Ekkert frí um verslunarmannahelgina

Ísleifur VE mun aðeins stoppa stutt til að landa og …
Ísleifur VE mun aðeins stoppa stutt til að landa og fara svo beint út aftur til veiða. mbl.is/RAX

Tvö uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, Ísleifur VE og Kap VE, eru nú á leið heim úr Síldarsmugunni með samtals 1.800 tonn af makríl. Er Ísleifur væntanlegur snemma á morgun til lands í Eyjum, en Kap á sunnudaginn. Aðeins verður stoppað til að landa en svo strax haldið út til veiða á ný.

Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, segir í samtali við mbl.is að ekki sé um neina breytingu að ræða vegna breyttra sóttvarnaráðstafana sem meðal annars hafa leitt til þess að þjóðhátíð hefur verið aflýst. Hafa áhafnir hjá Vinnslustöðinni oft áður fengið frí yfir verslunarmannahelgina, en Sindri segir að ákveðið hafi verið í vetur að halda sig við þetta plan.

Ísleifur er á leið til hafnar með 1.000 tonn og Kap með 800 tonn. Sindri segir að Vinnslustöðin sé á svipuðum stað með landaðan makrílafla og á sama tíma í fyrra, eða um 7.000 tonn þegar þessi tvö skip hafa landað. Segist hann ánægður með þennan afla á þessum tíma, en um er að ræða viku túra, þar af um fjóra daga á siglingu. „En svo er beint út aftur,“ segir Sindri. „Við vorum alltaf staðráðnir í að fara út og veiða og vinna hvort sem það væri stoppað eða ekki,“ segir hann.

Miðað við núverandi stöðu segir hann að makrílveiðin muni líklega taka fram í september. Þá sé umtalsverður munur á kostnaði við veiðarnar miðað við þegar hægt var að sækja makrílinn beint út fyrir Vestmannaeyjar. Bæði sé olíukostnaður meiri og sóknarstýringin erfiðari. Nefnir hann að þegar ekki þurfi að fara nema 1-2 klukkustundir frá Eyjum til að finna makrílinn geti sent skip út eftir því sem henti vinnslunni. Núna fari þeir hins vegar í margra daga siglingu bara til að komast á miðin og heildartíminn fari mikið eftir veðri.

Leiðinleg veðurspá er við suður- og suðvesturhluta landsins í dag. Sindri segir að þrátt fyrir það eigi Ísleifur að sleppa vel á leiðinni heim. Kap muni mögulega fá á sig smá veður og kalda, en það eigi þó ekki að vera stórmál.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.8.20 389,81 kr/kg
Þorskur, slægður 14.8.20 462,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.8.20 326,93 kr/kg
Ýsa, slægð 14.8.20 262,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.8.20 92,90 kr/kg
Ufsi, slægður 14.8.20 97,87 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 14.8.20 215,09 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.8.20 Garpur RE-148 Þorskfisknet
Þorskur 412 kg
Skötuselur 43 kg
Langa 40 kg
Skata 31 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 529 kg
14.8.20 Steinunn HF-108 Lína
Karfi / Gullkarfi 542 kg
Hlýri 52 kg
Keila 34 kg
Þorskur 21 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 664 kg
14.8.20 Óli G GK-050 Lína
Hlýri 222 kg
Þorskur 72 kg
Karfi / Gullkarfi 39 kg
Steinbítur 22 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 361 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.8.20 389,81 kr/kg
Þorskur, slægður 14.8.20 462,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.8.20 326,93 kr/kg
Ýsa, slægð 14.8.20 262,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.8.20 92,90 kr/kg
Ufsi, slægður 14.8.20 97,87 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 14.8.20 215,09 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.8.20 Garpur RE-148 Þorskfisknet
Þorskur 412 kg
Skötuselur 43 kg
Langa 40 kg
Skata 31 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 529 kg
14.8.20 Steinunn HF-108 Lína
Karfi / Gullkarfi 542 kg
Hlýri 52 kg
Keila 34 kg
Þorskur 21 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 664 kg
14.8.20 Óli G GK-050 Lína
Hlýri 222 kg
Þorskur 72 kg
Karfi / Gullkarfi 39 kg
Steinbítur 22 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 361 kg

Skoða allar landanir »