Segir áhöfninni hafa verið stefnt í hættu

Fyrsti vélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, Hákon Blöndal, segir verkferlum ekki …
Fyrsti vélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, Hákon Blöndal, segir verkferlum ekki hafa verið fylgt þegar grunur vaknaði um kórónuveirusmit um borð. Hann telur réttast að útgerðin viðurkenni mistök og biðjist afsökunar. Ljósmynd/Sigurður Bergþórsson

Hákon Blöndal, 1. vélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni ÍS, segir Hraðfrystihús Gunnvarar ekki greina rétt frá atburðarrásinni er áhafnarmeðlimir smituðust af kórónuveirunni og segir verkferlum ekki hafa verið fylgt.

Þá segir Hákon ástæðu til þess að fyrirtækið viðurkenni að mistök voru gerð og að skipverjarnir verði beðnir afsökunar. En hann telur að skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni hefði átt að hafa samband við Landhelgisgæsluna þegar vaknaði grunur um smit um borð og láta stofnunina ákveða næstu skref.

„Þetta er ljóta helvítis yfirklórið og drullumokstur,“ segir Hákon í færslu á Facebook-síðu sinni og vísar til yfirlýsingar sem birt var á heimasíðu Hraðfrystihússins Gunnvarar í gær.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Fyrirtækið vill koma því á framfæri að fljótlega eftir að  bera fór á flensueinkennum meðal áhafnar var haft samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Ekki þótti ástæða til að kalla skipið  til hafnar á þeim tíma. Eftir 3 vikur á veiðum var ljóst í kjölfar skimunar allra áhafnarmeðlima að COVID-19 smit var um borð, var skipinu þá umsvifalaust snúið til hafnar. Í ljósi þeirrar vitneskju sem nú liggur fyrir hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar og setja alla áhöfnina í skimun.“

Hefði átt að tilkynna gæslunni

Hákon er ekki sammála þessari lýsingu útgerðarfélagsins. „Hérna er ekki öll sagan sögð og menn þurfa að taka sig saman í andlitinu og viðurkenna mistök. við grun um Covid smit um borð ber skipstjóra að hafa samband við landhelgisgæslu Íslands sem ákveður næstu skref. Í þessu tilfelli var verkferlum ekki fylgt og áhöfn fékk aldrei að njóta vafans og var lögð í mikla áhættu!“

Í gær var greint frá því að áhöfnin hafi fengið að fara frá borði eftir að niðurstöður fengust úr sýnatöku.Níu skipverjann mældust með mótefni, þrettán eru smitaðir og urðu sendir í einangrun og þrír eru hvorki smitaðir né með mótefni og skikkaðir í sóttkví.

Uppfært kl: 14:54. Upphaflega stóð að Hákon væri yfirvélstjóri á skipinu, hið rétta er að hann gegnir starfi 1. vélstjóra og hefur fréttin verið uppfærð með tilliti til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.12.24 531,57 kr/kg
Þorskur, slægður 6.12.24 444,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.12.24 394,22 kr/kg
Ýsa, slægð 6.12.24 311,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.12.24 214,33 kr/kg
Ufsi, slægður 6.12.24 294,37 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 6.12.24 178,23 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.12.24 262,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.12.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.041 kg
Þorskur 2.760 kg
Steinbítur 59 kg
Samtals 6.860 kg
7.12.24 Kristinn HU 812 Línutrekt
Þorskur 2.675 kg
Ýsa 402 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 3.099 kg
7.12.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 657 kg
Steinbítur 209 kg
Langa 105 kg
Ýsa 38 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 1.035 kg
7.12.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Þorskur 1.688 kg
Ýsa 1.620 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 3.333 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.12.24 531,57 kr/kg
Þorskur, slægður 6.12.24 444,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.12.24 394,22 kr/kg
Ýsa, slægð 6.12.24 311,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.12.24 214,33 kr/kg
Ufsi, slægður 6.12.24 294,37 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 6.12.24 178,23 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.12.24 262,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.12.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.041 kg
Þorskur 2.760 kg
Steinbítur 59 kg
Samtals 6.860 kg
7.12.24 Kristinn HU 812 Línutrekt
Þorskur 2.675 kg
Ýsa 402 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 3.099 kg
7.12.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 657 kg
Steinbítur 209 kg
Langa 105 kg
Ýsa 38 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 1.035 kg
7.12.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Þorskur 1.688 kg
Ýsa 1.620 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 3.333 kg

Skoða allar landanir »

Loka