Faraldurinn hefur sett svip á söluna til Asíu

Sölustjóri vinnslustöðvarinnar í Japan Yohei Kitayama segir faraldurinn hafa haft …
Sölustjóri vinnslustöðvarinnar í Japan Yohei Kitayama segir faraldurinn hafa haft margþætt áhrif á markaðinn í Asíu. Ljósmynd/VSV

Kórónuveirufaraldurinn og loðnubrestur hefur haft fjölbreytt áhrif á markaðina og sölu afurða undanfarinna mánuði. Meðal annars hafa matvælaframleiðendur í Asíu orðið uppiskroppa með loðnubirgðir, jafnframt kann faraldurinn að hafa komið í veg fyrir skort á loðnuhrognum. Þá komu engir gæðaeftirlitsmenn frá makrílkaupendum í Asíu til Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í sumar eins og venja er.

Yohei Kitayama, sölustjóri Vinnslustöðvarinnar í Japan, segir að þar sem viðskiptavinir ekki komu í sumar til þess að leggja mat á makrílinn hefur verið gripið til þess að nýta samskiptaforritið WhatsApp og hefur kaupendum meðal annars verið sendar myndir og myndskeið um leið og landað er. „Það er rétt að við fáum yfirleitt heimsóknir frá asískum viðskiptavinum á tímabilinu til að kanna gæði fisksins sem við framleiðum og þeir velja ákveðinn hluta aflans og magn sem þeir telja henta fyrir markaðinn.“

Ekki er bannað fyrir farþega frá Asíu að koma til …
Ekki er bannað fyrir farþega frá Asíu að koma til landsins, en Vinnslustöðin ákvað að það væri í hag allra aðila að takmarka komu kaupenda í ár vegna faraldursins. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Hann segir ekki hafa verið ómögulegt að koma asískum viðskiptavinum til landsins þar sem engin gildandi ákvæði á Íslandi hafi beinlínis bannað komu þeirra og bendir á að nokkrir gæðaeftirlitsmenn frá kaupendum hafi verið hjá öðrum framleiðendum á Íslandi. „Við tókum hins vegar ákvörðun um að okkar viðskiptavinir ættu ekki að ferðast. [...] Við vildum ekki að það væri hætta á því að viðskiptavinir okkar, og ég sjálfur, kæmu með kórónuveiruna frá Asíu og trufluðu framleiðsluáætlun Vinnslustöðvarinnar.

Einnig var ákveðið að takmarka eigin áhættu. Ef ég sjálfur eða mikilvægir viðskiptavinir smitast af kórónuveirunni á ferðinni. Það yrði hörmulegt ef einhver okkar myndi þurfa að leggjast inn á sjúkrahús og þar með ekki geta stundað viðskipti.“

Stöðug samskipti

Kitayama útskýrir að það hafi þess vegna verið gripið til þess að nýta tækni til þess að framkvæma gæðaeftirlitið. Þá er samskiptaforritið WhatsApp notað til þess að sinna daglegum samskiptum milli framleiðslunnar í Vestmannaeyjum, sölustjórans í Japan og asísku kaupendanna.

„Vegna reynslu undanfarinna ára er framleiðslufólk okkar vel þjálfað í að skilja gæðakröfur og gæðastaðla í Asíu. Um leið og landað er tekur einn gæðafulltrúi myndbönd og myndir af fiskinum og sendir umsvifalaust til okkar í Japan svo við getum verið 100% meðvituð um hvað er að gerast í rauntíma, jafnvel þegar við erum í Japan.

Kitayama skoða afla árið 2018. Venja er að hann komi …
Kitayama skoða afla árið 2018. Venja er að hann komi til landsins með fulltrúum kaupenda á hverri vertíð. Ljósmynd/VSV

Gæðafulltrúinn heldur utan um áframhaldandi skoðun meðan á framleiðslunni stendur, sendir okkur nauðsynlegar myndir og myndbönd og við getum spjallað milli Japans og Íslands. [...] Eina vandamálið er tímamismunur, en framleiðsla fer fram allan sólarhringinn og er þetta því ekkert stórmál,“ segir Kitayama og bætir við að mikilvægum viðskiptavinum hafi verið gefinn kostur á að fá aðgang að gæðaeftirlitsgögnum úr hugbúnaði sem notaður er í framleiðsluferlinu.

