Namibísk stjórnvöld sögð eyðileggja sjávarútveginn

Ásmundur Björnsson hefur þjónustað sjávarútveginn í Namibíu í 25 ár …
Ásmundur Björnsson hefur þjónustað sjávarútveginn í Namibíu í 25 ár og telur að umgjörð kvótauppboðsins þar í landi hafa gert það að verkum að það misheppnaðist. Ljósmynd/Aðsend

„Ég held að þetta hafi gengið illa vegna þess að þetta var gert með mjög þröngum skilyrðum,“ segir Ásmundur Björnsson um misheppnað uppboð aflahlutdeilda í Namibíu. Ásmundur þekkir vel til sjávarútvegs í landinu enda hefur hann rekið netagerðarfyrirtæki þar og þjónustað sjávarútveginn í 25 ár.

Í byrjun mánaðarins hrintu namibísk stjórnvöld af stað kvótauppboði sem átti að skila þarlendum stjórnvöldum verulegum tekjum, en aðeins 1,3% af aflaheimildunum seldust og hefur namibíska ríkið orðið af allt að 6 milljörðum króna og er tjón hagkerfisins mögulega 25 milljarðar króna.

Uppboðið náði til 11.000 tonna af lýsingi, 72.000 tonna af brynstirtlu einnig þekkt sem hrossamakríll og 392 tonna af skötusel.

Ásmundur segir lágmarksverð aflahlutdeilda hafi einfaldlega verið of hátt auk þess sem veiðitímabilinu ljúki í desember sem gefur útgerðum of nauman tíma til að hefja veiðar. Þá hafi einnig verið gerð krafa um að skip skyldu skráð í Namibíu.

„Ég held að megin ástæða þess að áhugi manna hafi ekki verið mjög mikill hafi verið að það var eiginlega enginn utanaðkomandi sem gat komið með ný skip og hrossamakrílskvótinn er úti í desember. Þeir voru líka með lýsing og skötusel, en það virðist enginn vilja kaupa á þessu verði sem þeir voru að bjóða.“

Rangar áherslur stjórnvalda

Þá telur hann að namibísk stjórnvöld séu að eyðileggja stóran hluta sjávarútvegsins í landinu „með því að gefa einstaklingum sem hafa enga veiðireynslu kvóta í stað þess að láta menn sem hafa skip hér hafa kvóta eins og á Íslandi og taka síðan bara kvótagjöld.“

Jafnframt séu þarlend stjórnvöld að reyna að beina hrossamakrílnum inn í landvinnslu sem hefur tekist mjög illa, að sögn Ásmundar. Þá sé landvinnsla hrossamakríls háð veiðum með kæliskipum sem þurfa að veiða mikið til þess að veiðar borgi sig. Hins vegar er eðli tegundarinnar þannig að hann geymist illa.

Walvis Bay er meðal helstu hafnarborga landsins.
Walvis Bay er meðal helstu hafnarborga landsins.

„Stjórnvöld eru búin að byggja stóra og mikla verksmiðju sem á að vera rekin með þeim hætti að vinnslan fari fram með miklum mannskap. Ekki eins og í öðrum löndum þar sem menn eru með tækni. Það er vandamál hér að menn halda að þeir geti eitthvað gert og grætt á að hafa fimm til sex hundruð manns standandi að vinna fisk sem kostar ekki neitt. Það er ekki vit í því að hafa fullt af fólki á mjög lágum launum að vinna afurð sem stendur ekki undir kostnaði. Svo ef menn veiða eitthvað hafa menn kannski ekki meira en þrjá daga til að koma þessu í vinnslu. Til þess að veiða hrossamakríl þarf um sólarhrings stím norður eftir. Þá er ekki mikill tími og frystiskipin geta ekki verið að taka tíu eða tuttugu tonn, þau verða að taka þetta í hundruðum tonna,“ útskýrir Ásmundur.

Margir sækja í auðlindir Namibíu

„Það grátlegasta í þessu dæmi með Samherja, þá var Samherji með þrjú mjög góð skip hérna og þeir voru að veiða langtum betri fisk heldur en aðrir. Það má ýmislegt vont segja um Samherja, en þeir kunna að stýra sínum veiðum og sinni vinnslu, það verður ekki af þeim tekið. Þetta mál er mjög grátlegt og mjög vont fyrir allt saman, fyrir Namibíu í heild sinni,“ segir hann.

Spurður hverjir séu að veiða við strendur Namibíu svarar Ásmundur: „Það hefur alltaf verið mikið af rússneskum skipum. Það hafa mest verið Rússar hérna bæði skipstjórar og áhafnir, það hafa verið frystiskip. Síðan eru Írar að koma töluvert inn sem skipstjórar á þessi kæliskip, það hafa komið nokkur slík skip. Svo eru tvö stór norsk skip.“

Margir íbúar Namibíu búa við þröngan kost.
Margir íbúar Namibíu búa við þröngan kost. Ljósmynd/Gunnar Salvarsson

Hann segir helsta vandamálið í Namibíu vera með hvaða hætti auðlindum þjóðarinnar sé ráðstafað og birtist það í gríðarlegri misskiptingu auðs í landinu. „Það er fullt af fátæku fólki hérna og fullt af fólki sem veit ekki aura sinna tal og það er útaf allskonar óreiðu í fjármálum þjóðarinnar eins og er í mörgum löndum í Afríku. Ég held sjálfur að þetta Fishrot sem verið er að tala um, að að sé bara smá brot af ísjakanum. Það er ýmislegt annað sem er í gangi. Namibía er með auðugar úran-námur, þeir eru með demanta, gull og allskonar málma og það er varla hægt að halda úti skólum eða sjúkrahúsum hérna.

Hann segir marga sækja í auðlindir Namibíu. „Sem dæmi eru Kínverjar búnir að taka allar úran-námurnar sem eru hérna í kring. Þetta er eitt úran-auðugasta land í heimi og Kínverjar eiga allar námurnar.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 27.10.20 455,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.10.20 401,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.10.20 331,06 kr/kg
Ýsa, slægð 27.10.20 285,08 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.10.20 170,63 kr/kg
Ufsi, slægður 27.10.20 152,64 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 27.10.20 177,75 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.10.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.199 kg
Ýsa 422 kg
Hlýri 363 kg
Karfi / Gullkarfi 216 kg
Keila 214 kg
Samtals 2.414 kg
27.10.20 Esjar SH-075 Dragnót
Þorskur 1.724 kg
Ýsa 1.333 kg
Skarkoli 1.034 kg
Steinbítur 108 kg
Sandkoli 105 kg
Lúða 32 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 4 kg
Samtals 4.340 kg
27.10.20 Hafborg EA-152 Dragnót
Þorskur 22.896 kg
Skarkoli 1.279 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 7 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 24.187 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 27.10.20 455,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.10.20 401,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.10.20 331,06 kr/kg
Ýsa, slægð 27.10.20 285,08 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.10.20 170,63 kr/kg
Ufsi, slægður 27.10.20 152,64 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 27.10.20 177,75 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.10.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.199 kg
Ýsa 422 kg
Hlýri 363 kg
Karfi / Gullkarfi 216 kg
Keila 214 kg
Samtals 2.414 kg
27.10.20 Esjar SH-075 Dragnót
Þorskur 1.724 kg
Ýsa 1.333 kg
Skarkoli 1.034 kg
Steinbítur 108 kg
Sandkoli 105 kg
Lúða 32 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 4 kg
Samtals 4.340 kg
27.10.20 Hafborg EA-152 Dragnót
Þorskur 22.896 kg
Skarkoli 1.279 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 7 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 24.187 kg

Skoða allar landanir »