Stjórnandi bátsins var sofandi

Mynd af bátnum Lágey ÞH-265 þar sem áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar …
Mynd af bátnum Lágey ÞH-265 þar sem áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar er að hífa bátsverja um borð í þyrluna í kjölfar þess að báturinn strandaði í Þistilfirði í Nóvember. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Orsök strands Lágeyjar ÞH 265 í Þistilfirði í lok nóvember í fyrra er rakin til þess að stjórnandi bátsins var sofandi og hafði ekki tryggt örugga vakt meðan báturinn var látinn reka. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti siglingasviðs rannsóknanefndar samgönguslysa, sem lauk afgreiðslu málsins síðastliðinn föstudag. Mannbjörg varð, en fjórir skipverjar voru um borð.

Lágey fór frá Raufarhöfn milli kl. 20 og 21 hinn 28. nóvember til veiða á Þistilfirði og eftir að hafa lagt línuna var látið reka. Báturinn var á reki frá því upp úr miðnætti til um klukkan 4:30 þegar hann strandaði norður af Krossavík.

Óskað var eftir aðstoð á vaktstöð siglinga og voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Björgunarskipin Gunnbjörg frá Raufarhöfn og Jón Kr. frá Þórshöfn voru komin á strandstað um kl. 06:30 ásamt fiskibátnum Degi ÞH 110.

Þyrlan kom á staðinn um sjöleytið um morguninn og bjargaði áhöfninni. Björgunaraðilum tókst að ná Lágey á flot um kl. 9:30 og dró Gunnbjörg bátinn til Raufarhafnar.

Í skýrslu rannsóknanefndar eru málsatvik rakin og þar kemur fram að skipstjóri kvaðst hafa farið að sofa á eftir öðrum skipverjum upp úr miðnætti eftir að hafa talið bátinn öruggan. Venja væri að láta reka ef veðurspá og staðsetning virtust í lagi.

Í skýrslunni kemur fram samkvæmt upplýsingum frá útgerð bátsins að sú vinnuregla gilti um borð í smærri bátum þeirra að maður væri alltaf á vakt í stýrishúsi og viðvörunarbúnaður siglingatækja notaður. Þessari vinnureglu hefði ekki verið fylgt í þessu tilviki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,80 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,33 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Grásleppa 2.154 kg
Þorskur 104 kg
Steinbítur 21 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 2.297 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Þorskur 52 kg
Samtals 52 kg
25.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.903 kg
Þorskur 288 kg
Steinbítur 25 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 10 kg
Samtals 2.240 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.440 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,80 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,33 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Grásleppa 2.154 kg
Þorskur 104 kg
Steinbítur 21 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 2.297 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Þorskur 52 kg
Samtals 52 kg
25.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.903 kg
Þorskur 288 kg
Steinbítur 25 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 10 kg
Samtals 2.240 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.440 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »