Fengu hærra verð en lækkuðu launin

Meðalverð á pillaðri kaldsjávarrækju á síðasta ári var 1.202 kr./kg …
Meðalverð á pillaðri kaldsjávarrækju á síðasta ári var 1.202 kr./kg samanborið við 1.204 kr./kg tímabilið janúar til júlí 2020. Meðalverðið var 1.189 kr./kg í júlí sl. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Í úrskurði oddamanns og fulltrúa útgerðarinnar þar sem yfir 30% verðlækkun á rækjuverði til sjómanna, og þar með launalækkun til þeirra, var staðfest á vertíðinni sumarið 2020, var ekki tekið tillit til raka fulltrúa sjómanna fyrir mun minni verðlækkun. 

Ástæða verðlækkunarinnar var sögð afleiðingar heimsfaraldurs kórónuveiru en í útflutningstölum Hagstofu Íslands kemur fram að útflutningsverð í maí, júní og júlí hafði ekki lækkað heldur hækkað. 

Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna.
Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ítarlegri grein Árna Bjarnasonar, formanns Félags skipstjórnarmanna, og Árna Sverrissonar, framkvæmdastjóra félagsins. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu.

„Í upphafi rækjuvertíðar vorið 2020 töldu útgerðarmenn rækjuskipa að aðstæður í greininni væru þannig að þeir yrðu að lækka verð til sjómanna um og yfir 30% frá árinu 2019 vegna þess að verðhrun hefði orðið á rækju, markaðir væru frosnir og enginn útflutningur á rækju. Ástæðuna sögðu þeir afleiðingar af Covid-heimsfaraldrinum,“ segir í greininni.

„Sjómenn höfðu engan möguleika á því að vefengja þetta og skrifuðu í einhverjum tilfellum undir um og yfir 30% verðlækkun frá því 2019. Sjómenn voru ósáttir við lækkunina og buðu upp á þann möguleika að verð yrði leiðrétt síðar þegar opnaðist fyrir útflutning og afurðaverð lægi fyrir. Því var hafnað.“

Sjómenn hafa alla tíð gert sér grein fyrir því að ef afurðaverð lækki þá geri hlutur þeirra það sömuleiðis. 

Fordæmalaus tæp mánaðarseinkun á úrskurði

Eins og greint var frá á mbl.is á sínum tíma neitaði áhöfn rækjutogarans Berglínar GK 300 að sætta sig við þriðjungs verðlækkun á rækju og sigldi áhöfn togarans í heimahöfn 17. júní eftir að verðlækkunin, og þar með launalækkunin, varð ljós. 

„Öll aðkoma rækjuútgerða landsins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og oddamanns úrskurðarnefndar eru vægt til orða tekið mjög ámælisverð og til þess fallin að staðfesta hversu handónýtt fyrirkomulag við búum við þegar kemur að úrlausn ágreiningsmála á þeim vettvangi,“ segir í grein Árnanna tveggja. 

Ekkert tillit tekið til talna Hagstofunnar

Máli Berglínar var vísað til úrskurðarnefndar 1. júlí sl. Hún komst ekki að niðurstöðu svo oddamaður varð að úrskurða í málinu. Hann átti að úrskurða í síðasta lagi 25. júlí en úrskurðurinn féll ekki fyrr en 18. ágúst og er það fordæmalaust. 

„Úrskurður oddamanns byggðist á þeim verðsamningum sem höfðu verið gerðir undir afarkostum útgerða skipanna, fallist var á dæmalaus rök útgerðanna, um og yfir 30% verðlækkun og ekkert tillit tekið til talna frá Hagstofu Íslands sem byggjast á útflutningsgögnum rækjuverksmiðjanna,“ segir í greininni. 

„Í útflutningstölum Hagstofu Íslands kemur fram að það var flutt út rækja, samtals 1.230 tonn á þremur mánuðum í maí, júní og júlí, og útflutningsverð hafði ekki lækkað í íslenskum krónum, heldur hækkað.“

Verð frá Íslandi 5% hærra en meðalverðið

Vegna óánægju með fyrrnefndan úrskurð fékk Félag skipstjórnarmanna Sea Data Center til að gera skýrslu um útflutning á pillaðri kaldsjávarrækju frá Íslandi frá 1. janúar 2019 til júlí 2020. Hún leiðir m.a. í ljós að að útflutningur á pillaðri kaldsjávarrækju frá Íslandi til Bretlands var á árinu 2019 á bilinu 312 til 737 tonn á mánuði með þeirri undantekningu að í október 2019 voru flutt út 1.692 tonn.

„Á árinu 2020 hefur útflutningur verið á bilinu 236 til 786 tonn á mánuði, í júlí síðastliðnum voru flutt út rúm 390 tonn. Meðalútflutningur ársins 2019 var 540 tonn á mánuði, meðalútflutningur janúar til júlí 2020 er 483 tonn, sem sýnir að Bretlandsmarkaður er fjarri því að vera frosinn,“ segir í grein formannsins og framkvæmdastjórans. 

