Yfirborðshiti sjávar mældist svipaður milli ára

Fimmtán daga leiðangri á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni lauk í gær. …
Fimmtán daga leiðangri á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni lauk í gær. Meðal annars var sjósett straummælalögn í Grænlandssundi. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Yfirborðshiti sjávar umhverfis landið í ágúst mældist svipaður í ár og í fyrra samkvæmt niðurstöðum úr leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem lauk í gær. Tekið er fram á vef stofnunarinnar að frekari úrvinnsla gagna úr leiðangrinum fer fram á næstu mánuðum.

Mælingar voru framkvæmdar á yfirborði og á 50 metra dýpi. Fram kemur að á sumrin er „lagskipting í vatnssúlunni þar sem yfirborðslagið er heitara og ræður þykkt yfirborðslagsins miklu um hita þess.“ Var hiti við yfirborð níu til tólf gráður við landið sunnanvert en sex til tíu gráður á Norðurmiðum. Þá segir að „lítill munur var á hita milli yfirborðs og 50 metra dýpis í hlýsjónum fyrir sunnan og vestan landið.

Mynd/Hafrannsóknastofnun
Mynd/Hafrannsóknastofnun

Leiðangurinn tók 15 daga og var farinn á Bjarna Sæmundssyni, rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar. Tilgangur hans var að framkvæma mælingar á ástandi sjávar og var mælt á 213 stöðvum á sniðum sem ná yfir helstu sjógerðir við landið og inni á fjörðum og flóum.

Ýmsum búnaði sinnt

„Vöktun á eðlis- og efnafræðilegum eiginleikum sjávar er eitt af föstum verkefnum Hafrannsóknastofnunar. Markmið þess er að vakta langtímabreytingar á umhverfisþáttum í hafinu umhverfis Ísland. Í því felast m.a. að gera endurteknar mælingar á hitastigi, seltu, súrnun sjávar og styrk næringarefna á stöðvum kringum Ísland í fjórum rannsóknaleiðöngrum ár hvert,“ segir á vef stofnunarinnar.

Hafrannsóknastofnun styðst við ýmsan tækjakost.
Hafrannsóknastofnun styðst við ýmsan tækjakost. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Fram kemur að einnig var sinnt gagnaöflun vegna verkefnis þar sem skoðuð eru útbreiðsla, uppruni og afdrif loðnuungviða. Auk þess var ferðin nýtt til þess að sinna ýmsum tækjabúnaði, en stofnunin fylgist meðal annars með straumum á tveimur stöðum á landgrunninu, í Grænlandssundi er mældur yfirfallsstraumur úr Norðurhöfum og á Hornbanka er innflæði Atlantssjávar á Norðurmið mælt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 449,15 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 474,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 203,72 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,31 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,45 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 189,26 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Kristinn ÞH 163 Grásleppunet
Grásleppa 1.765 kg
Þorskur 162 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.944 kg
23.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 653 kg
Þorskur 57 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 750 kg
23.4.24 Akurey AK 10 Botnvarpa
Karfi 41.096 kg
Ýsa 33.178 kg
Ufsi 26.263 kg
Þorskur 10.816 kg
Samtals 111.353 kg
23.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 672 kg
Þorskur 29 kg
Samtals 701 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 449,15 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 474,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 203,72 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,31 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,45 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 189,26 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Kristinn ÞH 163 Grásleppunet
Grásleppa 1.765 kg
Þorskur 162 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.944 kg
23.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 653 kg
Þorskur 57 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 750 kg
23.4.24 Akurey AK 10 Botnvarpa
Karfi 41.096 kg
Ýsa 33.178 kg
Ufsi 26.263 kg
Þorskur 10.816 kg
Samtals 111.353 kg
23.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 672 kg
Þorskur 29 kg
Samtals 701 kg

Skoða allar landanir »