Ráðist í umfangsmikla stækkun Sundahafnar

Sundahöfn Það verður ekkert smáræðis verkefni að fylla höfnina fyrir …
Sundahöfn Það verður ekkert smáræðis verkefni að fylla höfnina fyrir framan vöruhótel Eimskips við Vatnagarða-bakka. Fyrir miðri mynd eru byggingar Fóðurblöndunnar við Korngarða. Fyrirtækið mun víkja í fyllingu tímans Eggert Jóhannesson

Fyrir dyrum stendur næsti áfangi þróunar Sundahafnar í Reykjavík. Um er að ræða hafnargerð í Vatnagörðum, sem Faxaflóahafnir sf. ætla að ráðast í á næstu árum. Þegar þessum framkvæmdum lýkur verður hafnarsvæði Sundahafnar að mestu fullmótað. Þetta er mikilvægasta vöruhöfn Íslands og þangað koma langflestir farþegar með skemmtiferðaskipum. Við Sundahöfn eru einnig mörg stærstu innflutningsfyrirtæki landsins með skrifstofur og vöruskemmur.

Þurfa 1.125.000 rúmmetra í fyllinguna

Í sumar var boðin út vinna við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Fimm tilboð bárust í verkið frá Mannviti, VSÓ ráðgjöf, Alta, Verkís og Eflu verkfræðistofu. Lægsta tilboðið var frá Eflu, 9,4 milljónir, og er búið að semja við stofuna um verkið.

Hafnargerðin í Vatnagörðum felur m.a. í sér lengingu Skarfabakka til suðurs að Kleppsbakka, uppfyllingu og landgerð og aflagningu eldri bakka í Vatnagörðum. Viðamesta verkið verður landfylling fyrir framan vöruhótel Eimskips. Áætlað er að í fyllinguna fari 1.125.000 rúmmetrar efnis. Við þessa framkvæmd verður til 300 metra langur nýr hafnarbakki en eldri bakkar, alls um 770 metrar, leggjast af. Með landgerðinni verður til 75 þúsund fermetra svæði fyrir gáma og aðra hafnarstarfsemi. Efni í landgerðina mun að mestu fást með dælingu af hafsbotni en einnig mun hluti þess koma frá námum á landi. Áætlað er að hefja framkvæmdir haustið 2022. Fyrir liggur samþykkt aðalskipulag.

Önnur atriði þróunaráætlunarinnar felast í færslu á Kleppsbakka til norðurs, lengingu Sundabakka til suðurs og lengingu Vogabakka til norðausturs.

Gert er ráð fyrir töluverðum breytingum á höfninni. (Sundahöfn)
Gert er ráð fyrir töluverðum breytingum á höfninni. (Sundahöfn)

Athafnasvæði Eimskips er við Sundabakka gegnt Viðey en athafnasvæði Samskipa er við Vogabakka við Elliðaárvog. Eins og fram hefur komið í fréttum er Eimskip um þessar mundir að taka í notkun ný og stór gámaskip. Þetta eru stærstu skip íslenska flotans, rúmlega 26 þúsund brúttótonn að stærð.

Samhliða framkvæmdum við nýja hafnarbakka og landfyllingar hyggjast Faxaflóahafnir ráðast í dýpkanir í Viðeyjarsundi og Kleppsvík og verður hluti efnisis sem þannig fæst nýttur í landagerðina. Þessi dýpkun er nauðsynleg vegna tilkomu nýrra og stærri skipa sem eru með meiri djúpristu en þau gömlu. Fyrsti áfanginn, dýpkun á Viðeyjarsundi fyrir framan Sundabakka, var boðinn út nýlega og er áætlað að opna tilboð í verkið í dag, 15. október.

Dýpkunarefni úr Viðeyjarsundi verður losað í aflagða efnisnámu á hafsbotni suðaustur af Engey en þar hefur verið losað efni síðan árið 2005. Alls hafa þegar verið haugsettir rúmlega 1.000.000 rúmmetrar af dýpkunarefni í þessa námu sem hætt var að nýta til efnistöku fyrir meira en 20 árum. Stefnt er að verklokum dýpkunar 1. apríl 2021.

Hvar verður Sundabrautin?

Nú stendur yfir vinna starfshóps sem samgönguráðherra skipaði til að endurmeta áætlanir um Sundabraut. Starfshópurinn stefnir að því að skila niðurstöðu síðar í þessum mánuði. Verkefni starfshópsins er að endurmeta þá tvo kosti sem starfshópur um Sundabraut á vegum ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) taldi fýsilegasta í skýrslu sinni sem kynnt var í júlí í fyrra. Það eru jarðgöng yfir í Gufunes og lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík.

Verði lágbrú talin besti kosturinn mun Sundabrautin þvera hafnarsvæðið fyrir neðan Klepp. Sundabrautin er ekki með í því umhverfismati sem nú er að hefjast og ekki verið að velta upp möguleikum sem gætu komið upp vegna hennar, upplýsir Inga Rut Hjaltadóttir forstöðumaður tæknideildar Faxaflóahafna Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.974 kg
Þorskur 88 kg
Skarkoli 60 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 2.154 kg
19.4.24 Ísey ÞH 375 Grásleppunet
Grásleppa 2.259 kg
Þorskur 79 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 2.346 kg
19.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grálúða 458 kg
Samtals 458 kg
19.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 2.968 kg
Samtals 2.968 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.974 kg
Þorskur 88 kg
Skarkoli 60 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 2.154 kg
19.4.24 Ísey ÞH 375 Grásleppunet
Grásleppa 2.259 kg
Þorskur 79 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 2.346 kg
19.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grálúða 458 kg
Samtals 458 kg
19.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 2.968 kg
Samtals 2.968 kg

Skoða allar landanir »