„Meðalútflutningsverð á rækju frá Íslandi var lægra en meðalverð frá samanburðarlöndum flesta mánuði frá janúar 2019 til janúar 2020. En frá febrúar 2020 hefur meðalverð frá Íslandi verið hærra og var 5% yfir meðalverði í júní 2020. Þegar litið er til innflutningsverðs frá Bretlandi, þar sem tölur frá Rússlandi eru einnig með, þá er verðmunur enn jákvæðari, en þar er Ísland 13% yfir meðallagi í júní 2020.“

„Óraunhæf og óútskýrð“ lækkun

Meðalverð á pillaðri kaldsjávarrækju á síðasta ári var 1.202 kr./kg Samanborið við 1.204 kr./kg tímabilið janúar til júlí 2020. Meðalverðið var 1.189 kr./kg í júlí sl.

„Þetta sýnir svart á hvítu að rúmlega 30% lækkun á verði til sjómanna á vertíðinni 2020 var óraunhæf og er óútskýrð af hálfu fyrirtækjanna.“

Málið snýst í grunninn um tvær rækjuverksmiðjur og fimm rækjuveiðiskip. Annars vegar Meleyri á Hvammstanga sem er í eigu Nesfisks sem á skipin Berglínu og Sóleyju Sigurjóns. Hins vegar snýst málið um rækjuverksmiðju Ramma en hjá henni landar Múlaberg í eigu sama aðila og Vestri í eigu óskylds aðila. 

2.500 - 3.000 kr./kg fyrir stolnar rækjur

Árnarnir benda á að þegar óprúttnir aðilar stálu tveimur tonnum af rækju úr frystigámi rækjuverksmiðju Meleyrar á Hvammstanga var haft eftir verkefnisstjóra rækjuvinnslunnar í fjölmiðlum að verðmæti þýfisins hefði verið á bilinu 5 til 6 milljónir króna sem þýðir þá að verð hafi verið á bilinu 2.500 til 3.000 kr./kg. Verðið sem hann ræddi um var því mun hærra en meðalverð á pillaðri kaldsjávarrækju. 

Ef skoðaður er útflutningur á rækju frá Íslandi eingöngu sést að magn hefur minnkað, en útflutningur er samt sem áður töluverður, eða 236 tonn í maí, 347 tonn í júní og 390 tonn í júlí. Það eru einmitt mánuðirnir sem sagt var að markaðir væru frosnir og enginn útflutningur í gangi. Meðalverð pr. kg árið 2019 var 7,38 pund. Meðalverð pr. kg janúar til júlí 2020 er 7,12 pund. Meðalverð pr. kg árið 2019 í ISK er 1.155 kr. Meðalverð pr. kg janúar til júlí 2020 er 1.217 kr.

„Með öðrum orðum, meðalverð pr. kg hefur lækkað um 3,5% í pundum, en hækkað um 5,4% í íslenskum krónum vegna veikingar krónunnar. Á þetta höfum við fulltrúar sjómanna bent í úrskurðarnefnd án þess að nokkurt tillit væri tekið til þess.“

Þurfa að finna aðra leið

Árni Bjarnason og Árni Sverrisson segja að lokum að það verklag að hver áhöfn semji sérstaklega um fiskverð/rækjuverð við útgerðarmann án aðkomu stéttarfélags gangi ekki upp. 

„Í komandi kjarasamningsviðræðum verður að finna annað fyrirkomulag á verðmyndun. Affarasælast væri að verð myndaðist á frjálsum markaði, fremur en í viðskiptum á milli skyldra aðila þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi. Lágmarksverð í beinum viðskiptum á milli skyldra aðila á þorski, ýsu, ufsa og karfa er í dag ákvarðað sem hlutfall af markaðsverði á innlendum fiskmörkuðum með tengingu við afurðaverð, það fyrirkomulag hefur gengið ásættanlega þótt það sé ekki fullkomið. Fyrir viðskipti á milli skyldra aðila með annan sjávarafla þarf að finna ásættanlega leið sem traust ríkir um á verðmyndun til sjómanna.“

Þá varpa þeir fram spurningu: „...hvort úrskurður Ú1/2020 frá því í ágúst sl. sé endanleg niðurstaða málsins. Að okkar mati væri eðlilegt og sanngjarnt að útgerðir leiðréttu uppgjör áhafna til samræmis við raunverulegt afurðaverð.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 25.11.20 391,93 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.20 362,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.20 309,87 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.20 290,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.20 162,85 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.20 182,34 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.20 184,62 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.20 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Þorskur 24.314 kg
Ýsa 20.182 kg
Karfi / Gullkarfi 17.530 kg
Samtals 62.026 kg
25.11.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 485 kg
Samtals 485 kg
25.11.20 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Ýsa 1.048 kg
Þorskur 745 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 1.813 kg
25.11.20 Vigur SF-080 Lína
Þorskur 501 kg
Langa 391 kg
Ufsi 345 kg
Keila 198 kg
Ýsa 155 kg
Lýsa 73 kg
Skata 45 kg
Samtals 1.708 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 25.11.20 391,93 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.20 362,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.20 309,87 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.20 290,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.20 162,85 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.20 182,34 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.20 184,62 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.20 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Þorskur 24.314 kg
Ýsa 20.182 kg
Karfi / Gullkarfi 17.530 kg
Samtals 62.026 kg
25.11.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 485 kg
Samtals 485 kg
25.11.20 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Ýsa 1.048 kg
Þorskur 745 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 1.813 kg
25.11.20 Vigur SF-080 Lína
Þorskur 501 kg
Langa 391 kg
Ufsi 345 kg
Keila 198 kg
Ýsa 155 kg
Lýsa 73 kg
Skata 45 kg
Samtals 1.708 kg

Skoða allar landanir »