Taprekstur og arðrán geti vel farið saman

Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir það fáránlega hugmynd að ætla að ekki sé hægt að reka fyrirtæki með tapi og stunda arðrán á sama tíma.

Þetta segir hann spurður út í samantekin reikningsskil þeirra fyrirtækja sem Samherji starfrækti í Namibíu þar sem kemur fram að tapið af starfseminni hafi numið um 950 milljónum króna á árunum 2012 til 2018. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir í frétt í Morgunblaðinu í morgun að þessari tölur staðfesti að fullyrðingar um að fyrirtækið hafi aðrænt samfélagið í Namibíu séu ekki á rökum reistar.

Smári hóf sérstaka umræðu um spillingu á Alþingi í nóvember í fyrra eftir fréttaflutning Stundarinnar og Kveiks um meinta spillingu Samherja í Namibíu. Þar sagði hann að fyrir liggi sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar.

Bendir á dótturfélög á Kýpur 

Smári segir í samtali við mbl.is það alþekkt í rekstri dótturfélaga á milli landa að þeim sé oft stillt upp þannig að taprekstur sé á bókunum til að komast hjá skattgreiðslum í þeim löndum þar sem þau vilja ekki borga skatt.

„Ég get ekki séð gögnin í þessari grein og fyrir vikið get ég ekki séð hvort það er í gangi hérna en mig grunar að upplýsingar um rekstur fyrirtækjanna á Kýpur myndu varpa miklu meira ljósi á stöðuna,“ segir hann og á þar við dótturfélög Samherja þar í landi. „Þegar maður er að stilla upp svona fyrirtækjastrúktúr er það ekkert gert óvart.“

Björgólfur Jóhannsson.
Björgólfur Jóhannsson. mbl.is/​Hari

„Hannaður frásagnamáti“

Þingmaðurinn setur einnig spurningarmerki við rannsókn norku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu en stofan var ráðin af Samherja. „Við skulum ekki láta eins og Wikborg Rein hafi verið að gera annað með sinni aðkomu en að verja hagsmuni síns skjólstæðings. Framsetningin er líklegast í samræmi við það, þetta er mjög hannaður frásagnamáti,“ greinir hann frá.

Í samtali við Morgunblaðið bendir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, á að greiðslur til namibískra aðila á tímabilinu hafi numið rúmlega 21 milljarði króna og að hlutfall veiðigjalda og launa á tímabilinu hafi numið 51% af innlendum rekstrarkostnaði.

Smári undrast að veiðigjöld og laun séu þarna tekin saman í eina tölu. „Hver gerir það? Þetta er ekki beinn kostnaðarliður sem er saman í bókhaldinu.“ Hann nefnir að auðvitað hafi einhverjir peningar orðið eftir í Namibíu en það að Samherji hafi verið rekið með tapi í landinu sýni engan veginn að þar hafi verið á ferðinni „einhver stórkostleg góðmennska“.

Samherji segir ekkert arðrán hafa átt sér stað í Namibíu.
Samherji segir ekkert arðrán hafa átt sér stað í Namibíu. mbl.is/Sigurður Bogi

Rannsóknir og dómsmál fái að klárast í friði

„Þetta eru viðskipti og hluti þeirra viðskipta virðast hafa verið á grundvelli mútubrota,“ segir hann og bætir við að mörg dómsmál séu í gangi þar sem margir séu með réttarstöðu grunaðs. „Þessi grein er ekki að gefa neinar upplýsingar sem voru ekki nú þegar til staðar. Það væri eðlilegast að leyfa rannsóknum og dómsmálum að klárast í friði frekar en að láta einhvern asnalegan hvítþvott viðgangast í fjölmiðlum.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 29.9.20 457,69 kr/kg
Þorskur, slægður 29.9.20 376,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.9.20 309,16 kr/kg
Ýsa, slægð 29.9.20 305,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.9.20 153,64 kr/kg
Ufsi, slægður 29.9.20 148,50 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 29.9.20 261,62 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.9.20 Rifsari SH-070 Dragnót
Þorskur 8.755 kg
Skarkoli 4.311 kg
Sandkoli 52 kg
Ýsa 6 kg
Steinbítur 5 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 3 kg
Samtals 13.132 kg
29.9.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.374 kg
Keila 221 kg
Hlýri 177 kg
Karfi / Gullkarfi 162 kg
Steinbítur 29 kg
Ýsa 28 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 2.006 kg
29.9.20 Esjar SH-075 Handfæri
Skarkoli 3.226 kg
Ýsa 1.472 kg
Þorskur 1.120 kg
Steinbítur 423 kg
Sandkoli 290 kg
Lúða 61 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 14 kg
Samtals 6.606 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 29.9.20 457,69 kr/kg
Þorskur, slægður 29.9.20 376,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.9.20 309,16 kr/kg
Ýsa, slægð 29.9.20 305,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.9.20 153,64 kr/kg
Ufsi, slægður 29.9.20 148,50 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 29.9.20 261,62 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.9.20 Rifsari SH-070 Dragnót
Þorskur 8.755 kg
Skarkoli 4.311 kg
Sandkoli 52 kg
Ýsa 6 kg
Steinbítur 5 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 3 kg
Samtals 13.132 kg
29.9.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.374 kg
Keila 221 kg
Hlýri 177 kg
Karfi / Gullkarfi 162 kg
Steinbítur 29 kg
Ýsa 28 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 2.006 kg
29.9.20 Esjar SH-075 Handfæri
Skarkoli 3.226 kg
Ýsa 1.472 kg
Þorskur 1.120 kg
Steinbítur 423 kg
Sandkoli 290 kg
Lúða 61 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 14 kg
Samtals 6.606 kg

Skoða allar landanir »