Skora á ráðherra í þriðja sinn

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. Mbl.is/Golli

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS) hef­ur í tvígang skorað á sjávarútvegsráðherra að leiðrétta reglu­gerð um strandveiðar. „Áskor­un­in er hér með end­ur­tek­in í þriðja sinn auk þess sem kallað er eft­ir þeim heim­ild­um sem eft­ir sátu á síðasta ári. Strand­veiðimenn trúa ekki öðru en ráðherra verði við ákalli LS og komi með því í veg fyr­ir stöðvun strand­veiða í ág­úst,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, meðal annars í grein sinni í Morgunblaðinu í dag.

Örn segir að með reglugerðinni hafi ráðherra hækkað aflaviðmið til strandveiða um 720 tonn, eða um 7,2%. Í frétt á heimasíðu at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins, sem birt var í kjöl­farið, seg­ir að með því sé „komið til móts við þá miklu fjölg­un báta sem hafa stundað strand­veiðar á þessu ári“, sé það vel. Örn bendir síðan á niðurlag sömu fréttar, þar sem sé eft­ir­far­andi full­yrðing: „Ráðherra hef­ur að lög­um eng­ar frek­ari heim­ild­ir til að auka við afla­heim­ild­ir til strand­veiða á þessu fisk­veiðiári.“

„Hafi ráðherra rétt fyr­ir sér hefði hann að mínu mati átt að beita sér fyr­ir breyt­ingu á lög­um um stjórn fisk­veiða til að geta komið í veg fyr­ir þau vand­ræði sem nú eru í aug­sýn varðandi strand­veiðar, að þær verði stöðvaðar áður en tíma­bil­inu lýk­ur,“ ritar Örn og heldur áfram:

„Við breyt­ingu á reglu­gerð, þar sem rétt­ur til að færa hærra hlut­fall af óveidd­um heim­ild­um til veiða á næsta fisk­veiðiári, opnaðist tæki­færi til að auka við heim­ild­ir strand­veiðibáta. Fyr­ir­sjá­an­legt var að breyt­ing­in hefði í för með sér að minna yrði veitt af þorski á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári en gert var ráð fyr­ir. Auk­inn afli strand­veiðibáta mundi af þeim sök­um ekki leiða til að veitt yrði um­fram ráðgjöf á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári. Jafn­framt yrði aukn­ing­in nauðsyn­legt út­spil til að mæta vax­andi eft­ir­spurn eft­ir fersk­um þorski þar til nýtt fisk­veiðiár hefst 1. sept­em­ber.“

Jafna átti aðstöðu á milli svæða

Örn bendir á að markmiðið með breyt­ing­um á strand­veiðikerf­inu 2018 og aft­ur 2019 hafi verið að jafna aðstöðu milli svæða með því að all­ir fengju jafn­marga daga, afla­heim­ild­ir myndu duga í 48 daga, jafn­skipt í fjóra mánuði, maí-ág­úst. Til að tryggja það enn bet­ur hafi meiri­hluti at­vinnu­vega­nefnd­ar verið ein­huga um, árið 2019, að auka við afla­heim­ild­ir með því að ufsa­afli gæti ekki leitt til stöðvun­ar strand­veiða.

Rifjar Örn upp að árið 2019 hafi viðmiðun til strandveiða verið 11.100 tonn af óslægðum botn­fiski. Hægt hefði verið að nýta all­ar þær heim­ild­ir til að veiða þorsk þar sem 1.000 tonn­um af ufsa hafði verið bætt við botn­fisk­veiðiheim­ild­ir. „Hluti verðmæta þess­ara 1.000 tonna átti að renna til verk­efn­is­sjóðs sjáv­ar­út­vegs­ins. Þarna var búið að út­búa hvata til að nýta veiðiheim­ild­ir í ufsa, sem í mörg ár hafa brunnið inni eng­um til gagns,“ segir Örn í grein sinni.

Hann segir að þrátt fyrir fjölg­un báta hafi strand­veiðum í fyrra lokið með því að afl­inn varð nokkru und­ir út­hlutuðum veiðiheim­ild­um. Strax og það varð ljóst hafi verið ein­sýnt að það sem eft­ir sat kæmi til viðbót­ar á ár­inu 2020, sem Örn segir gild­a með aðrar út­hlutaðar afla­heim­ild­ir. Því hafi verið ástæða til bjart­sýni með strand­veiðar nú í ár, þrátt fyr­ir fyr­ir­sjá­an­lega fjölg­un sem að hluta til mátti rekja til Covid-19. Afla­heim­ild­ir yrðu næg­ar til að tryggja veiðar í 48 daga, að mati Arnar.

Setti að manni ugg

„Við birt­ingu reglu­gerðar um strand­veiðar 2020 setti þó að manni ugg. Ráðherra hafði ákveðið að skerða heim­ild­ir til strand­veiða um 1.000 tonn. Viðmiðun í þorski færð úr 11 þúsund tonn­um í 10 þúsund tonn. Þrátt fyr­ir að formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is hafi bent á að skiln­ing­ur henn­ar hafi verið 11 þúsund tonn og það hafi verið það sem Alþingi samþykkti hef­ur ráðherra verið ófá­an­leg­ur til að leiðrétta reglu­gerðina,“ segir Örn Pálsson enn fremur í grein sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 2.12.20 457,84 kr/kg
Þorskur, slægður 2.12.20 401,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.12.20 338,53 kr/kg
Ýsa, slægð 2.12.20 288,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.12.20 163,25 kr/kg
Ufsi, slægður 2.12.20 185,21 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 2.12.20 263,44 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.12.20 Skinney SF-020 Botnvarpa
Þorskur 20.657 kg
Ýsa 7.748 kg
Grálúða / Svarta spraka 422 kg
Ufsi 140 kg
Karfi / Gullkarfi 89 kg
Hlýri 64 kg
Steinbítur 16 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 5 kg
Samtals 29.141 kg
2.12.20 Steinunn SF-010 Botnvarpa
Þorskur 51.505 kg
Grálúða / Svarta spraka 2.519 kg
Ýsa 1.919 kg
Karfi / Gullkarfi 1.137 kg
Ufsi 392 kg
Grásleppa 121 kg
Hlýri 110 kg
Steinbítur 25 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 17 kg
Langa 13 kg
Samtals 57.758 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 2.12.20 457,84 kr/kg
Þorskur, slægður 2.12.20 401,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.12.20 338,53 kr/kg
Ýsa, slægð 2.12.20 288,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.12.20 163,25 kr/kg
Ufsi, slægður 2.12.20 185,21 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 2.12.20 263,44 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.12.20 Skinney SF-020 Botnvarpa
Þorskur 20.657 kg
Ýsa 7.748 kg
Grálúða / Svarta spraka 422 kg
Ufsi 140 kg
Karfi / Gullkarfi 89 kg
Hlýri 64 kg
Steinbítur 16 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 5 kg
Samtals 29.141 kg
2.12.20 Steinunn SF-010 Botnvarpa
Þorskur 51.505 kg
Grálúða / Svarta spraka 2.519 kg
Ýsa 1.919 kg
Karfi / Gullkarfi 1.137 kg
Ufsi 392 kg
Grásleppa 121 kg
Hlýri 110 kg
Steinbítur 25 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 17 kg
Langa 13 kg
Samtals 57.758 kg

Skoða allar landanir »