Gert að greiða um 100 milljónir í vangoldin laun

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. mbl.is/Ómar

Hval hf. var í Landsrétti í gær gert að greiða nokkrum starfsmönnum sínum vangreidd laun fyrir tímabil á árinu 2015. Um var að ræða ákveðna sérstaka greiðslu sem kveðið var á um í kjarasamningi og átti að vera hluti af launum í ákveðnum tilfellum.

Níu kröfur á hendur Hval voru teknar fyrir í dómnum í gær og í flestum þeirra var komist að niðurstöðu um að fyrirtækið þyrfti að greiða launin. Í sömu málum sem fóru fyrir héraðsdóm á síðasta ári hafði Hvalur hins vegar verið sýknaður. 

Kröfur látnar falla niður vegna tómlætis

Sýknudómarnir höfðu verið gerðir á grundvelli tómlætis umræddra starfsmanna og talið að þeir hefðu fyrirgert rétti sínum til launanna því þeir hefðu ekki sótt málið nægilega hart þegar launin voru greidd árið 2015.

Í Landsrétti var ekki fallist á að um tómlæti hefði verið að ræða í kröfu launþeganna þegar kom að launum árið 2015, en að svo hafi vissulega verið árin 2013 og 2014, en deilurnar snerust einnig um laun það ár.

Umhugsunarefni

Að því er kemur fram á vefsíðu Verkalýðsfélags Akraness munu dómarnir sem féllu í gær skila kærendum rúmum 100 milljónum í vangoldin laun en harla misjafnt er hve mikið hver og einn fær. 

Þótt þetta sé sigur að hafa tekist að snúa við sýknudómi Héraðsdóms Vesturlands þá er það umhugsunarefni að atvinnurekendur skuli komast upp með launaþjófnað að hluta á grundvelli svokallaðs tómlætis!“ segir í grein á síðu VLFA.

Ekki liggur fyrir hvort Hvalur hf. áfrýi málinu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »