Aukin sjálfvirkni á Norðurgarði

Norðurgarður. Séð yfir vinnslusalinn þar sem eru bolfisklínur með þremur …
Norðurgarður. Séð yfir vinnslusalinn þar sem eru bolfisklínur með þremur FleXicut-vatnsskurðarvélum. Ljósmynd/Brim

Síðustu vikurnar hefur vinnsla í fiskiðjuveri Brims hf. á Norðurgarði aukist smátt og smátt eftir sumarhlé. Unnið hefur verið að gagngerri endurnýjun í vinnslunni og ný tæki frá Marel, Curio og fleiri fyrirtækjum hafa leyst þau eldri af hólmi. Uppsetningu og prófunum lýkur á næstunni og er gert ráð fyrir að fullum afköstum verði náð er líður á októbermánuð.

Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, segir að aukin sjálfvirkni einkenni breytingarnar. Hann nefnir þrjár vatnsskurðarvélar frá Marel sem skeri flakið. Róbótar raði fisknum í kassa og aðrir róbótar raði kössunum síðan á bretti.

Um 130 starfsmenn

Í dag vinna um 130 starfsmenn við fiskvinnsluna á Norðurgarði. Ægir Páll segir að störf hluta starfsfólks muni breytast með aukinni sjálfvirkni þó svo að fjöldi starfsmanna verði svipaður gangi áætlanir um unnið magn eftir. Eitt af markmiðunum sé að vinna fleiri kíló í fiskiðjuverinu á hvern starfsmann heldur en áður. Nýi búnaðurinn er einkum ætlaður fyrir vinnslu á þorski og ufsa, en ekki hafa verið gerðar breytingar á karfavinnslunni.

Starfsemi var tímabundið hætt á Norðurgarði í lok apríl þegar undirbúningur hófst að uppsetningu á fullkomnum vinnslu- og hugbúnaði fyrir bolfiskvinnslu, auk endurbóta og nauðsynlegra lagfæringa á húsnæðinu. Uppkeyrsla vinnslunnar hófst svo 22. júlí. Áætlað er að ljúka síðustu verkþáttum framkvæmdanna í lok september og að vinnslan verði þá komin á fullt í lok október.

Vélmenni eða róbót sem matar hráefniskör inn í vinnslu.
Vélmenni eða róbót sem matar hráefniskör inn í vinnslu. Ljósmynd/Brim

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.3.21 297,63 kr/kg
Þorskur, slægður 1.3.21 286,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.3.21 288,05 kr/kg
Ýsa, slægð 1.3.21 299,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.3.21 126,54 kr/kg
Ufsi, slægður 1.3.21 161,06 kr/kg
Djúpkarfi 16.2.21 189,00 kr/kg
Gullkarfi 1.3.21 166,28 kr/kg
Litli karfi 26.2.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.3.21 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.055 kg
Samtals 1.055 kg
1.3.21 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 326 kg
Samtals 326 kg
1.3.21 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 1.678 kg
Ýsa 526 kg
Langa 287 kg
Samtals 2.491 kg
1.3.21 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 1.829 kg
Ýsa 535 kg
Samtals 2.364 kg
1.3.21 Nanna Ósk Ii ÞH-133 Þorskfisknet
Þorskur 106 kg
Samtals 106 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.3.21 297,63 kr/kg
Þorskur, slægður 1.3.21 286,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.3.21 288,05 kr/kg
Ýsa, slægð 1.3.21 299,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.3.21 126,54 kr/kg
Ufsi, slægður 1.3.21 161,06 kr/kg
Djúpkarfi 16.2.21 189,00 kr/kg
Gullkarfi 1.3.21 166,28 kr/kg
Litli karfi 26.2.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.3.21 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.055 kg
Samtals 1.055 kg
1.3.21 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 326 kg
Samtals 326 kg
1.3.21 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 1.678 kg
Ýsa 526 kg
Langa 287 kg
Samtals 2.491 kg
1.3.21 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 1.829 kg
Ýsa 535 kg
Samtals 2.364 kg
1.3.21 Nanna Ósk Ii ÞH-133 Þorskfisknet
Þorskur 106 kg
Samtals 106 kg

Skoða allar landanir »