Eliza og Heiðrún héldu upp á Fishmas

Eliza Reid og Heiðrún Lind ýttu átakinu formlega úr vör …
Eliza Reid og Heiðrún Lind ýttu átakinu formlega úr vör í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Mikið er það nú undarlegt og í raun áhættusamt að láta taka af sér ljósmyndir þegar maður leggur sér mat til munns … en um leið er það gaman og því naut ég þess mjög að taka þátt í átakinu „Fishmas“ í gær,“ segir Eliza Reid, forsetafrú Íslands, á facebooksíðu sinni í dag.

Vísar hún til markaðsátaksins Fishmas sem þá var ýtt úr vör, en því er meðal annars ætlað að auka vitund fólks á erlendum mörkuðum um gæði og heilnæmi íslensks fisks. Er átakinu aðallega beint að Bretlandi og er markmiðið að fá Breta til að hafa úrvalsfisk á borðum sínum, sjálfbæran og að sjálfsögðu af Íslandsmiðum.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, setti átakið formlega af stað í gær ásamt Elizu.

„Það er ánægjulegt að vera búin að ýta markaðsherferðinni formlega úr vör og við erum virkilega þakklát að njóta aðstoðar Elizu Reed enda ekki hægt að hugsa sér betri talsmann. Við eigum verðugt verkefni fyrir höndum en ætlum okkur að auka verðmæti íslenska fisksins, vopnuð léttleika og góðum sögum, um afurðina og umhverfi hennar,“ segir Heiðrún Lind.

Yfirskrift herferðarinnar er Fishmas.
Yfirskrift herferðarinnar er Fishmas. mbl.is/Árni Sæberg

Vitund um íslenskan fisk fari minnkandi

Áður hefur mbl.is greint frá því að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa sameinast undir slagorðinu Seafood from Iceland, til að auka útflutningsverðmæti sjávarafurða héðan með einu upprunamerki.

Yfirskrift þessarar herferðar er eins og áður sagði Fishmas og verður hún fyrst og fremst keyrð á samfélagsmiðlum. Opnaður hefur verið vefurinn fishmas.com þar sem fólk getur lært að elda tíu einfalda en gómsæta fiskrétti heima.

„Íslendingar hafa löngum verið þekktir sem fiskveiðiþjóð í Bretlandi. Nýleg könnun sýndi hins vegar að vitund yngra fólks um íslenskan fisk fer minnkandi. Af þessum sökum meðal annars er ráðist í Seafood from Iceland-herferðina til að auka vitund um íslenskan fisk meðal almennings. Breskir heildsalar þekkja þó fiskinn vel, enda átt í traustu viðskiptasambandi við íslensk fyrirtæki í áratugi um kaup á sjávarafurðum af einstökum gæðum,“ segir í tilkynningu vegna átaksins.

„Almenningur í Bretlandi þekkir vel hreina og fallega íslenska náttúru. Nú munu Bretar fá að kynnast íslenskum sjávarútvegi enn betur, sem er rótgróin og tæknivædd atvinnugrein, læra að elda girnilega fiskirétti og að maginn kallar í ríkari mæli á sjávarfang af Íslandsmiðum.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 22.9.20 452,98 kr/kg
Þorskur, slægður 22.9.20 519,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.9.20 321,73 kr/kg
Ýsa, slægð 22.9.20 341,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.9.20 160,73 kr/kg
Ufsi, slægður 22.9.20 172,17 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 22.9.20 291,02 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.9.20 Patrekur BA-064 Lína
Steinbítur 383 kg
Karfi / Gullkarfi 189 kg
Tindaskata 123 kg
Ufsi 71 kg
Keila 70 kg
Skarkoli 48 kg
Þorskur 36 kg
Ýsa 19 kg
Samtals 939 kg
22.9.20 Ásdís ÓF-250 Handfæri
Þorskur 2.175 kg
Samtals 2.175 kg
22.9.20 Tindur ÍS-235 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 23.100 kg
Samtals 23.100 kg
22.9.20 Lára NS-059 Handfæri
Þorskur 111 kg
Samtals 111 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 22.9.20 452,98 kr/kg
Þorskur, slægður 22.9.20 519,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.9.20 321,73 kr/kg
Ýsa, slægð 22.9.20 341,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.9.20 160,73 kr/kg
Ufsi, slægður 22.9.20 172,17 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 22.9.20 291,02 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.9.20 Patrekur BA-064 Lína
Steinbítur 383 kg
Karfi / Gullkarfi 189 kg
Tindaskata 123 kg
Ufsi 71 kg
Keila 70 kg
Skarkoli 48 kg
Þorskur 36 kg
Ýsa 19 kg
Samtals 939 kg
22.9.20 Ásdís ÓF-250 Handfæri
Þorskur 2.175 kg
Samtals 2.175 kg
22.9.20 Tindur ÍS-235 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 23.100 kg
Samtals 23.100 kg
22.9.20 Lára NS-059 Handfæri
Þorskur 111 kg
Samtals 111 kg

Skoða allar landanir »