Samherjaskjalið fundið og birt

Samherji birti í dag vinnuskjal Verðlagsstofu skiptasverðs sem lagt var …
Samherji birti í dag vinnuskjal Verðlagsstofu skiptasverðs sem lagt var til grundvallar umfjöllunar Kastljóss um karfasölu Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Vinnuskjal Verðlagsstofu skiptaverðs um karfaviðskipti Samherja er nú komið í leitirnar, tilkynnir fyrirtækið í færslu á vef sínum. „Ekkert í skjalinu styður þær ásakanir sem settar voru fram á hendur Samherja í Kastljósi,“ fullyrðir Samherji í færslunni.

Skjalið, sem var grundvöllur umfjöllunar Kastljóss árið 2012 um meint brot Samherja á þágildandi gjaldeyrislögum, er birt í heild sinni í færslunni. Tekur fyrirtækið fram að um sé að ræða „óundirritað og ódagsett vinnuskjal um karfaútflutning án efnislegrar niðurstöðu“ og ekki skýrslu. Er með þessu vísað til orða Verðlagsstofu skiptaverðs um skjalið.

Skjalið fjallar um útflutning Samherja á karfa árin 2008 og 2009. Telja forsvarsmenn fyrirtækisins að skjalið veiti upplýsingar sem „ganga alvarlega í berhögg við umfjöllun og niðurstöðu þáttarins“. Þá eru þáttagerðarmenn Ríkisútvarpsins sagðir hafa sleppt því að birta umræddar upplýsingar og er staðhæft að skjalið sýni að „aðeins lítill hluti umrædds útflutnings á karfa var veiddur af skipum Samherja. Þá er ekkert fjallað um stærð eða gæði karfans í vinnuskjalinu“.

Bent er sérstaklega á að embætti sérstaks saksóknara hafi í tvígang fellt niður rannsókn á karfaútflutningi Samherja þar sem embættið „taldi að ásakanirnar ættu ekki við rök að styðjast,“ að sögn fyrirtækisins.

Samherji segir yfirstrikanir í skjalinu hafa verið unnar af Verðlagsstofu skiptaverðs.

Vistað utan hefðbundins skjalakerfis

Í beinu framhaldi af birtingu vinnuskjalsins á vef Samherja hefur Verðlagsstofa skiptaverðs sent frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er fram því að við leit að gögnum hafi fundist vinnsukjal sem unnið var af starfsmanni sem lét af störfum 2010 en að það hafi verið vistað utan hefðbundins skjalakerfis.

Yfirlýsing Verðlagsstofu skiptaverðs í heild:

Í yfirlýsingu sem Verðlagsstofa skiptaverðs (VSS) sendi frá sér þann 12. ágúst síðastliðinn var greint frá upplýsingum sem VSS tók saman í janúar 2012 um karfaútflutning áranna 2010 og 2011 og sendi úrskurðanefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012.

Við áframhaldandi leit í gögnum VSS að upplýsingum sem varða útflutning á karfa á þessum árum hefur komið í leitirnar vinnuskjal með greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Vinnuskjalið sem ber yfirskriftina: „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“ var tekið saman af þáverandi starfsmanni VSS og sent úrskurðarnefnd í apríl 2010. Viðkomandi starfsmaður lét af störfum hjá Verðlagsstofu vorið 2010.

Um er að ræða þriggja blaðsíðna ódagsett og óundirritað skjal með töflum og tölulegum upplýsingum um útflutning á óunnum karfa til Þýskalands árin 2008 og 2009, um meðalverð og magn í beinni sölu og á markaði innanlands þessi ár ásamt yfirliti um útgefin meðalviðmiðunarverð á karfa hjá VSS eftir mánuðum árin 2008 og 2009. Í lok skjalsins  dregur þáverandi starfsmaður VSS ályktun af þessum gögnum í nokkrum línum.

Ástæða þess að ekki var getið um tilvist þessa skjals í fyrri yfirlýsingu VSS frá 12. ágúst er að það fannst ekki fyrr en nýlega þar sem það var vistað utan hefðbundins skjalakerfis VSS aflögðu gagnadrifi sem núverandi starfsmenn hafa fæstir aðgang að.

Trúnaður

Þau gögn sem Verðlagsstofa safnar og/eða vinnur fyrir úrskurðarnefndina eru trúnaðargögn, sbr. 17. gr. laga nr. 13/1998, og eru starfsmenn Verðlagsstofu, sem og nefndarmenn úrskurðarnefndar, bundin þagnarskyldu. Starfsmenn Verðlagsstofu og nefndarmenn úrskurðarnefndar geta þar af leiðandi ekki tjáð sig efnislega um einstaka mál sem til umfjöllunar eru hverju sinni né þau gögn sem heyra þar undir.

Uppfært 25.08 klukkan 14:53 í kjölfar móttöku yfirlýsingar Verðlagsstofu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 25.9.20 440,94 kr/kg
Þorskur, slægður 25.9.20 408,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.9.20 271,28 kr/kg
Ýsa, slægð 25.9.20 307,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.9.20 120,71 kr/kg
Ufsi, slægður 25.9.20 177,68 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 25.9.20 245,31 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.20 Björn EA-220 Þorskfisknet
Ufsi 5.885 kg
Þorskur 506 kg
Karfi / Gullkarfi 56 kg
Ýsa 41 kg
Samtals 6.488 kg
26.9.20 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 250 kg
Þorskur 70 kg
Samtals 320 kg
26.9.20 Bárður SH-081 Dragnót
Ýsa 14.523 kg
Þorskur 2.869 kg
Langlúra 83 kg
Skarkoli 55 kg
Steinbítur 20 kg
Lúða 8 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 3 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 17.563 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 25.9.20 440,94 kr/kg
Þorskur, slægður 25.9.20 408,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.9.20 271,28 kr/kg
Ýsa, slægð 25.9.20 307,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.9.20 120,71 kr/kg
Ufsi, slægður 25.9.20 177,68 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 25.9.20 245,31 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.20 Björn EA-220 Þorskfisknet
Ufsi 5.885 kg
Þorskur 506 kg
Karfi / Gullkarfi 56 kg
Ýsa 41 kg
Samtals 6.488 kg
26.9.20 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 250 kg
Þorskur 70 kg
Samtals 320 kg
26.9.20 Bárður SH-081 Dragnót
Ýsa 14.523 kg
Þorskur 2.869 kg
Langlúra 83 kg
Skarkoli 55 kg
Steinbítur 20 kg
Lúða 8 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 3 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 17.563 kg

Skoða allar landanir »