Brúarfoss á heimleið frá Kína eftir langa töf

Alls eru sextán í áhöfn Brúarfoss á heimsiglingunni sem mun …
Alls eru sextán í áhöfn Brúarfoss á heimsiglingunni sem mun taka 40 daga. Karl Guðmundsson skipstjóri er fimmti frá hægri. Ljósmynd/Eimskip

Brúarfoss, nýjasta gámaskip Eimskip, lagði af stað heim á leið frá Guangzhou í Kína á þriðjudagsmorgun. Siglingin mun taka um 40 daga.

Mikil seinkun varð á afhendingu skipsins, eða allt að eitt ár. Ástæðan er sú að í lok september í fyrra brann svokallaður ásrafall yfir í prufukeyrslu hjá kínversku skipasmíðastöðinni. Hann framleiðir rafmagn með snúningi vélaröxulsins. Ásrafallinn er þýskur búnaður og þurfti að smíða nýjan rafal og koma honum til Kína. Afhenda átti Brúarfoss á undan Dettifossi en vegna tafanna fór svo að Dettifoss var afhentur á undan og kom til landsins 13. júlí síðastliðinn.

Eimskip tók formlega við Brúarfossi sl. föstudag. Áhöfn og starfsmenn Eimskips hafa verið í Kína undanfarnar vikur til að undirbúa móttöku skipsins. Karl Guðmundsson skipstjóri tók við Brúarfossi fyrir hönd Eimskips. Skipstjóri á móti Karli verður Jón Ingi Þórarinsson.

Brúarfoss heldur frá bryggju í Kína.
Brúarfoss heldur frá bryggju í Kína. Ljósmynd/Eimskip

Karl er enginn nýgræðingur í millilandasiglingum. Hann hóf störf hjá Eimskip sem vikapiltur á Skeiðfossi árið 1979, þá 15 ára gamall, og hefur starfað hjá félaginu allar götur síðan. Karl segir það hafa verið mjög góða tilfinningu að stíga um borð í Brúarfoss í fyrsta sinn, „Menn eru mjög ánægðir með skipið sem er gríðarlega vel útbúið nýjum tækjum,“ segir hann í stuttu viðtali á heimasíðu Eimskips. „Við hlökkum til að leggja af stað, kynnast skipinu enn betur og koma því í vinnu og gera þetta að okkar,“ bætir Karl við.

Brúarfoss mun sigla svipaða leið og systurskipið Dettifoss fór í sumar. Skipið mun sigla frá skipasmíðastöðinni í Guangzhou til Taicang í Kína þar sem farmur verður lestaður. Þaðan svo með viðkomu í Singapore og gegnum Suez-skurðinn inn í Miðjarðarhafið. Siglt verður til Rotterdam og svo til Danmerkur þar sem það mun koma inn í siglingaáætlun félagsins. Áætlað er að Brúarfoss hefji siglingar í siglingakerfi Eimskips í seinni hluta nóvember. Heimir Karlsson verður yfirstýrimaður á heimsiglingunni og Örn Engilbertsson yfirvélstjóri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.10.20 490,96 kr/kg
Þorskur, slægður 30.10.20 383,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.10.20 332,63 kr/kg
Ýsa, slægð 30.10.20 241,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.10.20 71,51 kr/kg
Ufsi, slægður 30.10.20 163,81 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 30.10.20 230,69 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.10.20 Egill ÍS-077 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 6.293 kg
Samtals 6.293 kg
30.10.20 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 3.570 kg
Samtals 3.570 kg
30.10.20 Onni HU-036 Dragnót
Þorskur 910 kg
Samtals 910 kg
30.10.20 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Þorskur 747 kg
Karfi / Gullkarfi 22 kg
Langlúra 22 kg
Lúða 17 kg
Langa 11 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 827 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.10.20 490,96 kr/kg
Þorskur, slægður 30.10.20 383,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.10.20 332,63 kr/kg
Ýsa, slægð 30.10.20 241,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.10.20 71,51 kr/kg
Ufsi, slægður 30.10.20 163,81 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 30.10.20 230,69 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.10.20 Egill ÍS-077 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 6.293 kg
Samtals 6.293 kg
30.10.20 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 3.570 kg
Samtals 3.570 kg
30.10.20 Onni HU-036 Dragnót
Þorskur 910 kg
Samtals 910 kg
30.10.20 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Þorskur 747 kg
Karfi / Gullkarfi 22 kg
Langlúra 22 kg
Lúða 17 kg
Langa 11 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 827 kg

Skoða allar landanir »