Stofninn í Arnarfirði nálægt sögulegu lágmarki

Rækju landað úr Ísafjarðardjúpi árið 2016. Ráðlagt er að aðeins …
Rækju landað úr Ísafjarðardjúpi árið 2016. Ráðlagt er að aðeins verður heimilt að veiða 586 tonn af rækju á vertíðinni. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Hafrannsóknastofnun leggur til að að leyfðar verði veiðar á 184 tonnum af rækju í Arnarfirði og 586 tonnum í Ísafjarðardjúpi á vertíðinni 2020/2021, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þá segir að ráðleggingarnar byggi á niðurstöðum könnunar á ástandi innfjarðarrækjustofna sem fram fór dagana 28. september til 4. október.

Fram kemur að stofnvísitala rækju í Arnarfirði reyndist nálægt sögulegu lágmarki en yfir skilgreindum varúðarmörkum, auk þess var rækjan þar smærri en undanfarin ár. Meira var af þorski og ýsu í Arnarfirði en undanfarin ár.

Rækjan í Ísafjarðardjúpi var undir meðallagi en yfir skilgreindum varúðarmörkum og var útbreiðsla hennar að mestu takmörkuð við svæðið innst í Ísafjarðardjúpi. Þá segir í tilkynningunni að nýliðunarvísitala rækju var langt undir meðallagi árin 2016 til 2020. Þá hefur vísitala þorsks í Ísafjarðardjúpi farið lækkandi frá árinu 2012 en vísitala ýsu hefur haldist há frá 2004 og var töluvert af ýsu eins árs og eldri á svæðinu í október 2020.

Að þessu sinni var ekki kannað ástand rækjustofna í Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda og Öxarfirði, en undanfarin ár hefur ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verið að engar veiðar séu stundaðar á þessum svæðum vegna slæms ástands stofnanna.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.21 334,60 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.21 312,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.21 335,90 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.21 277,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.21 140,41 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.21 170,70 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.21 176,82 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.21 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.1.21 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Þorskur 23.294 kg
Ýsa 17.688 kg
Skarkoli 2.886 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 236 kg
Samtals 44.104 kg
19.1.21 Harðbakur EA-003 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 8.891 kg
Skarkoli 3.679 kg
Steinbítur 2.665 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 686 kg
Samtals 15.921 kg
19.1.21 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 43.996 kg
Ýsa 2.670 kg
Karfi / Gullkarfi 699 kg
Ufsi 635 kg
Hlýri 63 kg
Steinbítur 18 kg
Skötuselur 6 kg
Keila 4 kg
Langa 3 kg
Grálúða / Svarta spraka 2 kg
Samtals 48.096 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.21 334,60 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.21 312,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.21 335,90 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.21 277,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.21 140,41 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.21 170,70 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.21 176,82 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.21 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.1.21 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Þorskur 23.294 kg
Ýsa 17.688 kg
Skarkoli 2.886 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 236 kg
Samtals 44.104 kg
19.1.21 Harðbakur EA-003 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 8.891 kg
Skarkoli 3.679 kg
Steinbítur 2.665 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 686 kg
Samtals 15.921 kg
19.1.21 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 43.996 kg
Ýsa 2.670 kg
Karfi / Gullkarfi 699 kg
Ufsi 635 kg
Hlýri 63 kg
Steinbítur 18 kg
Skötuselur 6 kg
Keila 4 kg
Langa 3 kg
Grálúða / Svarta spraka 2 kg
Samtals 48.096 kg

Skoða allar landanir »