Dísa duglegust allra að dæla

Dísa er orðin flott og fín á nýjan leik. Eftir …
Dísa er orðin flott og fín á nýjan leik. Eftir sjósetningu liggur leiðin til Bíldudals til að dæla upp kalkþörungum af hafsbotni. Morgunblaðið/sisi

Margir leggja leið sína að gömlu höfninni í Reykjavík til að skoða skipin og bátana eða bara líflegt mannlífið sem þar er að finna alla daga. Fólk staldrar gjarnan við Slippinn, ekki síst erlendir ferðamenn, sem eru óvanir að sjá skip á þurru landi. Undanfarna daga hefur sanddæluskipið Dísa verið í skveringu í Slippnum og er skipið nú orðið eins og nýtt.

Stefnt er að því að sjósetja Dísu í lok vikunnar, samkvæmt upplýsingum Eysteins Dofrasonar, verkefnastjóra hjá Björgun, eiganda skipsins. Næst liggur leið skipsins til Bíldudals, þar sem dælt verður af hafsbotni hráefni fyrir kalkþörungaverksmiðjuna.

Dísa á svo að hefja dælingu í Landeyjahöfn 15. september næstkomandi, en óhætt er að fullyrða að ekkert skip hefur unnið jafn ötullega að því að halda höfninni opinni undanfarin ár og Dísa.

Óhemjumagn af sandi

Frá 2010 til loka árs 2019 er heildarmagn dýpkunarefnis úr Landeyjahöfn og innsiglingunni að henni rúmlega 4,1 milljón rúmmetra (m³), samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Þetta er geysilegt magn af sandi og margfalt meira en áætlað var þegar höfnin var hönnuð. Í matsskýrslu fyrir Landeyjahöfn (Bakkafjöruhöfn, 2008) og tengdar framkvæmdir var heildarmagn viðhaldsdýpkunar áætlað um 30 þúsund m³ á ári og eftir aftakaveður var reiknað með að gæti þurft að fjarlægja um 80 þúsund rúmmetra. Reyndin hefur orðið sú að margfalt meira hefur þurft að losa úr höfninni. Til dæmis var 317.700 rúmmetrum af sandi dælt upp árið 2019 og árið 2020 er áætlað að dæla alls upp 300.000-500.000 rúmmetrum.

Dísa hefur unnið við dýpkun í Landeyjahöfn allt frá árinu …
Dísa hefur unnið við dýpkun í Landeyjahöfn allt frá árinu 2011. mbl.is/Styrmir Kári

Forsendur áætlunar á umfangi viðhaldsdýpkunar hafa því ekki staðist. Fyrir því eru nokkrar ástæður og vegur þar þyngst gosið í Eyjafjallajökli vorið 2010, að mati sérfræðinga. Í kjölfar þess stórjókst framburður frá jöklinum sem veldur meiri efnisburði í innsiglingu Landeyjahafnar en reiknað var með þegar höfnin var hönnuð.

Björgun hefur gert út skipið Dísu frá 2013 en áður hét það Scandia. Dísa er 623 brúttótonn, smíðuð í Álaborg í Danmörku 1968.

Dísa/Scandia kom fyrst til landsins í ársbyrjun 2011 og var þá í eigu Íslenska gámafélagsins, sem verið hafði lægstbjóðandi í dælinguna. Skipið hóf strax að vinna við dýpkun Landeyjahafnar. Dísa getur borið 540 rúmmetra af efni og dælt niður á 25 metra dýpi.

Dísu var á sínum tíma gefið nafn í höfuðið á Þórdísi Unndórsdóttur, sem verið hefur skrifstofustjóri Björgunar í áratugi.

Björgun gerir einnig út sanddæluskipið Sóleyju og hefur gert síðan 1988. Sóley er notuð til að afla hráefnis til vinnslu í landi, til dýpkunar og landgerðar. Skipið ber allt að 1,450 rúmmetra af efni og getur dælt upp efni af allt að 40 metra dýpi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 21.9.20 438,29 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.20 477,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.20 318,76 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.20 314,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.20 141,65 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.20 174,85 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 21.9.20 248,89 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.9.20 Bára NS-126 Handfæri
Þorskur 269 kg
Samtals 269 kg
21.9.20 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 2.921 kg
Þorskur 1.696 kg
Steinbítur 373 kg
Keila 97 kg
Skarkoli 36 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.133 kg
21.9.20 Rán SH-307 Landbeitt lína
Ýsa 4.335 kg
Þorskur 74 kg
Steinbítur 15 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 4.445 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 21.9.20 438,29 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.20 477,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.20 318,76 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.20 314,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.20 141,65 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.20 174,85 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 21.9.20 248,89 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.9.20 Bára NS-126 Handfæri
Þorskur 269 kg
Samtals 269 kg
21.9.20 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 2.921 kg
Þorskur 1.696 kg
Steinbítur 373 kg
Keila 97 kg
Skarkoli 36 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.133 kg
21.9.20 Rán SH-307 Landbeitt lína
Ýsa 4.335 kg
Þorskur 74 kg
Steinbítur 15 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 4.445 kg

Skoða allar landanir »