Var mjög í mun að vinna ekki í sjávarútvegi

Fanney Björk Friðriksdóttir, gæðastjóri Brims á Vopnafirði, segir að henni …
Fanney Björk Friðriksdóttir, gæðastjóri Brims á Vopnafirði, segir að henni hafi verið boðið starf á Vopnafirði eftir að hafa aðeins lokið einu ári í sjávarútvegfræðum við Háskólann á Akureyri. Ljósmynd/Aðsend

Óhætt er að segja að það hafi verið gæfuspor fyrir Fanneyju Björk Friðriksdóttur að ákveða að starfa í sjávarútvegi. Í dag er hún 27 ára gömul og starfar sem gæðastjóri hjá fiskvinnslu Brims á Vopnafirði. „Hér óx ég úr grasi og ekki fyrr en ég hóf nám við Menntaskólann á Akureyri að ég flutti frá bænum. Á sumrin sneri ég aftur heim á Vopnafjörð og vann í fiskvinnslunni sem þá var í eigu HB Granda. Ég fékk þar verkefni af ýmsu tagi, allt frá því að tína úr skemmdan fisk og skola vinnsluna yfir í eftirlit með vélum og búnaði,“ segir Fanney. „Það var í gegnum þessa reynslu að áhugi kviknaði hjá mér að leggja fyrir mig nám í sjávarútvegsfræði hjá Háskólanum á Akureyri.“

Fanney játar að þrátt fyrir að vera komin af sjómönnum í a.m.k. fjóra ættliði þá hafi henni verið mjög í mun á unglingsárunum að starfa við eitthvað allt annað en sjávarútveg. „Mér hugnaðist frekar að fara kannski að vinna í fatabúð eða gerast gullsmiður – og það er svo sem ekki útilokað að ég leggi gullsmíðina einhvern tíma fyrir mig. En viðhorf mitt til greinarinnar tók að breytast eftir því sem ég kynntist sjávarútveginum betur og sá hvað þetta er tæknivæddur, krefjandi og hraður geiri þar sem á sér stað mikil nýsköpun.“

Gæðastjóra ekkert óviðkomandi

Þá skemmir ekki fyrir hvað atvinnutækifærin eru góð og var Fanneyju boðið starf á Vopnafirði strax að loknu fyrsta árinu við HA. „Þau vildu taka við mér strax og varð því úr að ég kláraði seinni tvö ár sjávarútvegsfræðinámsins í fjarnámi meðfram vinnu.“

Starf gæðastjórans krefst þess að Fanney þekki reksturinn út og inn, fylgist með stóru og smáu og sé alltaf til taks þegar á þarf að halda. Vinnutíminn getur verið breytilegur eftir árstímum og t.d. unnið allan sólarhringinn í fiskvinnslunni á makrílvertíð. „Það getur verið erfitt að lýsa starfi gæðastjóra og fátt sem er manni óviðkomandi. Það kemur fólki oft á óvart hvað það fylgir mikil pappírsvinna þessu starfi en kaupendur gera iðulega mjög ríkar kröfur um að bæði varan og reksturinn fullnægi ákveðnum stöðlum. Kemur það m.a. í hlut gæðastjórans að svara reglulega löngum spurningalistum og afla ýmiss konar fylgigagna sem kaupandinn vill sjá.“

Smitvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins reyndu á Brim rétt eins og önnur sjávarútvegsfyrirtæki. Þegar faraldurinn brast á var Fanney í fæðingarorlofi en var þó vinnuveitanda sínum innan handar eftir bestu getu. „Við erum heppin hér á Vopnafirði því við höfum sloppið við kórónuveiruna hingað til. Viðbragðsteymi Brims í Reykjavík mótaði nýjar reglur sem við fórum eftir á meðan smithættan var hvað mest. Hér á Vopnafirði var nóg að bæta aðskilnað á milli vinnslustöðvanna.“

„Markaðurinn stoppar aldrei“

„Ekki reyndist þörf á að gera meiri háttar breytingar á vaktaskiptingum og hér hélst full vinnsla allan tímann,“ segir hún. „Vitaskuld hafa alltaf verið gerðar mjög ríkar kröfur um handþvott og þrif í fiskvinnslunum en til að lágmarka smithættu enn frekar var aukið við þrif á aðstöðu starfsmanna og starfsfólk beðið um að spritta á sér hendurnar oft á dag. Við höfum haft það hugfast að allir þurfa að leggja sitt af mörkum

Smám saman er lífið á Vopnafirði að færast aftur nær eðlilegu horfi. Markaðurinn fyrir sjávarafurðir er þó ennþá erfiður og eimir enn eftir af þeim miklu sveiflum sem einkenndu fyrri helming ársins. Fanney segir ljóst að markaðsfólks fyrirtækisins bíði ærinn starfi enda markaðsaðstæður ekki þær sömu og þær voru fyrir faraldur. „Raskanir hér og þar hafa valdið snjóboltaáhrifum og við getum búist við því að eftirkasta faraldursins muni gæta í langan tíma á eftir,“ segir hún en er þess jafnframt fullviss að bæði Brim og íslenskur sjávarútvegur eins og hann leggur sig muni leysa þessa áskorun vel af hendi. „Við þurfum bara að hafa það hugfast, nú sem endranær, að markaðurinn stoppar aldrei og við þurfum að hafa puttann á púlsinum og vera í sífelldri þróun því annars hættum við á að dragast aftur úr.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »