Hörkuveiði hjá Eyjunum

Löndun eftir hörkuveiði hjá bæði Vestmannaey og Bergey í Eyjum.
Löndun eftir hörkuveiði hjá bæði Vestmannaey og Bergey í Eyjum. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu tvisvar fullfermi í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Bæði skipin komu til löndunar á mánudag og síðan aftur á fimmtudag. Þau héldu síðan á ný til veiða á föstudagskvöld.

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar hf., sem á skipin, er staðan tekin á Ragnari Waage Pálmasyni skipstjóra á Bergey.

„Það var hörkuveiði hjá báðum skipum í síðustu viku. Ég var þá að vísu í fríi en Snorri Þór Guðmundsson var með skipið. Bæði skip voru að veiðum á Pétursey og aflinn var blandaður. Í fyrri túrnum var þetta ýsa, ufsi og þorskur en í seinni túrnum mest ýsa og ufsi,“ segir Ragnar.

Hann segir veðrið ekki hafa verið til fyrirstöðu. „Í þessum túr fórum við austur að Ingólfshöfða en Vestmannaey hefur verið á Péturseynni áfram. Við lentum í bölvaðri brælu en höfum fengið góðan afla og erum á landleið. Hugsanlega munum við kasta á Péturseynni á landleiðinni til að fylla, við sjáum til,“ segir Ragnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,81 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,14 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,46 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,35 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,81 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,14 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,46 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,35 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »