.709 kg
Samtals 150.709 kg
6.8.20 Kalli Elínar ÍS-149 Handfæri
Þorskur 695 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 776 kg
6.8.20 Snjólfur SF-065 Handfæri
Ufsi 872 kg
Þorskur 674 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.568 kg
6.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 1.777 kg
Þorskur 1.679 kg
Steinbítur 224 kg
Langa 190 kg
Skarkoli 60 kg
Hlýri 37 kg
Karfi / Gullkarfi 17 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 3.999 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.8.20 427,33 kr/kg
Þorskur, slægður 6.8.20 411,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.8.20 359,55 kr/kg
Ýsa, slægð 6.8.20 327,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.8.20 92,30 kr/kg
Ufsi, slægður 6.8.20 108,77 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 6.8.20 384,32 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.7.20 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.8.20 Þórsnes SH-109 Grálúðunet
Grálúða / Svarta spraka 150.709 kg
Samtals 150.709 kg
6.8.20 Kalli Elínar ÍS-149 Handfæri
Þorskur 695 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 776 kg
6.8.20 Snjólfur SF-065 Handfæri
Ufsi 872 kg
Þorskur 674 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.568 kg
6.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 1.777 kg
Þorskur 1.679 kg
Steinbítur 224 kg
Langa 190 kg
Skarkoli 60 kg
Hlýri 37 kg
Karfi / Gullkarfi 17 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 3.999 kg

Skoða allar landanir »