Uppiskroppa með birgðir

Í fyrsta sinn í sögu loðnuveiða við Íslandsstrendur varð loðnubrestur annað árið í röð. Sendinefnd stórra matvælaframleiðenda í Japan kom til Íslands í byrjun árs til þess að hvetja íslensk yfirvöld til þess að gefa út lágmarksaflamark í loðnu í þeim tilgangi að tryggja markaðsstöðu. Töldu fyrirtækin meðal annars að skortur á loðnuhrognum gæti orðið til þess að hráefninu yrði einfaldlega skipt út og að í kjölfarið yrði erfitt að koma afurðinni á markað á ný.

Spurður um stöðuna á loðnumarkaðnum segir Kitayama hann vera í mjög sérkennilegri stöðu. „Allir eru að verða uppiskroppa með birgðir og það er ljóst að birgðirnar munu ekki endast fram að næsta tímabili. Það var loðnuveiði í Kanada í sumar en það bar ekki mikinn árangur, lélegur afli og mjög lítil stærð. Allir í greininni reyna að stjórna sölunni eins mikið og mögulegt er til að halda markaðnum uppi.“

Bjargað af faraldrinum

Hann segir hins vegar aðra sögu vera af stöðunni á markaðnum með loðnuhrognin, en þau eru notuð í framleiðslu á masago sem er nýtt í sushigerð. „Stærsti markaðurinn fyrir masago er Bandaríkin, sérstaklega matvælaþjónustusviðið, sem varð fyrir mesta högginu þegar kórónuveirufaldurinn stóð sem hæst í vor.“

Hann segir að búist hafi verið við gríðarlegum hráefnisskorti þegar ljóst varð að engin loðnuveiði yrði við Íslandsstrendur. „Hins vegar féll neysla masago mjög mikið vegna faraldursins, hún varð bókstaflega engin í vor þegar ástandið var sem verst í New York og Kaliforníu. Ástandinu var snúið alveg við. Spurnin eftir masago vex núna hægt og bítandi, en er hvergi nærri því sem hún var áður.“

Aldrei áður hefur verið loðnubrestur tvö ár í röð.
Aldrei áður hefur verið loðnubrestur tvö ár í röð. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Til framtíðar er ljóst að framleiðendur sem njóta mikils trausts og góðs orðspors munu geta stundað sölu án þess að viðskiptavinir þeirra mæti á staðinn, að sögn Kitayama. Hins vegar telur hann að framleiðendur sem ekki hafa framúrskarandi orðspor muni eiga erfitt með að sannfæra asíska kaupendur um að stunda við þá viðskipti án þess að þeir geti framkvæmt eigið gæðaeftirlit.

„Það er þó ávallt þannig að betra er að viðskiptavinum sé fært að heimsækja Ísland af og til í þeim tilgangi að kynna sér framleiðsluferlið,“ segir hann að lokum og kveðst vona að fari að koma loðnuvertíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 27.11.20 376,84 kr/kg
Þorskur, slægður 27.11.20 465,58 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.11.20 239,95 kr/kg
Ýsa, slægð 27.11.20 275,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.11.20 141,48 kr/kg
Ufsi, slægður 26.11.20 185,74 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 27.11.20 257,46 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.11.20 Hafrafell SU-065 Lína
Steinbítur 8 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 13 kg
27.11.20 Halla Daníelsdóttir RE-770 Þorskfisknet
Ufsi 81 kg
Karfi / Gullkarfi 64 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 42 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 260 kg
27.11.20 Fjóla SH-007 Plógur
Pílormur 1.030 kg
Samtals 1.030 kg
27.11.20 Harðbakur EA-003 Botnvarpa
Ufsi 8.721 kg
Karfi / Gullkarfi 1.478 kg
Samtals 10.199 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 27.11.20 376,84 kr/kg
Þorskur, slægður 27.11.20 465,58 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.11.20 239,95 kr/kg
Ýsa, slægð 27.11.20 275,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.11.20 141,48 kr/kg
Ufsi, slægður 26.11.20 185,74 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 27.11.20 257,46 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.11.20 Hafrafell SU-065 Lína
Steinbítur 8 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 13 kg
27.11.20 Halla Daníelsdóttir RE-770 Þorskfisknet
Ufsi 81 kg
Karfi / Gullkarfi 64 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 42 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 260 kg
27.11.20 Fjóla SH-007 Plógur
Pílormur 1.030 kg
Samtals 1.030 kg
27.11.20 Harðbakur EA-003 Botnvarpa
Ufsi 8.721 kg
Karfi / Gullkarfi 1.478 kg
Samtals 10.199 kg

Skoða allar landanir »