Árni Friðriksson heldur í leit að loðnu

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson mbl.is/Þorgeir

Fyrirkomulag loðnuleitar í haust og vetur var til umræðu á fundi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði til í gær með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á fundinum fóru fulltrúar Hafrannsóknastofnunar yfir fyrirhugaða leit.

Þar kom fram að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í haustleiðangur á mánudaginn og stendur hann yfir í 22 daga. Jafnframt mun rannsóknarskip á vegum Grænlendinga taka þátt í leiðangrinum. Munu skipin leita í september og október fyrir norðan og vestan land en einnig langt norður með austurströnd Grænlands. Er tilgangur leiðangursins að meta stærð loðnustofnsins og veita endurskoðaða ráðgjöf um hámarksafla á komandi vertíð.

Þetta kemur fram á vef sjávarútvegsráðuneytisins. 

Fram kemur, að engar loðnuveiðar hafi verið stundaðar síðustu tvær vertíðar og stofninn hafi verið í lægð frá því að hlýna tók á Íslandsmiðum um síðustu aldarmót. 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggur áherslu á mikilvægi …
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggur áherslu á mikilvægi þess að samstaða sé um fyrirkomulag leitarinnar og að allir aðilar rói í sömu átt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fyrir liggur ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) frá því í nóvember 2020 um veiðar á allt að 169.520 tonnum á loðnuvertíðinni 2020/21.  Byggir ráðgjöfin á sameiginlegri nýtingarstefnu Íslands, Grænlands og Noregs og samkvæmt henni er upphafsaflamark vertíðarinnar 169.520 tonn. Í ráðgjöfinni kemur fram að hún verði endurskoðuð að loknum rannsóknum í september 2020.  Samningur er um skiptingu loðnustofnsins milli Íslands, Grænlands og Noregs og fær Ísland 80% af ráðlögðum afla, Grænland 15% og Noregur 5%.“

Á fundinum lagði Kristján Þór áherslu á mikilvægi þess að samstaða væri um fyrirkomulag leitarinnar og að allir aðilar þyrftu að róa í sömu átt. Vísaði hann til þess að aldrei hefur verið lagður meiri kraftur í leit að loðnu en á undanförnum tveimur árum Einhugur væri um að fylgja eftir þeirri áherslu á komandi misserum, að því er segir í frétt ráðuneytisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.24 483,01 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.24 456,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.24 208,71 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.24 252,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.24 257,55 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.24 254,90 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.24 209,40 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.24 Anna ÓF 83 Grásleppunet
Grásleppa 657 kg
Þorskur 115 kg
Samtals 772 kg
16.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.574 kg
Þorskur 197 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.772 kg
16.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 630 kg
Samtals 630 kg
16.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.214 kg
Þorskur 63 kg
Samtals 2.277 kg
16.4.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 151 kg
Rauðmagi 118 kg
Þorskur 24 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 298 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.24 483,01 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.24 456,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.24 208,71 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.24 252,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.24 257,55 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.24 254,90 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.24 209,40 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.24 Anna ÓF 83 Grásleppunet
Grásleppa 657 kg
Þorskur 115 kg
Samtals 772 kg
16.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.574 kg
Þorskur 197 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.772 kg
16.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 630 kg
Samtals 630 kg
16.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.214 kg
Þorskur 63 kg
Samtals 2.277 kg
16.4.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 151 kg
Rauðmagi 118 kg
Þorskur 24 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 298 kg

Skoða allar landanir »