Smitaðir borðuðu í matsal með öðrum úr áhöfninni

Skipið er við bryggju á Grundartanga. Mynd úr safni.
Skipið er við bryggju á Grundartanga. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Samskiptaörðugleikar urðu til þess að fimm skipverjar á súrálsskipinu Seaboss fylgdu ekki fyrirmælum um einangrun og snæddu í matsal skipsins ásamt öðrum í áhöfninni.  Þegar sýni úr tveimur þeirra reyndust jákvæð fyrir kórónuveirunni voru fimmmenningarnir fluttir í sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg og fallið var frá fyrirhuguðum áhafnarskiptum.

Þetta staðfestir Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, umboðsaðila Seaboss á Íslandi.

Seaboss hefur legið við bryggju á Grundartanga undanfarna daga og til stóð að áhafnarskipti færu fram meðal fimm áhafnarmeðlima. Þeir fimm sem taka áttu sæti í áhöfn komu til landsins með flugi og fóru í skimun við landamærin. Tveir þeirra reyndust vera með kórónuveirusmit.

„Áður en þeir fara um borð í skipið fær skipstjórin fyrirmæli um að þeir verði að bíða eftir niðurstöðu úr skimunum og verði að vera einangraðir á meðan, en það verður einhver samskiptafeill um borð sem leiðir til þess að þessir fimm fara í matsalinn,“ segir Garðar, en að skipstjórinn hafi axlað fulla ábyrgð og áttað sig á því hvað gerst hafi.

Starfsfólk í landi átti ekkert samneyti við áhöfn

Hafði skipstjórinn rakleiðis samband við Nesskip, sem höfðu samband við almannavarnir og landlækni. „Þegar þessi staða kemur upp er allt þetta áhafnarskiptaferli stoppað, þannig að það fór enginn af skipinu eins og til stóð, heldur eru þessir fimm sem áttu að fara enn um borð í skipinu og þeir sem unnu við losun skipsins voru ekki í neinu samneyti við áhöfnina,“ segir Garðar.

„Sem betur fer, þótt það séu þarna fimm í sóttvarnahúsinu, sé ég ekki betur en málið í heild sinni sé „under control“ og hafi verið höndlað af fagmennsku.“

Brottför Seaboss frá Grundartanga er áætluð klukkan 14 í dag. Undir venjulegum kringumstæðum myndi hafnsögumaður frá Faxaflóahöfnum fara um borð í skipið. Það verður hins vegar ekki gert að þessu sinni, að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra. Þess í stað munu tveir dráttarbátar draga skipið út úr höfninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »