Vonir bundnar við loðnumælingar í haust

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun halda í loðnuleiðangur 15. september.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun halda í loðnuleiðangur 15. september. mbl.is/Þorgeir

Fram undan er hefðbundinn haustleiðangur til mælinga á stærð loðnustofnsins. Eftir tvö ár án loðnuvertíðar eru vonir bundnar við að nægilegt magn finnist til að staðfesta eða auka þann upphafskvóta sem Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES, gaf út með bráðabirgðaráðgjöf á síðasta ári fyrir vertíðina í ársbyrjun 2021.

Bergmálsmælingar á loðnu í haust verða gerðar í samvinnu Hafrannsóknastofnunar og grænlenskrar systurstofnunar eins og síðustu ár. Grænlendingar hafa leigt norska skipið Eros í verkefnið eins og í fyrra. Leiðangur skipsins hefst 7. september og verður fólk frá Hafrannsóknastofnun um borð. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur síðan af stað 15. september.

Verkaskiptingin er þannig að Eros mælir á suðursvæðinu norður með landgrunni Austur-Grænlands í átt að Vestfjarðamiðum, en Árni tekur norðurhluta Vestfjarðamiða, norður með Grænlandi og allt austur að Jan Mayen. Reiknað er með að mælingum skipanna ljúki um 5. október. Síðustu ár hefur útbreiðsla loðnunnar að hausti verið vestlægari en áður og að mestum hluta í grænlenskri lögsögu.

Loðnuveiðar hafa ekki farið fram síðastliðinn tvö ár.
Loðnuveiðar hafa ekki farið fram síðastliðinn tvö ár. mbl.is/Golli

Fannst á litlu svæði

Í fyrrahaust fannst megnið af ungloðnu, sem myndar veiðistofninn í vetur, á tiltölulega litlu svæði vestast og sunnan til á rannsóknasvæðinu. Þá mældust 83 milljarðar einstaklinga eða 608 þúsund tonn af ókynþroska loðnu, en samkvæmt aflareglu frá 2015 þarf yfir 50 milljarða til að mælt sé með upphafsaflamarki. Í kjölfarið voru gögn frá Hafró lögð fyrir ICES, sem í lok nóvember gaf út upphafsaflamark upp á tæp 170 þúsund tonn og hafði þá verið tekið tillit til varúðarnálgunar.

Að loknum leiðangrinum í fyrrahaust kom fram í Morgunblaðinu að bjartsýni ríkti um loðnuvertíð fyrstu mánuði ársins 2021. Jafnframt að mikið ætti eftir að gerast í lífi loðnunnar, sem er skammlífur fiskur, frá lokum mælinga fram að vertíð 14 mánuðum síðar.

Smábátar við rannsóknir

Meginhrygning loðnunnar er við sunnan- og vestanvert landið í mars og apríl. Síðustu ár hefur hrygning aukist við landið norðanvert og staðið allt fram í júlí. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti stofnsins hefur hrygnt fyrir norðan.

Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, segir að í vor hafi verið gerð tilraun til að bergmálsmæla og taka sýni af loðnu á handfærabáti í Þistilfirði og víðar við Norðausturland til að reyna að fylgjast með hrygningu á þeim slóðum.

Þetta verkefni hafi verið takmarkað, en eigi að síður hafi það lofað góðu þannig að það verði útfært frekar næsta sumar og þá verði fleiri smábátar nýttir í þessar rannsóknir við Norðurland. Styrkur hefði fengist í verkefnið frá sjávarútvegsráðuneytinu.

Færeyjaloðnan rannsökuð

Í vor varð vart við loðnu á nokkrum stöðum við Færeyjar, en slíkt mun ekki hafa gerst áður. Ekki er talið að mikið magn hafi verið á ferðinni, en það liggur þó ekki fyrir. Líklegast er talið að um loðnu úr norðlægri hrygningu við Ísland hafi verið að ræða.

Guðmundur segir að vefjasýni úr Færeyjaloðnunni hafi verið send til erfðarannsókna í Noregi, en þar er í gangi verkefni um aðgreiningu loðnustofna. Niðurstöður liggja ekki fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »