Samherji tekur milljarða fjárfestingu í notkun

Nýtt 9.000 fermetra frystihús Samherja á Dalvík var tekið í notkun við formlega athöfn síðdegis í dag og segja eigendur að um sé að ræða eina af fullkomnari vinnslulínum í heimi hvað bolfiskvinnslu varðar. Vinnsla hefst á morgun. Fjárfesting Samherja hleypur á um sex milljörðum króna og er sjálfvirknin í forgrunni.

„Þetta er í raun endapunktur á fjögurra ára vinnu og þá byrjar nýr kafli, að láta tæki og tól snúast,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við 200 mílur. Hann bendir jafnframt á að það þurfi nú að hefja það ferli að þjálfa starfsfólkið í notkun búnaðarins.

Nýtt frystihús Samherja á Dalvík var tekið í notkun í …
Nýtt frystihús Samherja á Dalvík var tekið í notkun í dag. Um er að ræða eina sjálfvirknivæddustu landvinnslu í heimi. mbl.is/Þorgeir

Mikil fjárfesting

Aðspurður kveðst Þorsteinn Már ekki eiga von á því að nýja frystihúsið muni skila miklum afköstum frá því að vélarnar eru settar í gang á morgun, enda tekur tíma að vinna úr öllum hnökrum sem tengjast nýjum tækjum og hugbúnaði. „Þetta er gríðarlega mikill búnaður og ég held að það taki einhvern tíma að ná þeim afköstum sem voru í gamla húsinu, það tókst mjög vel að vinna fisk í því húsi sem við vorum í. Ef okkur tekst að vera með sömu afköst og við vorum með þar á innan við fjórum mánuðum er ég mjög ánægður.“

Eins og fyrr segir er um að ræða umfangsmikinn tækjabúnað og er hann um helmingur af sex milljarða fjárfestingu Samherja, að sögn Þorsteins Más. Í nýja frystihúsinu er að finna fjórar vinnslulínur, fimm flökunarvélar, fjóra hausara, fjóra lausfrysta, tvo stöflunarróbóta, einn karalosunarróbót, tvp sjálfvirka lyftara og sjálfvirkt þvottakerfi á færiböndum.

Stærsti róbótinn hefur fengið nafnið Villi Hlaup, en Villi var …
Stærsti róbótinn hefur fengið nafnið Villi Hlaup, en Villi var um árail starfsmaður Samherja og sérstakur áhugamaður um frjálsar íþróttir. mbl.is/Gunnlaugur
Fulltrúar Dalvíkurbyggðar og þeirra fyrirtækja sem koma að verkefninu skoðuðu …
Fulltrúar Dalvíkurbyggðar og þeirra fyrirtækja sem koma að verkefninu skoðuðu búnaðinn. mbl.is/Gunnlaugur

Í ræðu þakkaði Þorsteinn Már þeim íslensku iðnfyrirtækjum sem komu að verkefninu fyrir samstarfið, en benti jafnframt á að samstarfinu væri ekki lokið þar sem frystihúsið á Dalvík mun vera einskonar sölubás fyrirtækjanna þegar þau hyggjast selja öðrum tæknilausnir sínar.

Hátæknilausnir

Með aukinni sjálfvirknivæðingu er ekki einungis hægt að auka nákvæmni og afköst, heldur er einnig að finna hugbúnað sem tengir tækin saman og skilar fyrirtækinu mikilvægar upplýsingar um vinnsluna. Þetta gerir það einfaldara að tryggja gæði þeirra afurða sem unnar eru.

Unnið hefur verið að hátæknivinnslunni á Dalvík í nokkur ár og er þar meðal annars að finna flokkara frá íslenska tæknifyrirtækinu Völku. Um er að ræða búnað sem ætlaður er til að flokka bita eftir þyngd, stærð og lögun. Þetta gerir hann með mikilli nákvæmni og hraða sem skilar aukinni skilvirkni. Það þykir sérstaklega eftirtektarvert að Völku hefur tekist að hanna þennan búnað þannig að hann tekur aðeins helming af því gólfplássi sem hann ellegar hefði þurft.

Einnig er að finna nýjustu tækni í vatnsskurðvélum sem stýrt er með röntgentækni.

Fjöldi íslenskra fyrirtækja koma að verkefninu og eru meðal þeirra Valka, Frost, Samey, Skaginn 3X, Baader Ísland, Slippurinn Akureyri, Vélfag, Raftákn og Marel.

Þorsteinn Már Baldvinsson þakkaði samstarfsaðilum fyrir þeirra framlag í dag.
Þorsteinn Már Baldvinsson þakkaði samstarfsaðilum fyrir þeirra framlag í dag. mbl.is/Gunnlaugur
Öll handrið eru gul til þess að auka sýnileika þeirra …
Öll handrið eru gul til þess að auka sýnileika þeirra og þar með öryggi starfsmanna. mbl.is/Gunnlaugur
Samherji Dalvík Vinnsla
Samherji Dalvík Vinnsla mbl.is/Gunnlaugur
mbl.is/Gunnlaugur

Samherji bauð blaðamanni á viðburðinn og bar kostnað af ferðalagi frá Reykjavík til Dalvíkur.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 4.12.20 522,23 kr/kg
Þorskur, slægður 4.12.20 479,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.12.20 347,77 kr/kg
Ýsa, slægð 4.12.20 221,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.12.20 163,25 kr/kg
Ufsi, slægður 4.12.20 111,67 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.20 226,00 kr/kg
Gullkarfi 4.12.20 222,96 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.12.20 Kristrún RE-177 Grálúðunet
Grálúða / Svarta spraka 276.065 kg
Þorskur 3.125 kg
Grálúða / Svarta spraka 539 kg
Hlýri 230 kg
Skata 141 kg
Tindaskata 112 kg
Samtals 280.212 kg
4.12.20 Einar Hálfdáns ÍS-011 Landbeitt lína
Þorskur 50 kg
Karfi / Gullkarfi 22 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 92 kg
4.12.20 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Þorskur 18 kg
Skarkoli 9 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 32 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 4.12.20 522,23 kr/kg
Þorskur, slægður 4.12.20 479,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.12.20 347,77 kr/kg
Ýsa, slægð 4.12.20 221,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.12.20 163,25 kr/kg
Ufsi, slægður 4.12.20 111,67 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.20 226,00 kr/kg
Gullkarfi 4.12.20 222,96 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.12.20 Kristrún RE-177 Grálúðunet
Grálúða / Svarta spraka 276.065 kg
Þorskur 3.125 kg
Grálúða / Svarta spraka 539 kg
Hlýri 230 kg
Skata 141 kg
Tindaskata 112 kg
Samtals 280.212 kg
4.12.20 Einar Hálfdáns ÍS-011 Landbeitt lína
Þorskur 50 kg
Karfi / Gullkarfi 22 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 92 kg
4.12.20 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Þorskur 18 kg
Skarkoli 9 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 32 kg

Skoða allar landanir »