Mjög þungbært að komið hafi til uppsagna

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir stjórnendur Herjólf ohf. vinna að …
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir stjórnendur Herjólf ohf. vinna að endurskipulagningu félagsins í þeim tilgangi að eyða rekstraróvissu félagsins. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

„Það er mjög þungbært að það þurfi að koma til þessara uppsagna, en stjórnendur félagsins telja þær nauðsynlegan lið í endurskipulagningu á rekstri félagsins til að eyða þeirri óvissu sem er uppi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, í samtali við 200 mílur. En öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. var sagt upp á starfsmannafundi í dag.

„Ég veit að stjórnendur félagsins munu kappkosta að vinna hratt til að eyða þeirri óvissu sem starfsmenn félagsins eru í. Félagið stendur einfaldlega frammi fyrir því að það vantar 400 milljónir upp á að endar ná saman,“ útskýrir hún og bendir á að þar af megi rekja um 200 milljónir til tekjutaps vegna kórónuveirufaraldursins og 200 milljónir til vanefnda ríkisins gagnvart skuldbindingum í gildandi þjónustusamningi.

Þá segir Íris bæjarráð hittast á morgun og að til standi að ræða stöðuna sem upp er komin.

Ákveðið í varúðarskyni

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir í samtali við 200 mílur að vegna rekstrarstöðu félagsins hafi ekki verið um annað að ræða en að taka „sársaukafulla ákvörðun“ og segja upp öllu starfsfólki Herjólfs. „Það ríkir mikil óvissa og við sjáum fram á að félagið skili verulega miklum rekstrarhalla á þessu ári.“

Guðbjartur Ellert Jónsson.
Guðbjartur Ellert Jónsson. mbl.is/Óskar Pétur Friðrikss

Hann segir vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu hafna en að gripið hafi verið til uppsagna í varúðarskyni. „Okkur gefst einhver ákveðinn tími á næstu vikum til að finna leiðir til þess að tryggja þá þjónustu sem þarf að vera hér í Vestmannaeyjum.“

Spurður hvort yfirstandandi kjaradeilur við Sjómannafélag Íslands hafi haft einhver áhrif á ákvarðanatökuna segir hann svo alls ekki vera. „Nei. Þær (kjaradeilurnar) eru sáralitlar í þessu stóra samhengi og hafa ekkert með málið að gera. Staða fyrirtækja á Íslandi er grafalvarleg og fyrirsjáanleiki er enginn. Fyrirtækið er að verða fyrir miklum rekstrarhalla og menn verða að gera eitthvað.“

Fréttin var uppfærð klukkan 16:48.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »