Samherji kaupir 50% í Aquanor í Bandaríkjunum

Samherji hefur fest kaup á helmingshlut í Aquanor sem mun …
Samherji hefur fest kaup á helmingshlut í Aquanor sem mun nú í auknum mæli leggja áherslu á sölu þorsk- og bleikjuafurða í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Samherji

Samherji hefur gengið frá samningi um kaup á helmingshlut í Aquanor Marketing, Inc. í Boston, sem flytur inn, markaðssetur og selur ferskar sjávarafurðir í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja en þar segir að Aquanor hafi verið „einn helsti viðskiptavinur Samherja í meira en áratug.“

Þá hefur töluverður hluti af innflutningi Aquanor komið frá Samherja og hafa afurðirnar verið seldar smásölukeðjum, veitingahúsakeðjum og heildsölum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur lagt áherslu á tegundir úr  Norður-Atlantshafi, meðal annars bleikja, þorskur, ýsa, lax og ostrur.

Fram kemur á vef Samherja að fyrirtækin hafi átt í viðræðum um nokkurra mánaða skeið áður en kom til samninga í þessum mánuði. Þá segir að Eric Kaiser, forstjóri Aquanor, mun áfram gegna því starfi en starfsmaður Samherja, Orri Gústafsson, verður í kjölfar fjárfestingarinnar framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Aquanor.

Tækifæri fyrir bleikjuna

Kaupin eru sögð skila samþættingu á sviði sölu og markaðsetningar og mun fjárfesting Samherja bera með sér að Aquanor leggi í auknum mæli áherslu á þorsk- og bleikjuafurðir.

„Framleiðsla á bleikju hefur aukist verulega á Íslandi á undanförnum árum og Samherji fiskeldi er nú stærsti einstaki bleikjuframleiðandi í heimi. Gert er ráð fyrir að framleiðsla á bleikju muni koma til með að aukast enn frekar á næstunni. Aquanor, sem er leiðandi í markaðssetningu á bleikju vestanhafs, mun nú koma til með að bjóða upp á ýmsar frosnar bleikjuafurðir til að mæta eftirspurn viðskiptavina sinna,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 24.11.20 400,87 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.20 443,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.20 314,91 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.20 314,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.20 168,33 kr/kg
Ufsi, slægður 24.11.20 182,43 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.20 259,86 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.11.20 Geir ÞH-150 Þorskfisknet
Ufsi 4.635 kg
Þorskur 185 kg
Karfi / Gullkarfi 23 kg
Samtals 4.843 kg
24.11.20 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Skarkoli 415 kg
Þorskur 64 kg
Lúða 6 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 486 kg
24.11.20 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Ýsa 1.900 kg
Þorskur 1.087 kg
Samtals 2.987 kg
24.11.20 Daðey GK-777 Lína
Ýsa 3.440 kg
Þorskur 1.635 kg
Samtals 5.075 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 24.11.20 400,87 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.20 443,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.20 314,91 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.20 314,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.20 168,33 kr/kg
Ufsi, slægður 24.11.20 182,43 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.20 259,86 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.11.20 Geir ÞH-150 Þorskfisknet
Ufsi 4.635 kg
Þorskur 185 kg
Karfi / Gullkarfi 23 kg
Samtals 4.843 kg
24.11.20 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Skarkoli 415 kg
Þorskur 64 kg
Lúða 6 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 486 kg
24.11.20 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Ýsa 1.900 kg
Þorskur 1.087 kg
Samtals 2.987 kg
24.11.20 Daðey GK-777 Lína
Ýsa 3.440 kg
Þorskur 1.635 kg
Samtals 5.075 kg

Skoða allar landanir »