Verð á laxi heldur áfram að sveiflast mikið

Markaðsverð á laxi heldur áfram að lækka.
Markaðsverð á laxi heldur áfram að lækka. mbl.is/Helgi Bjarnason

Markaðsverð á eldislaxi heldur áfram að lækka og nam meðalverð 44,99 norskum krónum á kíló, jafnvirði 680 íslenskra króna, í viku 31 samkvæmt vísitölu Nasdaq. Er það lækkun um 2,53% frá vikunni á undan og 23,5% lækkun á síðastliðnum fjórum vikum. Ef litið er til lax í slátrunarstærð, þrjú til sex kíló, hefur meðalverð lækkað um 2,09% í viku 31 og 24,88% á undanförnum fjórum vikum.

Þann 9. júní sögðu 200 mílur frá því að verð hafði hækkað um 40% á fjórum vikum og er því óhætt að segja að sveiflurnar hafa verið umfangsmiklar.

Þegar þróunin er skoðuð með tillit til undanfarinna tólf vikna lækkar verð mun minna eða 7,45% að meðaltali og 9,4% ef aðeins er litið til fiska í slátrunarstærð. Fyrir tólf vikum var verð í mikilli lægð í kjölfar verðlækkana sem komu þegar lokanir vegna kórónuveirufaraldursins voru í hámarki.

Þegar takmörkunum var aflétt tók verð á mörkuðum við sér mjög hratt, en verðið tók að lækka á ný um miðjan júní þegar veitingastaðir og verslanir í Peking, höfuðborg Kína, hættu að selja lax í kjölfar þess að kórónuveira greindist á skurðbrettum hjá heildsala í borginni og hélt þróunin áfram og hefur verð ekki verið lægra síðan mánaðarmótin september október í fyrra.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 21.9.20 438,29 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.20 477,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.20 318,76 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.20 314,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.20 141,65 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.20 174,85 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 21.9.20 248,89 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.9.20 Bára NS-126 Handfæri
Þorskur 269 kg
Samtals 269 kg
21.9.20 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 2.921 kg
Þorskur 1.696 kg
Steinbítur 373 kg
Keila 97 kg
Skarkoli 36 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.133 kg
21.9.20 Rán SH-307 Landbeitt lína
Ýsa 4.335 kg
Þorskur 74 kg
Steinbítur 15 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 4.445 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 21.9.20 438,29 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.20 477,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.20 318,76 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.20 314,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.20 141,65 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.20 174,85 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 21.9.20 248,89 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.9.20 Bára NS-126 Handfæri
Þorskur 269 kg
Samtals 269 kg
21.9.20 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 2.921 kg
Þorskur 1.696 kg
Steinbítur 373 kg
Keila 97 kg
Skarkoli 36 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.133 kg
21.9.20 Rán SH-307 Landbeitt lína
Ýsa 4.335 kg
Þorskur 74 kg
Steinbítur 15 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 4.445 kg

Skoða allar landanir »