Óþekktir auðmenn sigla við landið

Ragnar við bryggju á Akureyri í dag.
Ragnar við bryggju á Akureyri í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrir litlar 73 milljónir á viku er hægt að leigja lúxusskipið Ragnar, sem nú liggur við bryggju á Akureyri. Ekki er vitað hverjir dvelja um borð, en ljósmyndari mbl.is náði mynd af skipinu sem sést hefur til síðustu daga á ferð sinni um landið.

Skipið er auglýst á heimasíðu Burgessyachts og er hluti af glæsilegu safni lystisnekkja sem þar bjóðast. Það er er smíðað árið 2012 í Hollandi, sem skip ætlað til iðnaðarstarfsemi, en hefur nýlega verið breitt í lúxusskip sem þjónar djúpvasa viðskiptavinum sem vilja sigla um heimskautin í algeru næði.

Ragnar í Arnarfirði.
Ragnar í Arnarfirði. Ljósmynd/Eggert Elfar Jónsson

Auglýst pláss er fyrir 12 farþega í 9 káetum og aðbúnaður er eins og best verður á kosið. Ríkulegur búnaður er til afþreyinga á norðurslóðum s.s. léttabátur, sækettir og vélsleðar. Að auki má panta með skipinu Airbus EC145 þyrlu og þriggja manna kafbát af gerðinni U-boat Worx C-Explorer. Minna má það varla vera fyrir verðmiðann: 525.000 USD á viku. Hér að neðan má sjá myndband af endurgerð skipsins. 



Glöggur ferðalangur sá til skipsins þar sem það sigldi um Breiðafjörð á norðurleið og rakst síðar á það dólandi við botn Arnarfjarðar, skammt undan landi við Dynjanda. Skipið hefur nú viðdvöl á Akureyri. Í samtali við Pál Ólafsson, hafnarstjóra Hafnarsamlags norðurlands, segist hann ekki hafa upplýsingar um farþega skipsins. Hann útskýrir að í flestum tilvikum kjósi slíkir gestir næði og hafi sig lítt í frammi. Hann bætir við að þar á bæ hafi menn orðið varir við talsverða aukningu í fyrirspurnum og áhuga erlendis frá um viðkomu slíkra lúxusfleyta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »